Leggja til að þjóðin kjósi um NATO

Meirihluti þingflokks VG leggur til að þess verði minnst að 70 ár eru liðin frá samþykkt NATO-aðildar Íslands með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina.

Fáni Atlantshafsbandalagsins.
Fáni Atlantshafsbandalagsins.
Auglýsing

Átta þing­menn Vinstri grænna hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild Íslands að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu. Þau vilja að borin verði upp spurn­ing­in: Vilt þú að Ísland gangi úr Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO)? Tveir svar­mögu­leikar skuli vera í boði: Já og nei. 

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Andrés Ingi Jóns­son en með honum eru þing­menn­irnir Ari Trausti Guð­munds­son, Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, Ólafur Þór Gunn­ars­son, Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir.

Tíma­setn­ing þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar skuli vera í sam­ræmi við lög um fram­kvæmd þjóð­ar­at­kvæða­greiðslna en sam­kvæmt þeim skal þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fara fram í fyrsta lagi þremur mán­uðum og í síð­asta lagi einu ári eftir að þings­á­lykt­un­ar­til­laga hefur verið sam­þykkt á Alþingi.

Auglýsing

Aðild Íslands að NATO umdeild frá upp­hafi

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að með henni sé lagt til að þess verði minnst að 70 ár eru liðin frá sam­þykkt NATO-að­ildar Íslands með því að efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild­ina.

„Að­ild Íslands að NATO hefur verið umdeild frá upp­hafi. Miklar mót­mæla­að­gerðir voru á Aust­ur­velli 30. mars 1949 þegar Alþingi sam­þykkti að Ísland yrði stofn­að­ili að banda­lag­inu og í kjöl­farið voru 24 ein­stak­lingar dæmdir til skil­orðs­bund­innar fang­els­is­vist­ar. Deil­urnar áttu eftir að setja svip á allt þjóð­lífið og alla stjórn­mála­um­ræðu á næstu ára­tug­um. Þjóðin skipt­ist í fylk­ingar með eða á móti hern­um. Þrátt fyrir það hefur almenn­ingur aldrei haft beina aðkomu að mál­in­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Enn fremur kemur fram að Ísland hafi verið her­laust þá sem nú en aðild að NATO hafi verið sam­þykkt þegar óvissa um kalda stríðið var uppi. Kalda stríð­inu sé hins vegar lokið og NATO hafi einnig fyrir löngu tekið að sér verk­efni sem fari út fyrir upp­runa­legan til­gang sinn. Banda­lagið sé löngu hætt að skil­greina sig sem ein­ungis banda­lag um sam­eig­in­legar varnir aðild­ar­ríkja. Í stað þess að horfa til beinnar árásar á eitt­hvert aðild­ar­ríkja banda­lags­ins, og skuld­bind­ingar ann­arra aðild­ar­ríkja að hrinda slíkri árás, sé nú litið á meinta ógn við ein­stök aðild­ar­ríki sem ógn og jafn­vel árás á önn­ur. Með túlkun banda­lags­ins á ógn við öryggi um víða ver­öld fylgi nær opin heim­ild um hern­að­ar­í­hlut­un, enda beiti NATO sér um heim allan í mun rík­ari mæli en áður. Ísland hafi þannig ítrekað orðið aðili að stríðs­á­tökum – ýmist beint eða óbeint í gegnum NATO-að­ild­ina – eins og stríð­inu í Líbíu árið 2012 eða loft­árásum vest­ur­veld­anna á Sýr­land á síð­asta ári.

Ósk­hyggja um stöðu Íslands í hern­að­ar­málum

Bent er á í grein­ar­gerð­inni að þvert á þessa stöðu telji 44 pró­sent Íslend­inga að Ísland sé hlut­laust í hern­að­ar­mál­um. Þessi mis­skiln­ingur á stöðu Íslands – eða kannski frekar ósk­hyggja – komi fram í rann­sókn frá árinu 2018 um sýn Íslend­inga á utan­rík­is- og örygg­is­mál, þar sem jafn­framt komi fram að 57 pró­sent aðspurðra telja að her­leysi og frið­sam­leg tengsl við nágranna­ríki tryggi helst öryggi Íslands, en aðeins 17 pró­sent telja aðild­ina að NATO stuðla að því.

„Þessar áherslur almenn­ings kall­ast á við þá breyttu mynd af örygg­is- og varn­ar­málum sem birst hefur á und­an­förnum árum og m.a. má sjá nokkuð móta fyrir í þjóðar­ör­ygg­is­stefnu fyrir Ísland. Þær ógnir sem að okkur steðja eru þess eðlis að borg­ara­legar lausnir virka betur en hern­að­ar­leg­ar, hvort sem er í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um, við­brögðum við nátt­úruvá eða heil­brigð­is­ör­yggi. Þessum áskor­unum verður ekki mætt með end­ur­skipu­lagn­ingu her­stjórn­ar­kerfis NATO á norð­ur­slóð­um, líkt og birst hefur á und­an­förnum miss­erum, eða því að her­lið hafi var­an­legan við­búnað á Kefla­vík­ur­velli, en sú hefur verið raunin und­an­farin þrjú ár. Í aðdrag­anda þeirrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem hér er lögð til er mik­il­vægt að staðið verði fyrir fræðslu og umræðu um örygg­is­mál og þróun þeirra inn í 21. öld­ina, eðli NATO og annað sem snýr að afleið­ingum hern­aðar og víg­væð­ing­ar,“ segir í grein­ar­gerð með til­lögu þing­manna VG.

Umræðan styrkir mál­stað friðar og sam­kenndar

Telja þing­menn VG að frið­ar­sinnar hafi ekk­ert að ótt­ast varð­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild Íslands að NATO. Reynslan sýni að umræðan styrkir mál­stað friðar og sam­kennd­ar, enda séu flestir þeirrar skoð­unar að það sé rangt að drepa annað fólk. Það sé löngu kom­inn tími til að leiða til lykta kröfu fólks á Aust­ur­velli 1949 um að þjóðin sjálf fái að taka ákvörðun um aðild að NATO og stríðs­rekstri þess.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent