Skipasmíðastöð gerir kröfu um viðbótargreiðslu fyrir Nýja Herjólf

Crist S.A. í Póllandi gerir viðbótarkröfu sem hljóðar upp á um 8,9 milljónir evra eða ríflega 1,2 milljarða króna. Vegagerðin hafnar kröfunni og er nú í þreifingum við skipasmíðastöðina til að gera grein fyrir þeirra afstöðu.

Nýi Herjólfur
Nýi Herjólfur
Auglýsing

Skipa­smíða­stöðin Crist S.A. í Pól­landi sem smíðar nýjan Herj­ólf hefur skyndi­lega á loka­metrum verks­ins kraf­ist við­bót­ar­greiðslu sem nemur nærri þriðj­ungi af heild­ar­verði skips­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Vega­gerð­inni sem send var til fjöl­miðla í dag.

­Vega­gerðin hefur hafnað þess­ari kröfu og bíða nú eftir við­brögðum frá skipa­smíða­stöð­inni. Sam­kvæmt Vega­gerð­inni er engin stoð í samn­ingi aðila fyrir þess­ari kröfu skipa­smíða­stöðv­ar­inn­ar.

Upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­innar segir í sam­tali við Kjarn­ann að þau séu nú í þreif­ingum við skipa­smíða­stöð­ina til þess að gera betur grein fyrir þeirra afstöðu. Hann seg­ist reikna með að áfram verði unnið að samn­ingum milli Vega­gerð­ar­innar og skipa­smíða­stöðv­ar­inn­ar.

Auglýsing

Miklar tafir á verk­inu

Samn­ingur aðila kvað á um smíða­verð upp á 26.250.000 evr­ur. Síðan hefur verið samið um fjölda auka­verka, þar á meðal fulla raf­væð­ingu Herj­ólfs, alls upp á 3.492.257 evr­ur. Í til­kynn­ing­unni frá Vega­gerð­inni kemur fram að skrif­legir samn­ingar séu til um öll þessi auka­verk. 

Tafir hafa orðið miklar þrátt fyrir að í samn­ingum um auka­verk hafi verið samið um lengdan verk­tíma. Tafa­bætur nema núna ríf­lega einni og hálfri milljón evra, sam­kvæmt útreikn­ingum Vega­gerð­ar­inn­ar.

Samn­ings­upp­hæðin ásamt samn­ingum um auka­verk, ef horft er fram­hjá tafa­bót­um, gera loka­verð upp á rétt ríf­lega 29,7 millj­ónir evra eða um 4 millj­arða króna á geng­inu í dag.

Krafan um við­bót­ar­greiðslu ríf­lega 1,2 millj­arðar króna

Skipa­smíða­stöðin gerir nú hins vegar kröfu upp á heild­ar­verð sem nemur 38.430.000 evrum eða ríf­lega 5,2 millj­örðum króna. Krafan um við­bót­ar­greiðslu, sem ekki hefur verið nefnd fyrr en nú, hljóðar upp á um 8,9 millj­ónir evra eða ríf­lega 1,2 millj­arða króna á gengi dags­ins.

Upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­innar segir í sam­tali við Kjarn­ann að það hafi komið mik­ið á óvart að á loka­stigum væri gerð þessi krafa um upp­hæð sem nemur um þriðj­ungi heild­ar­verðs­ins. Í til­kynn­ing­unni kemur fram að þetta hafi sér­stak­lega komið á óvart þar sem smíða­samn­ing­ur­inn sé alveg skýr í þessum efnum og á fundum með skipa­smíða­stöð­inni hafi þetta aldrei verið nefnt.

Skipa­smíða­stöðin ber fyrir sig að hönnun skips­ins hafi breyst sem feli í sér auk­inn kostn­að. Í til­kynn­ingu Vega­gerð­ar­innar kemur fram að líkt og venjan sé þegar samið er við skipa­smíða­stöð um smíði skips sem hefur verið for­hannað þá hafi Crist S.A. tekið yfir fulla og ótak­mark­aða ábyrgð á hönnun skips­ins þegar samið var um smíð­ina. 

Skipið lengt

Skipið var lengt um 1,8 metra eftir að skipa­smíða­stöðin komst að því að skipið myndi verða þyngra en þeir höfðu áætlað og þeir gætu ekki staðið við ákvæði samn­ings­ins varð­andi djúp­ristu og burð­ar­getu. Crist S.A. gerði til­lögu að leng­ingu skips­ins til þess að geta staðið við samn­ing­inn og var fall­ist á það.

Sam­tímis var í sam­ráði við Vega­gerð­ina ákveðið að breyta stefni skips­ins til að minnka mót­stöð­una til að vega upp á móti auk­inni mót­stöðu við leng­ing­una og aukna djúp­ristu.

Við­auka­samn­ingur var gerður um leng­ing­una þann 7. sept­em­ber árið 2017. Þá var ákvæðum samn­ings­ins sem lúta að stærð og djúp­ristu breytt og jafn­framt var afhend­ing­ar­tími skips­ins lengdur frá 20. júní 2018 til 1. ágúst sama ár. Öll önnur ákvæði samn­ings­ins voru óbreytt þar á meðal verð en farið var eftir ákvæðum samn­ings­ins um ábyrgð Crist S.A. á hönnun skips­ins, segir í til­kynnningu Vega­gerð­ar­inn­ar. 

Crist S.A. ­gerði hvergi í við­ræðum kröfu um auka­verð

Sam­kvæmt Vega­gerð­inni gerði Crist S.A. hvergi í við­ræðum við stöð­ina, fund­ar­gerð­um, bréfum eða öðrum gögnum kröfu um auka­verð vegna þess­ara breyt­inga eða ann­arra fyrr en með bréfi þann 25. febr­úar á þessu ári. 

„Það er því á engan hátt mögu­legt fyrir Vega­gerð­ina að ganga að kröfu skipa­smíða­stöðv­ar­innar um við­bót­ar­greiðslu sem nemur stórum hluta af heild­ar­verð­inu, sem stenst á engan hátt samn­inga aðila um smíði ferj­unnar og sem hefur ekki verið nefnt fyrr en fyrir um mán­uði síð­an,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent