Segir ekkert benda til þess að siðareglur RÚV hafi ekki verið virtar

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi verið að sinna hlutverki sínu og skyldum með því að fjalla um málefni Jóns Baldvins. Hann segir að fjölmiðlar eigi að vera fulltrúar almennings og í því felist að þurfa að taka á erfiðum málum.

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV.
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV.
Auglýsing

Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri RÚV, segir að umfjöllun RÚV um mál­efni Jón Bald­vins hafi verið vönduð og Jóni hafi verið gefin mörg tæki­færi til að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi, sem hann hafi svo gert í löngu við­tali í Silfr­inu. Magnús segir jafn­framt að ­dag­skrár­stjór­ar og frétta­stjórar telji sem fyrr að frétta­gildi máls­ins hafi verið ótví­rætt og ekk­ert sem bendi til ann­ars en að vinnu­reglur og siða­reglur RÚV hafi verið virt­ar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Magn­úsar Geirs sem birt var í Morg­un­blað­inu í dag.

Telja að frétta­gildi máls­ins hafi verið ótví­rætt

Í gær birtu Jón Bald­vin Hanni­bals­son og Bryn­dís Schram opið bréf til útvarps­stjóra RÚV í Morg­un­blað­in­u. Í bréf­inu saka hjón­in ­dag­skrár­gerð­ar­menn­ina ­Sig­mar Guð­­munds­­son og Helga Selj­an um „til­hæfu­­lausar ásak­an­ir, rangar full­yrð­ingar og æru­­meið­ing­­ar“, fyrst í við­tali í Morg­un­út­­varp­inu Rás 2 í jan­úar síð­ast­liðnum og aftur í aðsendri grein Sig­mars og Helga í Morg­un­­blað­inu þann 8. febr­­úar síð­­ast­lið­inn. Í bréf­inu gefa hjónin útvarps­stjóra eina viku til að draga til baka „meið­yrð­in“ í þeirra garð. Í bréf­inu segir að verð­i út­varps­stjóri ekki við þeirri beiðni hyggj­ast Jón Bald­vin og Bryn­dís stefna hon­um,  starfs­mönnum hans og við­mæl­endum fyr­ir­ rétt, til­ þess að fá „meið­yrði, rang­hermi og til­hæfu­laus­ar á­sak­an­ir ­dæmdar dauðar og ómerk­ar.“ 

Í grein Magn­úsar Geirs sem titluð er, Svar við opnu bréfi Jóns Bald­vins og Bryn­dísar Schram, ­segir að þegar RÚV fjall­aði um mál­efni Jón Bald­vins höfðu birst fjöl­margar fréttir í ólíkum fjöl­miðlum sem byggð­ust á frá­sögnum fjölda kvenna af sam­skiptum við Jón. Hann segir jafn­framt að umfjöllun RÚV hafi verið vönduð og Jóni hafi verið gefin mörg tæki­færi til að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi, sem hann svo gerði í við­tali í Silfr­in­u. 

Auglýsing

Hann segir jafn­framt að dag­skrár­stjórar og frétta­stjórar telji sem fyrr að frétta­gildi máls­ins hafi verið ótví­rætt og ekk­ert sem bendi til ann­ars en að vinnu­reglur og siða­reglur RÚV hafi verið virt­ar. „­Fjöl­miðlar eiga að vera full­trúar almenn­ings og í því felst að þurfa að taka á erf­iðum mál­um. Með umræddri umfjöllun var Rík­is­út­varpið að sinna sínu hlut­verki og skyld­um,“ segir Magnús

Hvetur Jón Bald­vin og Bryn­dísi til að beina mál­inu í form­legan far­veg

Í grein­inni segir Magnús að um ­Rík­is­út­varp­ið ­gildi sér­stök lög sem svo séu áréttuð í þjón­ustu­samn­ingi við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið. Einnig hafi RÚV sett starfs­fólki sínu ítar­legar frétta­reglur til að tryggja óhlut­drægni og sann­gjarna ­máls­með­ferð „Allt er þetta gert til að tryggja vand­aðan frétta­flutn­ing og dag­skrár­gerð. Störf Rík­is­út­varps­ins eru opin­ber og almenn­ingur getur lagt sjálf­stætt mat á þau en sam­kvæmt opin­berum mæl­ingum nýtur Rík­is­út­varpið yfir­burða­trausts meðal almenn­ings.“ segir í grein­inni.

Magnús segir að ef ein­hver sé ósáttur við til­tekin atriði í frétta­flutn­ingi taki RÚV fús­lega við ­at­huga­semd­um og svari með form­legum hætti. Ef við­kom­andi sé síðan ósáttur við þá afgreiðslu sem hann fái segir Magnús að hægt sé að beina mál­inu til sér­stakrar siða­nefndar sem leggur sjálf­stætt mat á fram­göngu starfs­manna RÚV en að auki má benda á að allir geta skotið málum til Blaða­manna­fé­lags Íslands. Hann hvetur því Jón Bald­vin og Bryn­dísi til að gera það ef þau telja hallað á sig. „Ef Jón Bald­vin og Bryn­dís telja á sig hallað hvet ég þau til að beina málum í þennan form­lega far­veg sem er til staðar fyrir þau eins og aðra“

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent