Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir starf Landsréttar ekki í uppnámi

Birgir Ármannsson segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu breyta engu um stöðu dómsmálaráðherra. Hann er ósammála niðurstöðu dómsins.

Birgir Ármannsson
Birgir Ármannsson
Auglýsing

Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu breyta engu um stöðu Sig­ríðar Á. And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra. Frá þessu er greint á RÚV í dag.

Í frétt RÚV segir hann starf Lands­réttar ekki vera í upp­námi þar sem dóm­ur­inn hafi ekki bind­andi nið­ur­stöðu „nema að því leyti að íslenska ríkið þarf að greiða bæt­ur.“

Eins og fram hefur komið í fréttum þá tap­aði Ísland Lands­rétt­­ar­­mál­inu fyrir Mann­rétt­inda­­dóm­stólnum en Ísland braut gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­­mála Evr­­­ópu sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­­með­­­­­ferðar fyrir dómi í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mán­aða fang­elsi í Lands­rétti.

Auglýsing

Ósam­mála nið­ur­stöð­unni

Birgir segir í sam­tali við RÚV að nið­ur­staða meiri­hluta dóms­ins virð­ist í meg­in­at­riðum vera á sömu for­sendum og dómur Hæsta­réttar frá því í des­em­ber. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég er jafn ósam­mála þeirri nið­ur­stöðu og ég var nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar.“ Hann vekur jafn­framt athygli á sam­eig­in­legu sér­á­liti tveggja dóm­ara við mann­rétt­inda­dóm­stól­inn þar sem kom­ist sé að þver­öf­ugri nið­ur­stöðu og aðferð­ar­fræði meiri­hluta dóms­ins gagn­rýnd.

Birgir telur að dóm­ur­inn kalli á áfram­hald­andi umræður um hvernig eigi að haga skipan dóm­ara. Starf Lands­réttar sé ekki í upp­námi. „Hann hefur ekki bind­andi nið­ur­stöðu nema að því leyti að íslenska ríkið þarf að borga bæt­ur.“ Birgir seg­ist jafn­framt telja að dómur MDE breyti engu um stöðu Sig­ríð­ar. „Hún hefur gert grein fyrir sínum skoð­unum og afstöðu í þessu og staðið af sér van­traust vegna þessa máls.“

Helga Vala Helga­dótt­ir, for­­maður stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd­­ar, sagði aftur á móti í sam­tali við Kjarn­ann í morgun að hún teldi að Sig­ríður yrði að segja af sér strax í dag.

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent