Forsætisráðherra segir viðbragðsáætlun hafa virkjast við fall WOW air

Katrín Jakobsdóttir fékk upplýsingar um stöðu WOW air um miðnætti í gær. Sérstakur viðbragðshópur stjórnvalda fundaði strax í morgun. Hún segir hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fylgir því að WOW air hafi hætt starfsemi.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

„Seint í gærkvöldi hafði ég spurnir af því að þetta gæti horft til verri vegar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um hvenær hún hefði fengið upplýsingar um stöðu WOW air, sem hætti starfsemi snemma í morgun.

Katrín segir í samtali við Kjarnann að hún hefði fengið tölvupóst um miðnætti um að búið væri að kyrrsetja vélar WOW air í Kanada og Bandaríkjunum. Í tölvupóstinum voru líka upplýsingar um að nýir möguleikar væru til staðar hjá WOW air sem gætu tryggt áframhaldandi starfsemi flugfélagsins. „Snemma í morgun fékk ég staðfestingu á því að það stefndi í að flugfélagið myndi skila inn leyfinu.“

Katrín segir að stjórnvöld hafi verið með sérstakan viðbúnaðarhóp undirbúin mánuðum saman ef að þessi staða kæmi upp. Það væri hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda. Sá hópur var ræstur út og fundaði strax í morgun  en helsta hlutverk hans er að koma farþegum WOW air sem eru strandaglópar á milli staða. Katrín segir að um sé að ræða um fjögur þúsund farþega sem séu hér og þar í heiminum.

Auglýsing
Á meðal þess sem hefur gerst það sem af er degi, sem er hluti af þeim viðbrögðum, er að bæði Icelandair og Easy Jet bjóða nú upp á sérstök kjör fyrir þá sem eru strandaglópar með WOW air flugmiða í Evrópu eða Norður-Ameríku. Hjá Icelandair er boðið upp á sérstök kjör á Economy Standard fyrir alla farþega sem eiga miða heim frá 28. mars til 11. apríl. Fast gjald frá Evrópu eru 60 dalir með tösku, um 7.300 krónur fyrir utan skatta og gjöld, og frá Norður-Ameríku er það 100 dalir, um 12.200 krónur fyrir utan skatta og gjöld.

Kom ekki til greina að ríkið kæmi að WOW air

Fjölmiðlar hafa greint frá því að undanförnu að WOW air hafi falast eftir ríkisaðstoð vegna stöðu sinnar og Skúli Mogensen, fráfarandi forstjóri og eigandi WOW air, hefur vísað í þá aðstoð sem Icelandair hefur fengið í gegnum tíðina frá hinu opinbera til að rökstyðja þá kröfu.

Katrín segir að það hafi ekki borist nein beiðni frá WOW air á lokametrunum í tilveru flugfélagsins um fjárhagsaðstoð. Samskipti stjórnvalda við WOW air hafi að mestu farið fram í gegnum Samgöngustofu og Isavia. „Það lá samt fyrir að stjórnvöld voru ekki að fara að setja opinbert fé inn í þennan rekstur,“ segir Katrín.

Hún segir að farið hafi verið yfir hina svokölluðu Air Berlin- sviðsmynd, en þýsk stjórnvöld stigu inn með fjármagn þegar það félag var á leiðinni í þrot haustið 2017 og lögðu skiptastjóra félagsins til fé til að halda rekstrinum gangandi þangað til að Lufthansa tæki yfir hluta hans. Forsætisráðherra segir að það hafi hins vegar ekki þótt verjandi að stíga inn í jafn áhættusaman rekstur með þeim hætti og því hafi það ekki verið raunhæfur valkostur.

Áfall starfsfólks stóra málið

Aðspurð um hvort að búið sé að greina áhrifin á íslenska efnahagskerfið segir Katrín að það hafi verið fylgst vel með þróun mála. „Við teljum að hagkerfið sé vel í stakk búið til að takast á við þessa áskorun. Stóra málið í mínum huga er áfallið sem starfsfólk WOW air hefur orðið fyrir og aðrir sem byggt hafa afkomu sína á starfsemi flugfélagsins.“

Hún bendir á að það sé svigrúm í rekstri ríkissjóðs, sem áætlanir hafa gert ráð fyrir að skili umtalsverðum afgangi, til að takast á við breytingar á tekjum hins opinbera. Auk þess hafi verið ráðist í það í fyrra að hækka bætur úr ábyrgðarsjóði launa og atvinnuleysisbætur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent