Ekki tókst að kjósa lögmæta stjórn Eimskips

Ekki tókst að kjósa lögmæta stjórn Eimskips á aðalfundi félagsins í gær. Lífeyrissjóðirnir studdu tvo karlkyns frambjóðendur en Samherji, stærsti einstaki hluthafinn, aðra tvo karla. Niðurstaðan uppfyllti ekki skilyrði um kynjakvóta.

Eimskip
Auglýsing

Ekki tókst að kjósa lög­mæta stjórn í Eim­skip á aðal­fundi félags­ins sem fram fór í gær. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands, þar sem fjallað er um nið­ur­stöður aðal­fund­ar­ins, segir að gengið hafi verið til kosn­inga í aðal­stjórn Eim­skips en að nið­ur­staðan hafi verið sú að „ekki tókst að kjósa lög­mæta stjórn og því úrskurð­aði fund­ar­stjóri að fresta fund­inum til fram­halds­að­al­fundar sem hald­inn verður innan mán­að­ar.“

Við­mæl­endur Kjarn­ans úr hópi hlut­hafa segja að ástæðan hafi verið þrá­tefli vegna nið­ur­stöðu kosn­inga milli þeirra sex ein­stak­linga sem sótt­ust eftir fimm aðal­stjórn­ar­sæt­um.

Fjórir karlar og tvær konur

Tvær kon­ur, Guð­rún Blön­dal og Hrund Rúd­ólfs­dótt­ir, buðu sig fram og voru því í reynd sjálf­kjörnar vegna laga um kynja­kvóta í stjórnum félaga sem eru með fleiri en 50 starfs­menn sem segja að hlut­fall hvors kyns í stjórn sé ekki undir 40 pró­sent.

Auglýsing
Fjórir karlar sótt­ust eftir þeim þremur stjórn­ar­sætum sem eftir vor­u. Ann­ars vegar var um að ræða Lárus L. Blön­dal lög­mann og Vil­hjálm Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi for­stjóra HB Granda, sem nutu stuðn­ings íslenskra líf­eyr­is­sjóða sem eiga sam­tals rúm­lega helm­ing allra hluta­bréfa í Eim­skip. Hins vegar voru boðnir fram Bald­vin Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar hjá Sam­herja og sonur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra og eins eig­anda Sam­herja, og Óskar Magn­ús­son, sem gegnt hefur margs­konar trún­að­ar­störfum fyrir eig­endur Sam­herja í gegnum tíð­ina og situr í stjórn fjöl­marga félaga sem tengj­ast sam­stæð­unni. Sam­herji, sem er stærsta útgerð­ar­fé­lag lands­ins og er í ýmiss konar öðrum fjár­fest­ingum í óskyldum grein­um, á 27,1 pró­sent hlut í Eim­skip og er stærsti ein­staki eig­andi félags­ins.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans fór stjórn­ar­kjörið þannig að allir stærstu hlut­hafar félags­ins settu atkvæði sín á karl­anna fjóra sem voru í fram­boði, enda ljóst að kon­urnar tvær voru sjálf­kjörnar hvernig sem fer. Nið­ur­staðan var sú að Lárus fékk flest atkvæði og Vil­hjálmur næst flest. Bald­vin, sem hefur verið stjórn­ar­for­maður Eim­skips frá því í sept­em­ber í fyrra, lenti í þriðja sæti og Óskar í því fjórða. Hann neit­aði hins vegar að víkja og því var ekki hægt að kjósa lög­lega stjórn sem upp­fyllti skil­yrði laga um kynja­kvóta. Því þarf að halda fram­halds­að­al­fund innan mán­aðar til að reyna aft­ur.

Sam­herji hefði verið með tögl og hagldir

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem áttu full­trúa á fund­inum segja að það hafi verið upp­lifun margra að Sam­herji væri að gera til­raun til þess að ná meiri­hluta í stjórn­inni á grund­velli 27,1 pró­sent eign­ar­hluta félags­ins. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi hins vegar spyrnt á móti því og haft bet­ur.

Sam­herji keypti um fjórð­ungs­hlut í Eim­skip í fyrra­sumar og í sept­em­ber 2018 var hald­inn hlut­hafa­fundur til að kjósa nýja stjórn. Á þeim fundi tók Bald­vin Þor­steins­son við stjórn­ar­taumunum og Guð­rún Blön­dal var kjörin ný í stjórn. Þótt Guð­rún byði sig fram sem óháður stjórn­ar­maður þá naut hún stuðn­ings Sam­herja í starfið í haust.

Á aðal­fund­inum í gær, hefði Óskar verið kjör­inn til stjórn­ar­starfa ásamt Bald­vini, væri Sam­herji því að bæta við sig stjórn­ar­manni að mati ýmissa stórra hlut­hafa. Þá væri Sam­herji með meiri­hluta stjórn­ar­manna, vara­menn í stjórn og for­stjóra félags­ins, en í jan­úar síð­ast­liðnum var Vil­helm Már Þor­­steins­­son, frændi stjórn­­­ar­­for­­manns­ins og eig­enda Sam­herja, ráð­inn í starf for­­stjóra Eim­­skips.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent