Skipasmíðastöð gerir kröfu um viðbótargreiðslu fyrir Nýja Herjólf

Crist S.A. í Póllandi gerir viðbótarkröfu sem hljóðar upp á um 8,9 milljónir evra eða ríflega 1,2 milljarða króna. Vegagerðin hafnar kröfunni og er nú í þreifingum við skipasmíðastöðina til að gera grein fyrir þeirra afstöðu.

Nýi Herjólfur
Nýi Herjólfur
Auglýsing

Skipa­smíða­stöðin Crist S.A. í Pól­landi sem smíðar nýjan Herj­ólf hefur skyndi­lega á loka­metrum verks­ins kraf­ist við­bót­ar­greiðslu sem nemur nærri þriðj­ungi af heild­ar­verði skips­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Vega­gerð­inni sem send var til fjöl­miðla í dag.

­Vega­gerðin hefur hafnað þess­ari kröfu og bíða nú eftir við­brögðum frá skipa­smíða­stöð­inni. Sam­kvæmt Vega­gerð­inni er engin stoð í samn­ingi aðila fyrir þess­ari kröfu skipa­smíða­stöðv­ar­inn­ar.

Upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­innar segir í sam­tali við Kjarn­ann að þau séu nú í þreif­ingum við skipa­smíða­stöð­ina til þess að gera betur grein fyrir þeirra afstöðu. Hann seg­ist reikna með að áfram verði unnið að samn­ingum milli Vega­gerð­ar­innar og skipa­smíða­stöðv­ar­inn­ar.

Auglýsing

Miklar tafir á verk­inu

Samn­ingur aðila kvað á um smíða­verð upp á 26.250.000 evr­ur. Síðan hefur verið samið um fjölda auka­verka, þar á meðal fulla raf­væð­ingu Herj­ólfs, alls upp á 3.492.257 evr­ur. Í til­kynn­ing­unni frá Vega­gerð­inni kemur fram að skrif­legir samn­ingar séu til um öll þessi auka­verk. 

Tafir hafa orðið miklar þrátt fyrir að í samn­ingum um auka­verk hafi verið samið um lengdan verk­tíma. Tafa­bætur nema núna ríf­lega einni og hálfri milljón evra, sam­kvæmt útreikn­ingum Vega­gerð­ar­inn­ar.

Samn­ings­upp­hæðin ásamt samn­ingum um auka­verk, ef horft er fram­hjá tafa­bót­um, gera loka­verð upp á rétt ríf­lega 29,7 millj­ónir evra eða um 4 millj­arða króna á geng­inu í dag.

Krafan um við­bót­ar­greiðslu ríf­lega 1,2 millj­arðar króna

Skipa­smíða­stöðin gerir nú hins vegar kröfu upp á heild­ar­verð sem nemur 38.430.000 evrum eða ríf­lega 5,2 millj­örðum króna. Krafan um við­bót­ar­greiðslu, sem ekki hefur verið nefnd fyrr en nú, hljóðar upp á um 8,9 millj­ónir evra eða ríf­lega 1,2 millj­arða króna á gengi dags­ins.

Upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­innar segir í sam­tali við Kjarn­ann að það hafi komið mik­ið á óvart að á loka­stigum væri gerð þessi krafa um upp­hæð sem nemur um þriðj­ungi heild­ar­verðs­ins. Í til­kynn­ing­unni kemur fram að þetta hafi sér­stak­lega komið á óvart þar sem smíða­samn­ing­ur­inn sé alveg skýr í þessum efnum og á fundum með skipa­smíða­stöð­inni hafi þetta aldrei verið nefnt.

Skipa­smíða­stöðin ber fyrir sig að hönnun skips­ins hafi breyst sem feli í sér auk­inn kostn­að. Í til­kynn­ingu Vega­gerð­ar­innar kemur fram að líkt og venjan sé þegar samið er við skipa­smíða­stöð um smíði skips sem hefur verið for­hannað þá hafi Crist S.A. tekið yfir fulla og ótak­mark­aða ábyrgð á hönnun skips­ins þegar samið var um smíð­ina. 

Skipið lengt

Skipið var lengt um 1,8 metra eftir að skipa­smíða­stöðin komst að því að skipið myndi verða þyngra en þeir höfðu áætlað og þeir gætu ekki staðið við ákvæði samn­ings­ins varð­andi djúp­ristu og burð­ar­getu. Crist S.A. gerði til­lögu að leng­ingu skips­ins til þess að geta staðið við samn­ing­inn og var fall­ist á það.

Sam­tímis var í sam­ráði við Vega­gerð­ina ákveðið að breyta stefni skips­ins til að minnka mót­stöð­una til að vega upp á móti auk­inni mót­stöðu við leng­ing­una og aukna djúp­ristu.

Við­auka­samn­ingur var gerður um leng­ing­una þann 7. sept­em­ber árið 2017. Þá var ákvæðum samn­ings­ins sem lúta að stærð og djúp­ristu breytt og jafn­framt var afhend­ing­ar­tími skips­ins lengdur frá 20. júní 2018 til 1. ágúst sama ár. Öll önnur ákvæði samn­ings­ins voru óbreytt þar á meðal verð en farið var eftir ákvæðum samn­ings­ins um ábyrgð Crist S.A. á hönnun skips­ins, segir í til­kynnningu Vega­gerð­ar­inn­ar. 

Crist S.A. ­gerði hvergi í við­ræðum kröfu um auka­verð

Sam­kvæmt Vega­gerð­inni gerði Crist S.A. hvergi í við­ræðum við stöð­ina, fund­ar­gerð­um, bréfum eða öðrum gögnum kröfu um auka­verð vegna þess­ara breyt­inga eða ann­arra fyrr en með bréfi þann 25. febr­úar á þessu ári. 

„Það er því á engan hátt mögu­legt fyrir Vega­gerð­ina að ganga að kröfu skipa­smíða­stöðv­ar­innar um við­bót­ar­greiðslu sem nemur stórum hluta af heild­ar­verð­inu, sem stenst á engan hátt samn­inga aðila um smíði ferj­unnar og sem hefur ekki verið nefnt fyrr en fyrir um mán­uði síð­an,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent