Sólveig Anna: Algjört smámál að lækka laun

Formaður Eflingar segir að ekki sé erfitt að lækka laun, hvert á móti sé það mjög auðvelt. Hún gagnrýnir Friðrik Sophusson, stjórnarformann Íslandsbanka, fyrir að halda öðru fram.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir orð Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segir það ekkert smámál að gera breytingar á launum bankastjórans, Birnu Einarsdóttur.

Sólveig Anna segist ekki geta orða bundist í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. „Það var algjört smámál að lækka launin mín um 300.000 krónur. Þið mynduð ekki trúa því hvað það var auðvelt. Ég hugsaði um það í smá tíma og framkvæmdi svo. Bókstaflega svona einfalt,“ skrifar hún.

Hún tók á sig 300 þúsund króna launalækkun í október síðastliðnum en laun hennar fóru úr 1,170 þúsund krónum í 870 þúsund krónur á mánuði.

Auglýsing

Ég bið öll agalegs forláts en ég fæ ekki orða bundist á þessum fallega morgni þegar sjálft undursamlegt og blessað vorið...

Posted by Sólveig Anna Jónsdóttir on Friday, March 15, 2019

Kjarninn greindi frá þann 13. mars síðastliðinn að laun banka­stjóra rík­is­bank­anna, Íslands­banka og Lands­bank­ans, yrðu lækk­uð. Þetta kom fram í bréfi Lárusar Blön­dal, for­manns Banka­sýslu rík­is­ins, og Jóns Gunn­ars Gunn­ars­son­ar, for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Í bréf­inu segir að „frá og með 1. apríl n.k. verða laun Birnu Ein­­ar­s­dótt­­ur, banka­­stjóra Íslands­­­banka 3.650.000 kr. á mán­uði án hlunn­inda. Í þessu sam­­bandi er vert að benda á að laun banka­­stjóra án hlunn­inda, sem eru nú 4.200.000 kr. á mán­uði námu 3.850.000 kr. á mán­uði þegar rík­­is­­sjóður eign­að­ist allt hluta­fé í bank­an­um árið 2016.“

Telur sátt hafa ríkt um laun Birnu

Friðrik segir aftur á móti í Fréttablaðinu sátt hafa ríkt um laun Birnu innan stjórnar, hjá bankastjóranum og Bankasýslu ríkisins.

Hann benti á að laun Birnu hefðu lækkað að hennar frumkvæði um fjórtán prósent í upphafi árs. Með ákvörðuninni nú hefðu laun hennar lækkað um nærri fjórðung síðan ríkið eignaðist bankann. Launavísitalan hefði hækkað um tæp 23,6 prósent á sama tímabili.

„En okkur hefur þótt staða Íslandsbanka sérstök og öðruvísi en hjá öðrum því sögulega hefur bankinn ekkert verið í eigu ríkisins. Hann var ekki einn þeirra sem voru einkavæddir um síðustu aldamót og Íslandsbanki og forverar hans verið í eigu einkaaðila talsvert langt aftur í tímann. Bankinn starfar auðvitað á samkeppnismarkaði og sá markaður er alltaf að breytast og það hefur meðal annars ráðið launasetningunni hingað til,“ segir Friðrik.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent