Verkfallsaðgerðir munu beinast að 25 hótelum og stærstu rútufyrirtækjunum

Staðbundin verkföll eru á teikniborðinu hjá stéttarfélögum sem ætla að einblína á fyrirtæki í ferðaþjónustu til að byrja með.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Verk­falls­að­gerð­inar sem hafa verið boð­að­ar, eftir að kjara­við­ræðum var slitið í gær, munu bein­ast í fyrstu að allt að 25 hót­elum og gisti­húsum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og einnig stærstu rútu­fyr­ir­tækj­un­um. 

Þetta hefur Ragnar Þór Ing­fóls­son, for­maður VR, stað­fest í við­tali við fjöl­miðla í dag, en end­an­leg áætlun hefur þó ekki verið kláruð enn­þá.

Í verk­fjalls­sjóðum stétt­ar­fé­lag­anna eru til um sjö millj­arðar króna, og því geta verk­föll staðið nokkuð lengi, fari svo að samn­ingar náist ekki. 

Auglýsing

Innan Efl­ing­ar, VR, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og Verka­lýðs­fé­lags Grinda­víkur eru nú um 53 þús­und félags­menn.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, hvatti aðila vinnu­mark­að­ar­ins, til þess að reyna að ná samn­ing­um, í við­tölum við fjöl­miðla í gær og sagði að það væru hags­munir allra að ná samn­ingum um kaup og kjör.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins birtu í dag umfjöllun á vef sínum um kröfur Efl­ing­ar, og full­yrt er þar að þær geri ráð fyrir allt að 80 pró­sent hækkun launa út samn­ings­tím­ann miðað við kröf­urn­ar. 

„Kröfu­gerðin fól þannig í sér að lægstu byrj­un­ar­laun hækk­uðu um 59% á samn­ings­tím­anum og hæsta ald­urs­þrep í hæsta virka launa­flokki kjara­samn­ings­ins hækk­aði um 82%. Í krónum talið var gerð krafa um að lægstu byrj­un­ar­laun hækk­uðu um 158 þús.kr. á mán­uði en laun í hæsta ald­urs­þrepi í hæsta virka launa­flokki um 248 þús.kr. á mán­uði. Lægstu launin hækk­uðu þannig minnst í krónum og pró­sentum en hæstu umsömdu launin um hæstu pró­sent­una og hæstu krónu­töl­una,“ segir á vef SA. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent