Laun Birnu 5,3 milljónir á mánuði í fyrra

Heildarlaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hækkuðu um tæplega 10 prósent milli ára.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sagðist fyrr á þessu ári vera að íhuga stöðu sína vegna yfirtöku ríkisins á bankanum og þeirrar launalækkunar sem hún sá fram á vegna þessa.
Auglýsing

Heild­ar­laun Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Íslands­banka, voru 63,5 millj­ónir króna á árinu 2018, eða sem nemur um 5,3 millj­ónum króna á mán­uð­i. 

Árið 2017 voru heild­ar­laun­in, það er laun með hlunn­indum og kaupauka, 58 millj­ónir króna, eða um 4,8 millj­ónir á mán­uði. Gert er ráð fyrir því að heild­ar­laun muni lækka á árinu 2019, miðað við 2018, og verði um 57,5 millj­ón­ir, eða sem nemur um 4,8 millj­ónum á mán­uði.

Kaupauka­greiðslur námu 3,9 millj­ónum í fyrra en árið 2017 voru þær 9,7 millj­ón­ir. 

Auglýsing

Sér­stakur kaup­auki  var aflagður frá og með 1. jan­úar 2017 að beiðni Banka­sýslu rík­is­ins og eru kaupauka­greiðslur eftir það í sam­ræmi við reglur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um frestun greiðslu á 40% kaupauka um að lág­marki þrjú ár.

Laun Birnu eru umtals­vert hærri en laun Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Lands­bank­ans, en mán­að­ar­laun hennar eru um 3,8 millj­ónir króna.

Ríkið á Íslands­banka og Lands­bank­ann, og heldur Banka­sýsla rík­is­ins á eign­ar­hlutum í bönk­un­um.

Hlutur rík­is­ins í þeim síð­ar­nefnda er 98,2 pró­sent, auk þess sem bank­inn á sjálfur 1,5 pró­sent hlut af eigin bréf­um. Um 0,3 pró­sent hlutur er síðan eigu starfs­manna bank­ans, að mestu leyti.

Eins og kunn­ugt er hækk­aði banka­ráð Lands­­bank­ans mán­að­­ar­­laun Lilju Bjarkar í 3,8 millj­­ónir króna í apríl í fyrra. Með því hafa laun banka­stjór­ans hækkað um 140 pró­­sent á fjórum árum, sem er fjórum sinnum meiri hækkun en hjá almennri launa­­vísi­­tölu.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafa bæði gagn­rýnt laun­skrið stjórn­enda rík­is­bank­anna, og sagt það ekki vera í sam­ræmi við til­mæli frá þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bene­dikti Jóhann­essyni, frá árinu 2017, en hann sendi þá öllum stjórnum rík­is­fyr­ir­tækja bréf og bað þau að gæta hófst í launa­hækk­un­um, ekki síst í ljósi við­kvæmrar stöðu á vinnu­mark­aði vegna kjara­við­ræðna. .

Bene­dikt sagði sjálf­ur, í við­tali við Kast­ljóss RÚV í gær, að það væri grafal­var­legt að eftir þessum til­mælum hefði ekki verið far­ið. Hann sagði að það hefðu verið mis­tök að reka ekki allar stjórn­irnar fyrir að fara ekki að þessum til­mæl­um.

Banka­ráð Lands­bank­ans sagði í yfir­lýs­ingu, að launa­þróun banka­stjór­ans væri í takt við eig­enda­stefnu rík­is­ins og hlut­hafa­stefnu Lands­bank­ans, þar sem lagt er upp með að hafa laun banka­stjór­ans sam­keppn­is­hæf.

Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Rannsókn Mueller snérist að uppistöðu um hvort að Rússar hefðu beitt sér í forsetakosningunum 2016, sem Donald Trump vann.
Mueller fann tíu dæmi um mögulega hindrun á framgang réttvísinnar
Skýrsla Roberts Mueller verður afhend þingmönnum í Bandaríkjunum í dag. Á blaðamannafundi sagði dómsmálaráðherrann að Trump hefði tengst tíu atvikum sem mögulega hindruðu framgang réttvísinnar, en hann teldi sjálfur að fælu ekki í sér glæpi.
Kjarninn 18. apríl 2019
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lífskjarasamningarnir: Rykið sest
Kjarninn 18. apríl 2019
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar – Galdrahöfundur tveggja tungumála
Kjarninn 18. apríl 2019
Sigríður Á. Andersen þegar hún yfirgaf sinn síðasta ríkisráðsfund. Að minnsta kosti í bili.
Það helsta hingað til: Afsögn Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt mál sem stendur þar upp úr er afsögn dómsmálaráðherra og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
Kjarninn 18. apríl 2019
WOW skuldaði Isavia tvo milljarða í lok febrúar
Isavia gerði samkomulag við WOW air í september í fyrra um hvernig flugfélagið gæti greitt himinháa skuld sína við ríkisfyrirtækið. Á grundvelli þess samkomulags gat Isavia haldið vél frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem veði fyrir greiðslu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent