Verkfallsaðgerðir munu beinast að 25 hótelum og stærstu rútufyrirtækjunum

Staðbundin verkföll eru á teikniborðinu hjá stéttarfélögum sem ætla að einblína á fyrirtæki í ferðaþjónustu til að byrja með.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Verk­falls­að­gerð­inar sem hafa verið boð­að­ar, eftir að kjara­við­ræðum var slitið í gær, munu bein­ast í fyrstu að allt að 25 hót­elum og gisti­húsum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og einnig stærstu rútu­fyr­ir­tækj­un­um. 

Þetta hefur Ragnar Þór Ing­fóls­son, for­maður VR, stað­fest í við­tali við fjöl­miðla í dag, en end­an­leg áætlun hefur þó ekki verið kláruð enn­þá.

Í verk­fjalls­sjóðum stétt­ar­fé­lag­anna eru til um sjö millj­arðar króna, og því geta verk­föll staðið nokkuð lengi, fari svo að samn­ingar náist ekki. 

Auglýsing

Innan Efl­ing­ar, VR, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og Verka­lýðs­fé­lags Grinda­víkur eru nú um 53 þús­und félags­menn.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, hvatti aðila vinnu­mark­að­ar­ins, til þess að reyna að ná samn­ing­um, í við­tölum við fjöl­miðla í gær og sagði að það væru hags­munir allra að ná samn­ingum um kaup og kjör.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins birtu í dag umfjöllun á vef sínum um kröfur Efl­ing­ar, og full­yrt er þar að þær geri ráð fyrir allt að 80 pró­sent hækkun launa út samn­ings­tím­ann miðað við kröf­urn­ar. 

„Kröfu­gerðin fól þannig í sér að lægstu byrj­un­ar­laun hækk­uðu um 59% á samn­ings­tím­anum og hæsta ald­urs­þrep í hæsta virka launa­flokki kjara­samn­ings­ins hækk­aði um 82%. Í krónum talið var gerð krafa um að lægstu byrj­un­ar­laun hækk­uðu um 158 þús.kr. á mán­uði en laun í hæsta ald­urs­þrepi í hæsta virka launa­flokki um 248 þús.kr. á mán­uði. Lægstu launin hækk­uðu þannig minnst í krónum og pró­sentum en hæstu umsömdu launin um hæstu pró­sent­una og hæstu krónu­töl­una,“ segir á vef SA. 

Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Trúa að rödd þeirra geti haft áhrif
Tveir fulltrúar frá ungmennaráði heimsmarksmiðanna munu ávarpa ráðherrafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun.
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Orkustríðið
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent