Leggja til að þjóðin kjósi um NATO

Meirihluti þingflokks VG leggur til að þess verði minnst að 70 ár eru liðin frá samþykkt NATO-aðildar Íslands með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina.

Fáni Atlantshafsbandalagsins.
Fáni Atlantshafsbandalagsins.
Auglýsing

Átta þing­menn Vinstri grænna hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild Íslands að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu. Þau vilja að borin verði upp spurn­ing­in: Vilt þú að Ísland gangi úr Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO)? Tveir svar­mögu­leikar skuli vera í boði: Já og nei. 

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Andrés Ingi Jóns­son en með honum eru þing­menn­irnir Ari Trausti Guð­munds­son, Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, Ólafur Þór Gunn­ars­son, Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir.

Tíma­setn­ing þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar skuli vera í sam­ræmi við lög um fram­kvæmd þjóð­ar­at­kvæða­greiðslna en sam­kvæmt þeim skal þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fara fram í fyrsta lagi þremur mán­uðum og í síð­asta lagi einu ári eftir að þings­á­lykt­un­ar­til­laga hefur verið sam­þykkt á Alþingi.

Auglýsing

Aðild Íslands að NATO umdeild frá upp­hafi

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að með henni sé lagt til að þess verði minnst að 70 ár eru liðin frá sam­þykkt NATO-að­ildar Íslands með því að efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild­ina.

„Að­ild Íslands að NATO hefur verið umdeild frá upp­hafi. Miklar mót­mæla­að­gerðir voru á Aust­ur­velli 30. mars 1949 þegar Alþingi sam­þykkti að Ísland yrði stofn­að­ili að banda­lag­inu og í kjöl­farið voru 24 ein­stak­lingar dæmdir til skil­orðs­bund­innar fang­els­is­vist­ar. Deil­urnar áttu eftir að setja svip á allt þjóð­lífið og alla stjórn­mála­um­ræðu á næstu ára­tug­um. Þjóðin skipt­ist í fylk­ingar með eða á móti hern­um. Þrátt fyrir það hefur almenn­ingur aldrei haft beina aðkomu að mál­in­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Enn fremur kemur fram að Ísland hafi verið her­laust þá sem nú en aðild að NATO hafi verið sam­þykkt þegar óvissa um kalda stríðið var uppi. Kalda stríð­inu sé hins vegar lokið og NATO hafi einnig fyrir löngu tekið að sér verk­efni sem fari út fyrir upp­runa­legan til­gang sinn. Banda­lagið sé löngu hætt að skil­greina sig sem ein­ungis banda­lag um sam­eig­in­legar varnir aðild­ar­ríkja. Í stað þess að horfa til beinnar árásar á eitt­hvert aðild­ar­ríkja banda­lags­ins, og skuld­bind­ingar ann­arra aðild­ar­ríkja að hrinda slíkri árás, sé nú litið á meinta ógn við ein­stök aðild­ar­ríki sem ógn og jafn­vel árás á önn­ur. Með túlkun banda­lags­ins á ógn við öryggi um víða ver­öld fylgi nær opin heim­ild um hern­að­ar­í­hlut­un, enda beiti NATO sér um heim allan í mun rík­ari mæli en áður. Ísland hafi þannig ítrekað orðið aðili að stríðs­á­tökum – ýmist beint eða óbeint í gegnum NATO-að­ild­ina – eins og stríð­inu í Líbíu árið 2012 eða loft­árásum vest­ur­veld­anna á Sýr­land á síð­asta ári.

Ósk­hyggja um stöðu Íslands í hern­að­ar­málum

Bent er á í grein­ar­gerð­inni að þvert á þessa stöðu telji 44 pró­sent Íslend­inga að Ísland sé hlut­laust í hern­að­ar­mál­um. Þessi mis­skiln­ingur á stöðu Íslands – eða kannski frekar ósk­hyggja – komi fram í rann­sókn frá árinu 2018 um sýn Íslend­inga á utan­rík­is- og örygg­is­mál, þar sem jafn­framt komi fram að 57 pró­sent aðspurðra telja að her­leysi og frið­sam­leg tengsl við nágranna­ríki tryggi helst öryggi Íslands, en aðeins 17 pró­sent telja aðild­ina að NATO stuðla að því.

„Þessar áherslur almenn­ings kall­ast á við þá breyttu mynd af örygg­is- og varn­ar­málum sem birst hefur á und­an­förnum árum og m.a. má sjá nokkuð móta fyrir í þjóðar­ör­ygg­is­stefnu fyrir Ísland. Þær ógnir sem að okkur steðja eru þess eðlis að borg­ara­legar lausnir virka betur en hern­að­ar­leg­ar, hvort sem er í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um, við­brögðum við nátt­úruvá eða heil­brigð­is­ör­yggi. Þessum áskor­unum verður ekki mætt með end­ur­skipu­lagn­ingu her­stjórn­ar­kerfis NATO á norð­ur­slóð­um, líkt og birst hefur á und­an­förnum miss­erum, eða því að her­lið hafi var­an­legan við­búnað á Kefla­vík­ur­velli, en sú hefur verið raunin und­an­farin þrjú ár. Í aðdrag­anda þeirrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem hér er lögð til er mik­il­vægt að staðið verði fyrir fræðslu og umræðu um örygg­is­mál og þróun þeirra inn í 21. öld­ina, eðli NATO og annað sem snýr að afleið­ingum hern­aðar og víg­væð­ing­ar,“ segir í grein­ar­gerð með til­lögu þing­manna VG.

Umræðan styrkir mál­stað friðar og sam­kenndar

Telja þing­menn VG að frið­ar­sinnar hafi ekk­ert að ótt­ast varð­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild Íslands að NATO. Reynslan sýni að umræðan styrkir mál­stað friðar og sam­kennd­ar, enda séu flestir þeirrar skoð­unar að það sé rangt að drepa annað fólk. Það sé löngu kom­inn tími til að leiða til lykta kröfu fólks á Aust­ur­velli 1949 um að þjóðin sjálf fái að taka ákvörðun um aðild að NATO og stríðs­rekstri þess.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent