Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum

Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.

Icelandair og WOW air
Auglýsing

Viðræðum forsvarsmanna Icelandair og WOW air, um mögulega sameiningu eða kaup fyrrnefnda félagsins á því síðarnefnda, á grundvelli þess að um fyrirtæki á fallandi fæti sé að ræða, er lokið. 

Forsvarsmenn félaganna funda nú með stjórnvöld, samkvæmt heimildum Kjarnans, þar sem farið er yfir niðurstöðuna í viðræðunum og næstu skref. 

Tilkynningar er að vænta síðar í dag, um niðurstöðuna.

Auglýsing

Eins og greint hefur verið frá, þá er staða WOW air fallvölt og hefur verið mánuðum saman. Viðræður félagsins, sem Skúli Mogensen á og stýrir, við bandaríska félagið Indigo Partners skiluðu ekki árangri. Í framhaldinu var tilkynnt - með tilkynningu Icelandair til kauphallar - um að WOW air og Icelandair myndu ræða saman um mögulega sameiningu eða kaup Icelandair á WOW air. 

Stjórnvöld sendu einnig frá sér tilkynningu, þar sem Icelandair sagði að viðræðurnar færu fram í samráði við stjórnvöld. 

Mikið er í húfi fyrir íslenskan efnahag, enda hefur WOW air verið í lykilhlutverki við uppgang í ferðaþjónustu á undanförnum árum. 

Úlfar Steindórsson, formaður stjórnar Icelandair, varðist frétta af viðræðunum þegar Kjarninn náði af honum tali, en staðfesti að nú ættu sér stað viðræður við stjórnvöld. 

Icelandair hefur gengið í gegnum erfiðan rekstrartíma að undanförnu, en félagið tapaði 6,8 millj-örðum króna á síðasta ársfjórðungi ársins 2018. Nýlega fékk félagið 80 milljónir Bandaríkjadala að láni, um 10 milljarða króna, til að endurfjármagna skuldir og styrkja rekstrargrunn félagsins. 

Þá hafa vandamál Boeing - vegna banns við notkun á 737 Max 8 vélum félagsins - sett strik í reikninginn, en félagið þurfti að taka þrjár vélar úr notkun vegna þessa. 

Eigið fé félagsins var hins vegar um 55 milljarðar króna, í lok árs í fyrra. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent