Teatime búið að setja Hyperspeed í loftið

Íslenska leikjafyrirtækið Teatime, sem stofnað var af frumkvöðlinum Þorsteini Friðrikssyni, hefur sett nýjan leik í loftið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum í Bandaríkjunum.

Þorsteinn Friðriksson
Auglýsing

Íslenska leikja­fyr­ir­tækið Teati­me, sem stofnað var af Þor­steini Frið­riks­syni, sem áður hefur meðal ann­ars stofnað fyr­ir­tækið Plain Vanilla, hefur sett nýjan leik í loft­ið, Hyper­speed, og hefur hann vakið mikla athygli í Banda­ríkj­un­um. 

Leik­ur­inn byggir á nýrri tækni sem er lýst sem næstu kyn­slóð leikja­tækni fyrir far­síma. Með henni er svo­nefnd ­AR-­tækni (e. aug­­mented rea­lity) nýtt í leik þar sem not­endur eru tengdir saman í víd­eó-­sam­tal­i. 

Auglýsing


Í við­tali við For­bes segir Þor­steinn að teymið hjá Teatime sé spennt fyrir því að koma leiknum og tækn­inni í loft­ið. Næsta mál á dag­skrá sé að búa til fleiri leiki fyrir Teatime Live leikja­við­mótið og vinna með erlendum leikja­fyr­ir­tækj­u­m. 

Þor­steinn stofn­aði áður Plain Vanilla, sem fram­leiddi Quiz Up spurn­inga­leik­inn vin­sæla. Það var að lokum keypt af Glu Mobile, fyrir um 7,5 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða rétt um 900 millj­ónir króna.  Á starfs­tíma sínum náði fyr­ir­tækið í um 40 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 5 millj­arða króna, og var hjartað í starf­sem­inni við Lauga­veg í Reykja­vík. Not­endur voru um 100 millj­ón­ir, af því er segir í umfjöllun TechCrunh.

Teatime hefur nú þegar náð í 9 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða tæp­lega 1.100 millj­ónum króna, meðal ann­ars frá sjóðnum Index Ventures og Atomico. Fyr­ir­tækið er stað­sett í Reykja­vík, og hefur verið að stækka ört að und­an­förnu, enda mik­ill vöxtur framund­an.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent