Verðbólgan aftur komin undir þrjú prósent

Verðbólga hækkaði á síðustu mánuðum ársins 2018 eftir að hafa verið undir verðbólgumarkmiði í meira en fjögur ár. Nú hefur hún lækkað aftur þrjá mánuði í röð og mælist 2,9 prósent.

Þróun verðbólgu hefur mikil áhrif á húsnæðislán þorra landsmanna.
Þróun verðbólgu hefur mikil áhrif á húsnæðislán þorra landsmanna.
Auglýsing

Árs­verð­bólga mælist nú 2,9 pró­sent, sam­kvæmt nýjum tölum um þróun vísi­tölu neyslu­verðs sem Hag­stofa Íslands birti í morg­un. Það er nán­ast sama verð­bólga og mæld­ist fyrir ári síð­an, í mars 2018, þegar hún var 2,8 pró­sent.

Verð­bólgan hækk­aði skarpt á síð­ari hluta árs­ins 2018 og mæld­ist 3,7 pró­sent í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Hún hefur hins vegar hjaðnað hratt síðan og er nú undir þremur pró­sentu­stigum á ný, en árs­verð­bólgan mæld­ist síð­ast undir því marki í októ­ber síð­ast­liðn­um.  

Verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands er 2,5 pró­sent. Vel hefur gengið á und­an­förnum árum að halda verð­bólg­unni undir því mark­miði. Verð­bólgan fór undir 2,5 pró­sent mark­miðið í febr­úar 2014 og hélst þar þangað til í mars í fyrra.

Auglýsing

Frá febr­úar 2014 hefur verð­bólga mælst þrjú pró­sent eða hér­lendis í fjóra mán­uði, þ.e. frá nóv­em­ber 2018 og fram í febr­úar síð­ast­lið­inn.

Í frétt Hag­stof­unnar um hækkum á vísi­tölu neyslu­verðs segir að hún hafi hækkað um 0,52 pró­sent á milli mán­aða. Þar skipti mestu að vetr­ar­út­sölum sé nú lokið og því hafi verð á fötum og skóm hækkað um 9,5 pró­sent milli mán­aða. Þá hækk­aði verð á elds­neyti um 1,8 pró­sent og flug­far­gjöld um 5,4 pró­sent.

Verð­bólga hefur áhrif á lán heim­ila

Þróun verð­bólgu skiptir íslensk heim­ili miklu máli þar sem þorri lána þeirra eru verð­tryggð. Það þýðir að þróun verð­bólgu hefur áhrif á þróun lána þeirra. Því meiri verð­bólga því hærri verð­bætur leggj­ast á lán­in, og því meira þarf að greiða til baka af höf­uð­stól þess.

Í skýrslu sem Íslands­banki vann og birti í októ­ber í fyrra kom fram að 77 pró­sent heild­ar­skulda íslenskra heim­ila væru verð­tryggð­ar.

Slík lán hafa verið hag­kvæm­asti kost­ur­inn sem boð­ist hefur íslenskum neyt­endum á und­an­förnum árum þar sem verð­bólga hef­ur, líkt og áður sagði, að mestu verið við eða undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miðum Seðla­banka Íslands síð­ast­lið­inn fimm ár.

Sam­hliða hafa láns­kjör batnað umtals­vert, þótt þau séu enn langt frá því að vera á pari við það sem er í boði hjá öðrum þjóðum sem Ísland ber sig saman við. Þannig eru vextir á ódýr­ustu verð­tryggðu lán­unum sem bera breyti­lega vexti nú 2,15 pró­sent og alls bjóða níu íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sjóðs­fé­lögum sínum slík lán með vöxtum sem eru undir þremur pró­sent­um.

Verð­tryggðir breyti­legir vextir hjá bönk­unum þremur eru hins vegar á bil­inu 3,55 til 3,89 pró­sent. Ódýr­astir hjá rík­is­bank­anum Lands­banka og dýr­astir hjá hinum rík­is­bank­an­um, Íslands­banka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent