Félagsmenn VR samþykkja verkfallsboðun

Félagsmenn VR samþykktu í dag verkfallsaðgerðir í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Verkfallsaðgerðir hefjast að öllu óbreyttu þann 22. mars næstkomandi.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Félags­menn í VR­ ­sam­þykktu í hádeg­inu í dag verk­falls­að­gerðir í hóp­bif­reiða­fyr­ir­tækjum á félags­svæð­i VR­ og gisti­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í Hvera­gerði. Frá þessu er greint á vef VR­.  

Rúm­lega helm­ing­ur, 52,25 pró­sent, sam­þykkt­u verk­falls­að­gerð­irnar en 45,33 pró­sent kusu á móti. Fjórtán manns tóku ekki afstöðu eða 2,42 pró­sent. Á kjör­skrá voru 959 félags­menn VR­ og alls greiddu 578 þeirra ­at­kvæði, sem þýðir að þátt­taka í ­at­kvæða­greiðsl­unn­i var um 60,27 pró­sent. Ein­faldur meiri­hluti dugði og því var til­lagan um boðun verk­falla sam­þykkt í atkvæða­greiðsl­unni.

Nú verði að setja fullan kraft í að klára ­samn­inga­við­ræður

Í til­kynn­ingu VR segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, nið­ur­stöð­una ekki koma sér á óvart.„Rétt­læt­is­til­finn­ingu félags­manna er mis­boðið en verk­fallsá­tök eru grafal­var­legur hlut­ur. Þetta er ákall um að nú verði að setja fullan kraft í að klára samn­inga­við­ræð­ur, annað væri ábyrgð­ar­leysi,“ segir Ragnar Þór. 

Auglýsing

Verk­falls­að­gerðir hefj­ast 22. mars 

Verk­­falls­að­­gerð­­irnar dreifast á 15 daga og fyrsta verk­­fallið er fyr­ir­hugað 22. mars og svo allt að fimm tveggja og þriggja daga verk­­falla fram að ótíma­bundnu verk­­falli 1. maí.

Verk­fallið gildir fyrir eft­ir­far­andi fyr­ir­tæki:

 • Foss­hótel Reykja­vík ehf.
 • Íslands­hótel hf.
 • Flug­leiða­hótel ehf.
 • Cabin ehf.
 • Hótel Saga ehf.
 • Mið­bæj­ar­hót­el/Center­hot­els ehf.
 • Hótel Klettur ehf.
 • Örkin Veit­ingar ehf.
 • Kea­hótel ehf.
 • Hótel Frón ehf.
 • Hótel 1919 ehf.
 • Hótel Óðinsvé hf.
 • Hótel Leifur Eiríks­son ehf.
 • Hótel Smári ehf.
 • Fjöru­kráin ehf. (Hotel Vik­ing)
 • Hótel Holt Hausti ehf.
 • Hót­el­keðjan ehf.
 • Capital­Hot­els ehf.
 • Kex Hostel
 • 101 (einn núll einn) hótel ehf

Félags­­­menn Efl­ingar hafa einnig sam­­þykkt verk­­falls­að­­gerðir í hót­­elum og hóp­bif­­reiðum

­Fé­lags­­­menn Efl­ingar sam­­þykktu boðun verk­­falla meðal starfs­­fólks á hót­­el­um, í rút­u­­fyr­ir­tækjum og hjá almenn­ings­vögnum Kynn­is­­ferða með meiri­hluta greiddra atkvæða á sunnu­dag­inn. Um 92 pró­­sent þeirra sem afstöðu tóku sam­­þykktu verk­­falls­­boð­an­irn­­ar.

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent