Félagsdómur úrskurðar örverkföll Eflingar ólögleg

Niðurstaðan er vonbrigði, segja forsvarsmenn Eflingar.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

Félags­dómur hefur úrskurðað örverk­föll Efl­ingar ólög­leg. Efl­ing stétt­ar­fé­lag segir í yfir­lýs­ingu að nið­ur­staðan sé von­brigði, en verk­föllin áttu að hefj­ast 18. mars.

„Það er mið­ur­ að félags­menn okkar fái ekki að nýta verk­falls­rétt­inn til fulls. Þessar aðgerðir eru hóf­samar og byggja á stig­mögnun frekar en að til fullra áhrifa komi strax,“ segir Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, í til­kynn­ingu. „En við hlítum að sjálf­sögðu þessum dómi og lærum af hon­um.“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að Efl­ing sé ekki að boki dottin þrátt fyrir nið­ur­stöð­una, en félags­menn Efl­ingar eru um 27 þús­und tals­ins, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef félags­ins. „Við erum hvergi af baki dottin og höldum ótrauð áfram með hefð­bundin verk­föll sem boðuð hafa verið og hefj­ast næst­kom­andi föstu­dag,“ segir Sól­veig Anna.

Auglýsing

Í boð­uð­u­m að­gerð­u­m stóð til að starfs­menn mynd­u ­leggja niður venju­bundna vinnu sína að ein­hverju leyt­i eins og ítar­lega var út­fært í verk­fallas­boð­un­um og til­kynnt ­um. „Sam­eig­in­legt mark­mið aðgerð­anna er að knýja á um gerð nýrra kjara­samn­inga við stefn­anda,“ segir í til­kynn­ingu frá Efl­ing­u. 

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent