Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu

Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.

Morgunblaðið
Auglýsing

Alþingi borg­aði 1.171.560 krónur í áskrift að Morg­un­blað­inu árið 2018 og 508.032 krónur fóru í gagna­­safn mbl.­is. sem er lang­sam­lega hæsta upp­hæðin sem fór til fjöl­miðla í fyrra. Alþingi er með þrettán prentá­skriftir að Morg­un­blað­inu auk netá­skrifta. 

Þetta kemur fram í svari for­seta Alþing­is, Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, við fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manni Pírata um áskrift að dag­blöð­um, tíma­ritum og öðrum miðlum en um er að ræða kostn­að­ar­tölur við árið 2018.

Björn Leví lagði fram sömu fyr­ir­spurn­ina á alla tólf ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar sem og for­seta Alþingis í byrjun mars­mán­að­ar. Hann spurði hvaða dag­blöð­um, tíma­ritum og öðrum miðlum ráðu­neytin – og stofn­anir og aðrir aðilar sem heyra undir þau – væru í áskrift að, hversu margar áskriftir væru að hverjum miðli og hver heild­ar­fjár­hæð áskriftar væri á ári fyrir hvern mið­il.

Auglýsing

Í svari Stein­gríms kemur fram að Alþingi sé með ell­efu prentá­skriftir að DV, þrjár að Við­skipta­blað­inu auk netá­skrifta og eina netá­skrift að Stund­inni. Alþingi fær fimmtán ein­tök af Frétta­blað­inu og átta af Bænda­blað­inu auk raf­ræns aðgangs.

Mynd: Alþingi

Alþingi er með áskrift að sjö tíma­rit­um: Gest­gjaf­­an­um, Lækna­­blað­inu, Vís­bend­ingu, Tíma­­riti lög­­­fræð­inga, Tíma­riti Úlf­ljót­, Tíma­riti Skóg­rækt­ar­fé­lagi Íslands og Tíma­riti Ægis.

Jafn­framt er Alþingi áskrif­andi að öðrum miðlum á borð við gagna­safni mbl.is, lands­að­gang­i tíma­­rita og gagna­safna og heim­ilda­safni Fons Jur­is sem er aðgang­ur fyr­ir laga­­skrif­­stofu, nefnda­­svið og upp­­lýs­inga­þjón­­ustu.

Tvö fjöl­miðla­fyr­ir­tæki fá þriðj­ung af aug­lýs­ingafé rík­is­ins

Fram kom í frétt Kjarn­ans í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins að ráðu­­neyti, rík­­is­­stofn­­anir og fyr­ir­tæki á vegum hins opin­bera hefðu borgað tæpar 190 millj­­ónir króna fyrir birt­ingu aug­lýs­inga fyrstu tíu mán­uði síð­asta árs. Tvö fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki, útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins og Árvakur útgef­andi Morg­un­­blaðs­ins, fengu sam­tals tæp­­lega þriðj­ung fjár­­ins ­sem hið opin­bera eyddi í aug­lýs­inga­birt­ing­ar.

Kostn­aður hins opin­bera vegna aug­lýs­inga­birt­inga var 188 millj­­ónir fyrstu tíu mán­uði árs­ins 2018, þá var ekki tal­in ­með vinna við gerð og hönnun aug­lýs­inga. Þar af fékk útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins 37 millj­­ónir króna greitt fyrir aug­lýs­inga­birt­ingar og Árvak­­ur, útgef­andi Morg­un­­blaðs­ins og mbl.is, 21 milljón króna. Sam­an­lagt var það rétt tæp­­lega þriðj­ungur allra aug­lýs­inga­­kaupa ráðu­­neyta, ­rík­­is­­stofn­ana og rík­­is­­fyr­ir­tækja á tíma­bil­inu.

Rík­­is­út­­varpið fékk greiddar rúmar tólf millj­­ónir og Sýn, sem á Stöð 2, ýmsar útvarps­­­stöðvar og vef­inn Vísi, fékk fimm millj­­ónir greiddar fyrir aug­lýs­inga­birt­ingar rík­­is­ins.

Aug­lýs­inga­­stofan Pipar er í þriðja sæti yfir þau fyr­ir­tæki sem fá mest greitt fyrir aug­lýs­inga­birt­ing­­ar, með átján millj­­ón­­ir. Það er vegna birt­ing­­ar­­þjón­­ustu fyr­ir­tæk­is­ins við rík­­is­­stofn­an­ir, einkum Háskóla Íslands. Pipar sér um aug­lýs­inga­­kaup fyrir við­­skipta­vini og greiðsl­­urnar dreifast því áfram á önn­ur ­fyr­ir­tæki.

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent