Félagsmenn VR samþykkja verkfallsboðun

Félagsmenn VR samþykktu í dag verkfallsaðgerðir í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Verkfallsaðgerðir hefjast að öllu óbreyttu þann 22. mars næstkomandi.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Félags­menn í VR­ ­sam­þykktu í hádeg­inu í dag verk­falls­að­gerðir í hóp­bif­reiða­fyr­ir­tækjum á félags­svæð­i VR­ og gisti­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í Hvera­gerði. Frá þessu er greint á vef VR­.  

Rúm­lega helm­ing­ur, 52,25 pró­sent, sam­þykkt­u verk­falls­að­gerð­irnar en 45,33 pró­sent kusu á móti. Fjórtán manns tóku ekki afstöðu eða 2,42 pró­sent. Á kjör­skrá voru 959 félags­menn VR­ og alls greiddu 578 þeirra ­at­kvæði, sem þýðir að þátt­taka í ­at­kvæða­greiðsl­unn­i var um 60,27 pró­sent. Ein­faldur meiri­hluti dugði og því var til­lagan um boðun verk­falla sam­þykkt í atkvæða­greiðsl­unni.

Nú verði að setja fullan kraft í að klára ­samn­inga­við­ræður

Í til­kynn­ingu VR segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, nið­ur­stöð­una ekki koma sér á óvart.„Rétt­læt­is­til­finn­ingu félags­manna er mis­boðið en verk­fallsá­tök eru grafal­var­legur hlut­ur. Þetta er ákall um að nú verði að setja fullan kraft í að klára samn­inga­við­ræð­ur, annað væri ábyrgð­ar­leysi,“ segir Ragnar Þór. 

Auglýsing

Verk­falls­að­gerðir hefj­ast 22. mars 

Verk­­falls­að­­gerð­­irnar dreifast á 15 daga og fyrsta verk­­fallið er fyr­ir­hugað 22. mars og svo allt að fimm tveggja og þriggja daga verk­­falla fram að ótíma­bundnu verk­­falli 1. maí.

Verk­fallið gildir fyrir eft­ir­far­andi fyr­ir­tæki:

 • Foss­hótel Reykja­vík ehf.
 • Íslands­hótel hf.
 • Flug­leiða­hótel ehf.
 • Cabin ehf.
 • Hótel Saga ehf.
 • Mið­bæj­ar­hót­el/Center­hot­els ehf.
 • Hótel Klettur ehf.
 • Örkin Veit­ingar ehf.
 • Kea­hótel ehf.
 • Hótel Frón ehf.
 • Hótel 1919 ehf.
 • Hótel Óðinsvé hf.
 • Hótel Leifur Eiríks­son ehf.
 • Hótel Smári ehf.
 • Fjöru­kráin ehf. (Hotel Vik­ing)
 • Hótel Holt Hausti ehf.
 • Hót­el­keðjan ehf.
 • Capital­Hot­els ehf.
 • Kex Hostel
 • 101 (einn núll einn) hótel ehf

Félags­­­menn Efl­ingar hafa einnig sam­­þykkt verk­­falls­að­­gerðir í hót­­elum og hóp­bif­­reiðum

­Fé­lags­­­menn Efl­ingar sam­­þykktu boðun verk­­falla meðal starfs­­fólks á hót­­el­um, í rút­u­­fyr­ir­tækjum og hjá almenn­ings­vögnum Kynn­is­­ferða með meiri­hluta greiddra atkvæða á sunnu­dag­inn. Um 92 pró­­sent þeirra sem afstöðu tóku sam­­þykktu verk­­falls­­boð­an­irn­­ar.

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent