Spyr hvaða fjölmiðlum ráðuneytin og Alþingi séu í áskrift að

Björn Leví Gunnarsson hefur spurt alla ráðherrana og forseta Alþingis út í kaup á dagblöðum og tímaritum.

Fjölmiðlar collage
Auglýsing

Þing­maður Pírata, Björn Leví Gunn­ars­son, lagði fram sömu fyr­ir­spurn­ina á alla tólf ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar sem og for­seta Alþingis síð­ast­lið­inn föstu­dag. Hann spyr hvaða dag­blöð­um, tíma­ritum og öðrum miðlum ráðu­neytin – og stofn­anir og aðrir aðilar sem heyra undir þau – séu í áskrift að, hversu margar áskriftir séu að hverjum miðli og hver heild­ar­fjár­hæð áskriftar sé á ári fyrir hvern mið­il.

Fram kom í frétt Kjarn­ans í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins að ráðu­­neyti, rík­­is­­stofn­­anir og fyr­ir­tæki á vegum hins opin­bera hefðu borgað tæpar 190 millj­­ónir króna fyrir birt­ingu aug­lýs­inga fyrstu tíu mán­uði síð­asta árs. Tvö fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki, útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins og Árvakur útgef­andi Morg­un­­blaðs­ins, fengu sam­tals tæp­­lega þriðj­ung fjár­­ins ­sem hið opin­bera eyddi í aug­lýs­inga­birt­ing­ar.

Kostn­aður hins opin­bera vegna aug­lýs­inga­birt­inga var 188 millj­­ónir fyrstu tíu mán­uði árs­ins 2018, þá var ekki tal­in ­með vinna við gerð og hönnun aug­lýs­inga. Þar af fékk útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins 37 millj­­ónir króna greitt fyrir aug­lýs­inga­birt­ingar og Árvak­­ur, útgef­andi Morg­un­­blaðs­ins og mbl.is, 21 milljón króna. Sam­an­lagt var það rétt tæp­­lega þriðj­ungur allra aug­lýs­inga­­kaupa ráðu­­neyta, ­rík­­is­­stofn­ana og rík­­is­­fyr­ir­tækja á tíma­bil­inu.

Auglýsing

Rík­­is­út­­varpið fékk greiddar rúmar tólf millj­­ónir og Sýn, sem á Stöð 2, ýmsar útvarps­­­stöðvar og vef­inn Vísi, fékk fimm millj­­ónir greiddar fyrir aug­lýs­inga­birt­ingar rík­­is­ins.

Aug­lýs­inga­­stofan Pipar er í þriðja sæti yfir þau fyr­ir­tæki sem fá mest greitt fyrir aug­lýs­inga­birt­ing­­ar, með átján millj­­ón­­ir. Það er vegna birt­ing­­ar­­þjón­­ustu fyr­ir­tæk­is­ins við rík­­is­­stofn­an­ir, einkum Háskóla Íslands. Pipar sér um aug­lýs­inga­­kaup fyrir við­­skipta­vini og greiðsl­­urnar dreifast því áfram á önn­ur ­fyr­ir­tæki.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent