Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.

Héraðsdómur
Auglýsing

Tveir dómar féllu í dag í Hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur þar sem ummæli um Hlíða­málið svo­kall­aða voru dæmd dauð og ómerk. Ann­ars vegar eru ummæli Tryggva Við­ars­son dæmd dauð og ómerk og hann dæmdur til að greiða tveimur mönnum miska­bætur vegna máls­ins. 

Hins vegar eru ummæli sem birt­ust á net­miðl­inum Hring­braut dæmd dauð og ómerk en Sig­mundur Ernir Rún­ars­son er hinn stefndi í því máli. Hann er dæmdur til að greiði hvorum stefn­enda 250.000 krónur í miska­bæt­ur. Þetta kemur fram í dómnum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. 

Einnig ber Hring­braut að birta for­sendur og dóms­orð dóms­ins eigi síðar en sjö dögum eftir dóms­upp­kvaðn­ingu á net­miðl­inum www.hring­braut.is, á þeim stað að eftir verði tek­ið, eigi síðar en sjö dögum eftir dóms­upp­sögu, að við­lögðum 50.000 króna dag­sektum fyrir hvern dag án birt­ingar umfram áður­greindan frest. Sig­mundur Ernir þarf einnig að greiða hvorum stefn­enda 500.000 krónur í máls­kostn­að. 


Auglýsing

Mikil reiði­alda reis

For­­­­saga máls­ins er sú að Frétta­­­­blaðið birti for­­­­síð­­­u­frétt í nóv­­­­em­ber 2015 undir fyr­ir­­­­sögn­inni: „Íbúð í Hlíð­unum útbúin til nauð­g­ana“. Áður hafði verið sagt frá rann­­­­sókn lög­­­­­­­reglu á tveimur aðskildum kyn­­­­ferð­is­brota­­­­málum vegna meintra árása í fjöl­býl­is­­­­­húsi í Hlíða­hverfi í Reykja­vík í októ­ber. Tvær ­konur kærðu tvo karl­­­­­menn fyrir kyn­­­­­ferð­is­brot í mál­inu og í frétt Frétta­­­­­blaðs­ins sagði að „Sam­­­­­kvæmt heim­ildum blaðs­ins voru árás­­­­­irnar hrotta­­­­­legar og íbúðin búin tækjum til ofbeld­isið­k­un­­­­­ar“. Fram kom í frétt­inni að mönn­unum hafði svo verið sleppt að lok­inni skýrslu­­­­­töku.

­Mikil reið­i­alda reis í kjöl­far frétt­­­­ar­inn­­­­ar, boðað var til mót­­­­mæla fyrir utan lög­­­­­­­reglu­­­­stöð­ina á Hverf­is­­­­götu og menn­irnir voru nafn­­­­greindir á sam­­­­fé­lags­miðlum og birtar af þeim mynd­­­­ir.

Rann­­­­sóknir á nauð­g­un­­­­ar­kær­unum fóru á borð hér­­­­aðs­sak­­­­sókn­­­­ara og lét hann bæði málin niður falla. Annar mað­­­­ur­inn hafði einnig kært aðra kon­una fyrir kyn­­­­ferð­is­brot en það mál var líka látið niður falla.

Sex ummæli dæmd dauð og ómerk

Tryggvi Við­ars­son er dæmdur til að greiða stefn­endum hvorum um sig 350.000 krón­ur, sem og máls­kostnað upp á 800.000 krón­ur.

Ummælin sem dæmd eru dauð og ómerk eru:

  1. Hér eru hel­vítis ógeðin sem voru að nauðga og mis­þyrma með sér­út­búna íbúð í Hlíð­un­um.

  2. Þessi viðr­ini voru ekki nafn­greind eða mynd­birt í blöð­unum eins og aðrir með rétt­ar­stöðu grun­aðra og ekki látnir sæta gæslu­varð­haldi á meðan á rann­sókn stendur samt stafar sam­fé­lag­inu meiri ógn af þessum gerpum en þeim sem eru með nokkrar plöntur heima hjá sér.

  3. Endi­lega deilið svo stelpur geti varað sig á þessum stór­hættu­legu ein­stak­ling­um.

  4. Ef þið sjáið þessa fávita endi­lega hifive a þá í smettið ... Menn sem gera svona eru ekki að byrja sinn nauð­gara­of­beld­is­fer­il.

  5. Í frétt Pressunn­ar: ... Ef það tekst að hindra þó það væri ekki nema eina nauðgun í við­bót af hálfu þess­ara manna þá er mark­mið­inu náð.

  6. Athuga­semd við Face­book-­færslu: Magnús ég hef sögur frá fyrstu hendi frá fleiri en þessum stelpum sem þeir náðu að nauðga og mis­þyrma og á meðan þeir ganga lausir eru þeir hættu­leg­ir.

Þrenn ummæli dæmd dauð og ómerk á Hring­braut

Ummælin sem birt­ust á net­miðl­inum Hring­braut sem dæmd eru dauð og ómerk:

  • „Komið í veg fyrir þriðju nauðg­un­ina“

  • „Sú saga gengur meðal nem­enda Háskól­ans í Reykja­vík að menn­irnir sem grun­aðir eru um að hafa nauðgað tveimur konum hafi haft fleiri fólsku­verk í hyggju. Naum­lega hafi verið komið í veg fyrir þriðju nauðg­un­ina.“

  • „Þriðja unga konan hafi sloppið naum­lega þegar hennar kær­asti hafi náð að sækja hana.“

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent