Segir ekkert benda til þess að siðareglur RÚV hafi ekki verið virtar

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi verið að sinna hlutverki sínu og skyldum með því að fjalla um málefni Jóns Baldvins. Hann segir að fjölmiðlar eigi að vera fulltrúar almennings og í því felist að þurfa að taka á erfiðum málum.

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV.
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV.
Auglýsing

Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri RÚV, segir að umfjöllun RÚV um mál­efni Jón Bald­vins hafi verið vönduð og Jóni hafi verið gefin mörg tæki­færi til að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi, sem hann hafi svo gert í löngu við­tali í Silfr­inu. Magnús segir jafn­framt að ­dag­skrár­stjór­ar og frétta­stjórar telji sem fyrr að frétta­gildi máls­ins hafi verið ótví­rætt og ekk­ert sem bendi til ann­ars en að vinnu­reglur og siða­reglur RÚV hafi verið virt­ar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Magn­úsar Geirs sem birt var í Morg­un­blað­inu í dag.

Telja að frétta­gildi máls­ins hafi verið ótví­rætt

Í gær birtu Jón Bald­vin Hanni­bals­son og Bryn­dís Schram opið bréf til útvarps­stjóra RÚV í Morg­un­blað­in­u. Í bréf­inu saka hjón­in ­dag­skrár­gerð­ar­menn­ina ­Sig­mar Guð­­munds­­son og Helga Selj­an um „til­hæfu­­lausar ásak­an­ir, rangar full­yrð­ingar og æru­­meið­ing­­ar“, fyrst í við­tali í Morg­un­út­­varp­inu Rás 2 í jan­úar síð­ast­liðnum og aftur í aðsendri grein Sig­mars og Helga í Morg­un­­blað­inu þann 8. febr­­úar síð­­ast­lið­inn. Í bréf­inu gefa hjónin útvarps­stjóra eina viku til að draga til baka „meið­yrð­in“ í þeirra garð. Í bréf­inu segir að verð­i út­varps­stjóri ekki við þeirri beiðni hyggj­ast Jón Bald­vin og Bryn­dís stefna hon­um,  starfs­mönnum hans og við­mæl­endum fyr­ir­ rétt, til­ þess að fá „meið­yrði, rang­hermi og til­hæfu­laus­ar á­sak­an­ir ­dæmdar dauðar og ómerk­ar.“ 

Í grein Magn­úsar Geirs sem titluð er, Svar við opnu bréfi Jóns Bald­vins og Bryn­dísar Schram, ­segir að þegar RÚV fjall­aði um mál­efni Jón Bald­vins höfðu birst fjöl­margar fréttir í ólíkum fjöl­miðlum sem byggð­ust á frá­sögnum fjölda kvenna af sam­skiptum við Jón. Hann segir jafn­framt að umfjöllun RÚV hafi verið vönduð og Jóni hafi verið gefin mörg tæki­færi til að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi, sem hann svo gerði í við­tali í Silfr­in­u. 

Auglýsing

Hann segir jafn­framt að dag­skrár­stjórar og frétta­stjórar telji sem fyrr að frétta­gildi máls­ins hafi verið ótví­rætt og ekk­ert sem bendi til ann­ars en að vinnu­reglur og siða­reglur RÚV hafi verið virt­ar. „­Fjöl­miðlar eiga að vera full­trúar almenn­ings og í því felst að þurfa að taka á erf­iðum mál­um. Með umræddri umfjöllun var Rík­is­út­varpið að sinna sínu hlut­verki og skyld­um,“ segir Magnús

Hvetur Jón Bald­vin og Bryn­dísi til að beina mál­inu í form­legan far­veg

Í grein­inni segir Magnús að um ­Rík­is­út­varp­ið ­gildi sér­stök lög sem svo séu áréttuð í þjón­ustu­samn­ingi við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið. Einnig hafi RÚV sett starfs­fólki sínu ítar­legar frétta­reglur til að tryggja óhlut­drægni og sann­gjarna ­máls­með­ferð „Allt er þetta gert til að tryggja vand­aðan frétta­flutn­ing og dag­skrár­gerð. Störf Rík­is­út­varps­ins eru opin­ber og almenn­ingur getur lagt sjálf­stætt mat á þau en sam­kvæmt opin­berum mæl­ingum nýtur Rík­is­út­varpið yfir­burða­trausts meðal almenn­ings.“ segir í grein­inni.

Magnús segir að ef ein­hver sé ósáttur við til­tekin atriði í frétta­flutn­ingi taki RÚV fús­lega við ­at­huga­semd­um og svari með form­legum hætti. Ef við­kom­andi sé síðan ósáttur við þá afgreiðslu sem hann fái segir Magnús að hægt sé að beina mál­inu til sér­stakrar siða­nefndar sem leggur sjálf­stætt mat á fram­göngu starfs­manna RÚV en að auki má benda á að allir geta skotið málum til Blaða­manna­fé­lags Íslands. Hann hvetur því Jón Bald­vin og Bryn­dísi til að gera það ef þau telja hallað á sig. „Ef Jón Bald­vin og Bryn­dís telja á sig hallað hvet ég þau til að beina málum í þennan form­lega far­veg sem er til staðar fyrir þau eins og aðra“

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent