Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu

Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.

Morgunblaðið
Auglýsing

Alþingi borg­aði 1.171.560 krónur í áskrift að Morg­un­blað­inu árið 2018 og 508.032 krónur fóru í gagna­­safn mbl.­is. sem er lang­sam­lega hæsta upp­hæðin sem fór til fjöl­miðla í fyrra. Alþingi er með þrettán prentá­skriftir að Morg­un­blað­inu auk netá­skrifta. 

Þetta kemur fram í svari for­seta Alþing­is, Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, við fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manni Pírata um áskrift að dag­blöð­um, tíma­ritum og öðrum miðlum en um er að ræða kostn­að­ar­tölur við árið 2018.

Björn Leví lagði fram sömu fyr­ir­spurn­ina á alla tólf ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar sem og for­seta Alþingis í byrjun mars­mán­að­ar. Hann spurði hvaða dag­blöð­um, tíma­ritum og öðrum miðlum ráðu­neytin – og stofn­anir og aðrir aðilar sem heyra undir þau – væru í áskrift að, hversu margar áskriftir væru að hverjum miðli og hver heild­ar­fjár­hæð áskriftar væri á ári fyrir hvern mið­il.

Auglýsing

Í svari Stein­gríms kemur fram að Alþingi sé með ell­efu prentá­skriftir að DV, þrjár að Við­skipta­blað­inu auk netá­skrifta og eina netá­skrift að Stund­inni. Alþingi fær fimmtán ein­tök af Frétta­blað­inu og átta af Bænda­blað­inu auk raf­ræns aðgangs.

Mynd: Alþingi

Alþingi er með áskrift að sjö tíma­rit­um: Gest­gjaf­­an­um, Lækna­­blað­inu, Vís­bend­ingu, Tíma­­riti lög­­­fræð­inga, Tíma­riti Úlf­ljót­, Tíma­riti Skóg­rækt­ar­fé­lagi Íslands og Tíma­riti Ægis.

Jafn­framt er Alþingi áskrif­andi að öðrum miðlum á borð við gagna­safni mbl.is, lands­að­gang­i tíma­­rita og gagna­safna og heim­ilda­safni Fons Jur­is sem er aðgang­ur fyr­ir laga­­skrif­­stofu, nefnda­­svið og upp­­lýs­inga­þjón­­ustu.

Tvö fjöl­miðla­fyr­ir­tæki fá þriðj­ung af aug­lýs­ingafé rík­is­ins

Fram kom í frétt Kjarn­ans í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins að ráðu­­neyti, rík­­is­­stofn­­anir og fyr­ir­tæki á vegum hins opin­bera hefðu borgað tæpar 190 millj­­ónir króna fyrir birt­ingu aug­lýs­inga fyrstu tíu mán­uði síð­asta árs. Tvö fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki, útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins og Árvakur útgef­andi Morg­un­­blaðs­ins, fengu sam­tals tæp­­lega þriðj­ung fjár­­ins ­sem hið opin­bera eyddi í aug­lýs­inga­birt­ing­ar.

Kostn­aður hins opin­bera vegna aug­lýs­inga­birt­inga var 188 millj­­ónir fyrstu tíu mán­uði árs­ins 2018, þá var ekki tal­in ­með vinna við gerð og hönnun aug­lýs­inga. Þar af fékk útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins 37 millj­­ónir króna greitt fyrir aug­lýs­inga­birt­ingar og Árvak­­ur, útgef­andi Morg­un­­blaðs­ins og mbl.is, 21 milljón króna. Sam­an­lagt var það rétt tæp­­lega þriðj­ungur allra aug­lýs­inga­­kaupa ráðu­­neyta, ­rík­­is­­stofn­ana og rík­­is­­fyr­ir­tækja á tíma­bil­inu.

Rík­­is­út­­varpið fékk greiddar rúmar tólf millj­­ónir og Sýn, sem á Stöð 2, ýmsar útvarps­­­stöðvar og vef­inn Vísi, fékk fimm millj­­ónir greiddar fyrir aug­lýs­inga­birt­ingar rík­­is­ins.

Aug­lýs­inga­­stofan Pipar er í þriðja sæti yfir þau fyr­ir­tæki sem fá mest greitt fyrir aug­lýs­inga­birt­ing­­ar, með átján millj­­ón­­ir. Það er vegna birt­ing­­ar­­þjón­­ustu fyr­ir­tæk­is­ins við rík­­is­­stofn­an­ir, einkum Háskóla Íslands. Pipar sér um aug­lýs­inga­­kaup fyrir við­­skipta­vini og greiðsl­­urnar dreifast því áfram á önn­ur ­fyr­ir­tæki.

Basil hassan
Dani undirbjó mörg hryðjuverk
Tilviljun réði því að hryðjuverk, sem Dani að nafni Basil Hassan undirbjó, mistókst. Ætlunin var að granda farþegaþotu. Basil Hassan hafði, ásamt samverkamönnum sínum, mörg slík hryðjuverk í hyggju.
Kjarninn 21. apríl 2019
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn.
Skert aðgengi fyrir flóttafólk að íslensku menntakerfi
Af 82 flóttamönnum sem tóku þátt í þarfagreiningu Rauða krossins í Reykjavík eru einungis 5% í námi, en 43% eiga í erfiðleikum með að komast í nám.
Kjarninn 20. apríl 2019
Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent