Ekki tókst að kjósa lögmæta stjórn Eimskips

Ekki tókst að kjósa lögmæta stjórn Eimskips á aðalfundi félagsins í gær. Lífeyrissjóðirnir studdu tvo karlkyns frambjóðendur en Samherji, stærsti einstaki hluthafinn, aðra tvo karla. Niðurstaðan uppfyllti ekki skilyrði um kynjakvóta.

Eimskip
Auglýsing

Ekki tókst að kjósa lög­mæta stjórn í Eim­skip á aðal­fundi félags­ins sem fram fór í gær. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands, þar sem fjallað er um nið­ur­stöður aðal­fund­ar­ins, segir að gengið hafi verið til kosn­inga í aðal­stjórn Eim­skips en að nið­ur­staðan hafi verið sú að „ekki tókst að kjósa lög­mæta stjórn og því úrskurð­aði fund­ar­stjóri að fresta fund­inum til fram­halds­að­al­fundar sem hald­inn verður innan mán­að­ar.“

Við­mæl­endur Kjarn­ans úr hópi hlut­hafa segja að ástæðan hafi verið þrá­tefli vegna nið­ur­stöðu kosn­inga milli þeirra sex ein­stak­linga sem sótt­ust eftir fimm aðal­stjórn­ar­sæt­um.

Fjórir karlar og tvær konur

Tvær kon­ur, Guð­rún Blön­dal og Hrund Rúd­ólfs­dótt­ir, buðu sig fram og voru því í reynd sjálf­kjörnar vegna laga um kynja­kvóta í stjórnum félaga sem eru með fleiri en 50 starfs­menn sem segja að hlut­fall hvors kyns í stjórn sé ekki undir 40 pró­sent.

Auglýsing
Fjórir karlar sótt­ust eftir þeim þremur stjórn­ar­sætum sem eftir vor­u. Ann­ars vegar var um að ræða Lárus L. Blön­dal lög­mann og Vil­hjálm Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi for­stjóra HB Granda, sem nutu stuðn­ings íslenskra líf­eyr­is­sjóða sem eiga sam­tals rúm­lega helm­ing allra hluta­bréfa í Eim­skip. Hins vegar voru boðnir fram Bald­vin Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar hjá Sam­herja og sonur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra og eins eig­anda Sam­herja, og Óskar Magn­ús­son, sem gegnt hefur margs­konar trún­að­ar­störfum fyrir eig­endur Sam­herja í gegnum tíð­ina og situr í stjórn fjöl­marga félaga sem tengj­ast sam­stæð­unni. Sam­herji, sem er stærsta útgerð­ar­fé­lag lands­ins og er í ýmiss konar öðrum fjár­fest­ingum í óskyldum grein­um, á 27,1 pró­sent hlut í Eim­skip og er stærsti ein­staki eig­andi félags­ins.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans fór stjórn­ar­kjörið þannig að allir stærstu hlut­hafar félags­ins settu atkvæði sín á karl­anna fjóra sem voru í fram­boði, enda ljóst að kon­urnar tvær voru sjálf­kjörnar hvernig sem fer. Nið­ur­staðan var sú að Lárus fékk flest atkvæði og Vil­hjálmur næst flest. Bald­vin, sem hefur verið stjórn­ar­for­maður Eim­skips frá því í sept­em­ber í fyrra, lenti í þriðja sæti og Óskar í því fjórða. Hann neit­aði hins vegar að víkja og því var ekki hægt að kjósa lög­lega stjórn sem upp­fyllti skil­yrði laga um kynja­kvóta. Því þarf að halda fram­halds­að­al­fund innan mán­aðar til að reyna aft­ur.

Sam­herji hefði verið með tögl og hagldir

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem áttu full­trúa á fund­inum segja að það hafi verið upp­lifun margra að Sam­herji væri að gera til­raun til þess að ná meiri­hluta í stjórn­inni á grund­velli 27,1 pró­sent eign­ar­hluta félags­ins. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi hins vegar spyrnt á móti því og haft bet­ur.

Sam­herji keypti um fjórð­ungs­hlut í Eim­skip í fyrra­sumar og í sept­em­ber 2018 var hald­inn hlut­hafa­fundur til að kjósa nýja stjórn. Á þeim fundi tók Bald­vin Þor­steins­son við stjórn­ar­taumunum og Guð­rún Blön­dal var kjörin ný í stjórn. Þótt Guð­rún byði sig fram sem óháður stjórn­ar­maður þá naut hún stuðn­ings Sam­herja í starfið í haust.

Á aðal­fund­inum í gær, hefði Óskar verið kjör­inn til stjórn­ar­starfa ásamt Bald­vini, væri Sam­herji því að bæta við sig stjórn­ar­manni að mati ýmissa stórra hlut­hafa. Þá væri Sam­herji með meiri­hluta stjórn­ar­manna, vara­menn í stjórn og for­stjóra félags­ins, en í jan­úar síð­ast­liðnum var Vil­helm Már Þor­­steins­­son, frændi stjórn­­­ar­­for­­manns­ins og eig­enda Sam­herja, ráð­inn í starf for­­stjóra Eim­­skips.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent