Icelandair fær 10 milljarða að láni

Fjármagnið kemur frá innlendri lánastofnun.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Icelandair Group hefur gengið frá samn­ingi um lán að fjár­hæð 80 millj­ónir banda­ríkja­dala, eða um 10 millj­arða króna, við inn­lenda lána­stofn­un, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Ekki er nánar til­greint um hvaða lána­stofnun er að ræða, en Íslands­banki hefur verið við­skipta­banki félags­ins hér á landi und­an­farin ár.

Sam­hliða verða tíu Boeing 757 flug­vélar í eigu félags­ins settar að veði til trygg­ingar greiðslu láns­ins. Láns­tími er til fimm ára. Gert er ráð fyrir að láns­fjár­hæðin verði nýtt sem hluta­greiðsla inn á útgefin skulda­bréf félags­ins, segir í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Rekstur Icelandair hefur verið þungur und­an­farið en félagið tap­aði 6,8 millj­örðum króna á fjórða fjórð­ungi síð­asta árs. Miklar sveiflur hafa verið á mark­aðsvirði félags­ins, sam­hliða samn­inga­við­ræðum helsta keppi­naut­ar­ins, WOW air, við banda­ríska félagið Indigo Partner­s. 

Í dag lækk­aði virði félags­ins um 9,66 pró­sent og nemur mark­aðsvirði félags­ins nú tæp­lega 37 millj­örð­um, en eigið fé félags­ins í lok árs í fyrra nam tæp­lega 60 millj­örð­um.

Stærstu hlut­hafar Icelandair eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna á 14 pró­sent hlut í félag­inu, Gildi líf­eyr­is­sjóður 8 pró­sent og Birta líf­eyr­is­sjóður 7,3 pró­sent, en þessir sjóðir eru þrír stærstu hlut­hafar félags­ins.

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent