Krónan styrkist og hlutabréf hækka

Fjármagn frá erlendum fjárfestum hefur leitt til þess að gengi krónunnar hefur styrkst að undanförnu.

Kauphöll
Auglýsing

Úrvals­vísi­tala hluta­bréfa­mark­að­ar­ins hækk­aði um 2,54 pró­sent í dag en öll félögin sem skráð eru á aðal­l­ista kaup­hall­ar­innar hækk­uðu, nem HB Grandi, sem lækk­aði um 2,2 pró­sent, Heima­vell­ir, sem lækk­uðu um 0,.79 pró­sent, og Reit­ir, sem lækk­uðu um 0,26 pró­sent. 

Erlendir fjár­festar halda áfram að kaupa hluta­bréf í Marel en gengi bréfa félags­ins hækk­uðu um 2,88 pró­sent í dag í við­skiptum upp á rúm­lega 1,3 millj­arða króna. 

Mark­aðsvirði félags­ins er nú um 330 millj­arðar króna og hefur virði félags­ins auk­ist um rúm­lega 30 pró­sent á einu ári. Til­kynnt hefur verið um að félagið vinni nú að skrán­ingu í Euro­next kaup­höll­ina í Amster­dam. 

Auglýsing

Erlendir hlut­hafar eiga nú orðið um 12 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu, en stærsti ein­staki hlut­haf­inn er Eyrir Invest með 27,8 pró­sent hlut.

Gengi krón­unnar hefur styrkst nokkuð und­an­farna tvo daga, en það styrkt­ist um 0,8 pró­sent gagn­vart evru og 0,8 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal. Evra kostar nú 133 krónur og Banda­ríkja­dalur 118 krón­ur. 

Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
Kjarninn 20. mars 2019
Guðbrandur Einarsson
Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.
Kjarninn 20. mars 2019
Ingrid Kuhlman
Uppskrift að hamingju frá eldri borgurum
Kjarninn 20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent