Færri komast að en vilja í stjórn Icelandair

Sjö eru í framboði til stjórnar Icelandair Group, en fimm eru í stjórn.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Sjö eru í fram­boði til stjórnar Icelandair Group en aðal­fundur félags­ins fer fram á morg­un. Stjórnin er skipuð fimm manns og því má gera ráð fyrir spenn­andi kosn­ingu um stjórn­ar­sæti í félag­inu á morg­un. 

Í stjórn félags­ins í dag eru Úlfar Stein­dórs­son, for­mað­ur, Ómar Bene­dikts­son, Heiðrún Jóns­dótt­ir, Guð­mundur Haf­steins­son og Ást­hildur Othars­dótt­ir. 

Ást­hild­ur, sem er stjórn­ar­for­maður Mar­els, er ekki í kjöri til stjórn­ar, en aðrir stjórn­ar­menn bjóða fram krafta sína til áfram­hald­andi setu.

Auglýsing

Í fram­boði eru auk þeirra fjög­urra fyrr­nefndu þær Guðný Hans­dótt­ir, Svafa Grön­feldt og Þór­unn Reyn­is­dótt­ir. 

Icelandair hefur gengið í gegnum erf­iða tíma und­an­farin tvö ár. Á síð­ustu tólf mán­uðum hefur félagið fallið um rúm­lega 43 pró­sent að mark­aðsvirði, en það nemur um þessar mundir 42 millj­örðum króna, sem er langt undir eig­in­fjár­stöðu félags­ins. 

Eigið féð var í lok árs rúm­lega 470 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 56,8 millj­örðum króna. 

Rekst­ur­inn hefur verið þungur und­an­farin miss­eri og blikur á lofti í íslenskri ferða­þjón­ustu eftir mik­inn vöxt á und­an­förnum árum. Tap Icelandair á fjórða árs­fjórð­ungi síð­asta árs nam um 6,8 millj­örðum króna.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent