Laun Birnu 5,3 milljónir á mánuði í fyrra

Heildarlaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hækkuðu um tæplega 10 prósent milli ára.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sagðist fyrr á þessu ári vera að íhuga stöðu sína vegna yfirtöku ríkisins á bankanum og þeirrar launalækkunar sem hún sá fram á vegna þessa.
Auglýsing

Heild­ar­laun Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Íslands­banka, voru 63,5 millj­ónir króna á árinu 2018, eða sem nemur um 5,3 millj­ónum króna á mán­uð­i. 

Árið 2017 voru heild­ar­laun­in, það er laun með hlunn­indum og kaupauka, 58 millj­ónir króna, eða um 4,8 millj­ónir á mán­uði. Gert er ráð fyrir því að heild­ar­laun muni lækka á árinu 2019, miðað við 2018, og verði um 57,5 millj­ón­ir, eða sem nemur um 4,8 millj­ónum á mán­uði.

Kaupauka­greiðslur námu 3,9 millj­ónum í fyrra en árið 2017 voru þær 9,7 millj­ón­ir. 

Auglýsing

Sér­stakur kaup­auki  var aflagður frá og með 1. jan­úar 2017 að beiðni Banka­sýslu rík­is­ins og eru kaupauka­greiðslur eftir það í sam­ræmi við reglur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um frestun greiðslu á 40% kaupauka um að lág­marki þrjú ár.

Laun Birnu eru umtals­vert hærri en laun Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Lands­bank­ans, en mán­að­ar­laun hennar eru um 3,8 millj­ónir króna.

Ríkið á Íslands­banka og Lands­bank­ann, og heldur Banka­sýsla rík­is­ins á eign­ar­hlutum í bönk­un­um.

Hlutur rík­is­ins í þeim síð­ar­nefnda er 98,2 pró­sent, auk þess sem bank­inn á sjálfur 1,5 pró­sent hlut af eigin bréf­um. Um 0,3 pró­sent hlutur er síðan eigu starfs­manna bank­ans, að mestu leyti.

Eins og kunn­ugt er hækk­aði banka­ráð Lands­­bank­ans mán­að­­ar­­laun Lilju Bjarkar í 3,8 millj­­ónir króna í apríl í fyrra. Með því hafa laun banka­stjór­ans hækkað um 140 pró­­sent á fjórum árum, sem er fjórum sinnum meiri hækkun en hjá almennri launa­­vísi­­tölu.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafa bæði gagn­rýnt laun­skrið stjórn­enda rík­is­bank­anna, og sagt það ekki vera í sam­ræmi við til­mæli frá þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bene­dikti Jóhann­essyni, frá árinu 2017, en hann sendi þá öllum stjórnum rík­is­fyr­ir­tækja bréf og bað þau að gæta hófst í launa­hækk­un­um, ekki síst í ljósi við­kvæmrar stöðu á vinnu­mark­aði vegna kjara­við­ræðna. .

Bene­dikt sagði sjálf­ur, í við­tali við Kast­ljóss RÚV í gær, að það væri grafal­var­legt að eftir þessum til­mælum hefði ekki verið far­ið. Hann sagði að það hefðu verið mis­tök að reka ekki allar stjórn­irnar fyrir að fara ekki að þessum til­mæl­um.

Banka­ráð Lands­bank­ans sagði í yfir­lýs­ingu, að launa­þróun banka­stjór­ans væri í takt við eig­enda­stefnu rík­is­ins og hlut­hafa­stefnu Lands­bank­ans, þar sem lagt er upp með að hafa laun banka­stjór­ans sam­keppn­is­hæf.

Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent