Laun Birnu 5,3 milljónir á mánuði í fyrra

Heildarlaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hækkuðu um tæplega 10 prósent milli ára.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sagðist fyrr á þessu ári vera að íhuga stöðu sína vegna yfirtöku ríkisins á bankanum og þeirrar launalækkunar sem hún sá fram á vegna þessa.
Auglýsing

Heild­ar­laun Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Íslands­banka, voru 63,5 millj­ónir króna á árinu 2018, eða sem nemur um 5,3 millj­ónum króna á mán­uð­i. 

Árið 2017 voru heild­ar­laun­in, það er laun með hlunn­indum og kaupauka, 58 millj­ónir króna, eða um 4,8 millj­ónir á mán­uði. Gert er ráð fyrir því að heild­ar­laun muni lækka á árinu 2019, miðað við 2018, og verði um 57,5 millj­ón­ir, eða sem nemur um 4,8 millj­ónum á mán­uði.

Kaupauka­greiðslur námu 3,9 millj­ónum í fyrra en árið 2017 voru þær 9,7 millj­ón­ir. 

Auglýsing

Sér­stakur kaup­auki  var aflagður frá og með 1. jan­úar 2017 að beiðni Banka­sýslu rík­is­ins og eru kaupauka­greiðslur eftir það í sam­ræmi við reglur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um frestun greiðslu á 40% kaupauka um að lág­marki þrjú ár.

Laun Birnu eru umtals­vert hærri en laun Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Lands­bank­ans, en mán­að­ar­laun hennar eru um 3,8 millj­ónir króna.

Ríkið á Íslands­banka og Lands­bank­ann, og heldur Banka­sýsla rík­is­ins á eign­ar­hlutum í bönk­un­um.

Hlutur rík­is­ins í þeim síð­ar­nefnda er 98,2 pró­sent, auk þess sem bank­inn á sjálfur 1,5 pró­sent hlut af eigin bréf­um. Um 0,3 pró­sent hlutur er síðan eigu starfs­manna bank­ans, að mestu leyti.

Eins og kunn­ugt er hækk­aði banka­ráð Lands­­bank­ans mán­að­­ar­­laun Lilju Bjarkar í 3,8 millj­­ónir króna í apríl í fyrra. Með því hafa laun banka­stjór­ans hækkað um 140 pró­­sent á fjórum árum, sem er fjórum sinnum meiri hækkun en hjá almennri launa­­vísi­­tölu.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafa bæði gagn­rýnt laun­skrið stjórn­enda rík­is­bank­anna, og sagt það ekki vera í sam­ræmi við til­mæli frá þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bene­dikti Jóhann­essyni, frá árinu 2017, en hann sendi þá öllum stjórnum rík­is­fyr­ir­tækja bréf og bað þau að gæta hófst í launa­hækk­un­um, ekki síst í ljósi við­kvæmrar stöðu á vinnu­mark­aði vegna kjara­við­ræðna. .

Bene­dikt sagði sjálf­ur, í við­tali við Kast­ljóss RÚV í gær, að það væri grafal­var­legt að eftir þessum til­mælum hefði ekki verið far­ið. Hann sagði að það hefðu verið mis­tök að reka ekki allar stjórn­irnar fyrir að fara ekki að þessum til­mæl­um.

Banka­ráð Lands­bank­ans sagði í yfir­lýs­ingu, að launa­þróun banka­stjór­ans væri í takt við eig­enda­stefnu rík­is­ins og hlut­hafa­stefnu Lands­bank­ans, þar sem lagt er upp með að hafa laun banka­stjór­ans sam­keppn­is­hæf.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent