Landsréttur frestar málum út vikuna

Landsréttur hefur ákveðið að fresta dómsmálum þar sem einhver hinna fjögurra dómara eiga sæti út þessa viku. Ákvörðunin er tekin í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu.

Landsréttur
Auglýsing

Lands­réttur hefur ákveðið að fresta dóms­málum þar sem ein­hver hinna fjög­urra dóm­ara, sem Sig­ríður Á. And­er­sen skip­aði í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt í stað þeirra fjög­urra sem sér­stök dóm­nefnd mat hæf­asta, eiga sæti í út þessa viku. Þetta stað­festir Björn L. Bergs­son, skrif­stofu­stjóri Lands­rétt­ar, í sam­tali við frétta­stofu RÚV. Máls­að­ilum hefur verið til­kynnt um ákvörð­un­ina.

Lands­réttur rýnir í dóm­inn

Greint var frá því í fréttum fyrr í dag að Ísland hefði tapað Lands­rétt­­ar­­mál­inu fyrir Mann­rétt­inda­­dóm­stólnum en Ísland braut gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­­mála Evr­­­ópu sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­­með­­­­­ferðar fyrir dómi í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mán­aða fang­elsi í Lands­rétti. Ástæðan er sú að mað­­­ur­inn fékk ekki rétt­láta máls­­­með­­­­­ferð fyrir Lands­rétti vegna þess að Arn­­­fríður Ein­­­ar­s­dótt­ir, sem er dóm­­­ari við rétt­inn, hafi ekki verið skipuð í hann með lög­­­­­mætum hætt­i. Sig­ríður til­­­­­nefndi dóm­­­ar­ana sem skip­aðir voru í Lands­rétt og Alþingi sam­­­þykkti þá skip­­­an.

Arn­­­­fríður var einn fjög­­­­urra umsækj­enda um emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt sem dóms­­­­mála­ráð­herra lagði til að yrði skipuð í stað þeirra fjög­­­­urra sem sér­­­­­­­stök dóm­­nefnd mat hæf­asta. Hæst­i­­réttur Íslands komst svo að þeirri nið­­ur­­stöðu í des­em­ber 2017 að dóms­­mála­ráð­herra hefði brotið stjórn­­­sýslu­lög með því að sinna ekki rann­­sókn­­ar­­skyldu sinni með nægj­an­­legum hætti þegar hún ákvað að skipta út þeim umsækj­endum sem metnir höfðu verið hæf­­astir af dóm­­nefnd­inni.

Auglýsing

Skrif­stofu­stjóri Lands­réttar sagði í sam­tali við RÚV að engar frek­ari ákvarð­anir hafi verið teknar innan Lands­réttar en verið sé að rýna í dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. 

Helga Vala Helga­dótt­ir, for­maður stjórn­skip­un­ar-og eft­ir­lits­nefndar sagði í sam­tali við Kjarn­ann í morgun að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra verði að víkja. Birgir Ármanns­­son, þing­­flokks­­for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, segir hins vegar dóm Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu breyta engu um stöðu dóms­­mála­ráð­herra. 

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent