Leggja til að þjóðin kjósi um NATO

Meirihluti þingflokks VG leggur til að þess verði minnst að 70 ár eru liðin frá samþykkt NATO-aðildar Íslands með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina.

Fáni Atlantshafsbandalagsins.
Fáni Atlantshafsbandalagsins.
Auglýsing

Átta þing­menn Vinstri grænna hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild Íslands að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu. Þau vilja að borin verði upp spurn­ing­in: Vilt þú að Ísland gangi úr Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO)? Tveir svar­mögu­leikar skuli vera í boði: Já og nei. 

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Andrés Ingi Jóns­son en með honum eru þing­menn­irnir Ari Trausti Guð­munds­son, Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, Ólafur Þór Gunn­ars­son, Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir.

Tíma­setn­ing þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar skuli vera í sam­ræmi við lög um fram­kvæmd þjóð­ar­at­kvæða­greiðslna en sam­kvæmt þeim skal þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fara fram í fyrsta lagi þremur mán­uðum og í síð­asta lagi einu ári eftir að þings­á­lykt­un­ar­til­laga hefur verið sam­þykkt á Alþingi.

Auglýsing

Aðild Íslands að NATO umdeild frá upp­hafi

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að með henni sé lagt til að þess verði minnst að 70 ár eru liðin frá sam­þykkt NATO-að­ildar Íslands með því að efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild­ina.

„Að­ild Íslands að NATO hefur verið umdeild frá upp­hafi. Miklar mót­mæla­að­gerðir voru á Aust­ur­velli 30. mars 1949 þegar Alþingi sam­þykkti að Ísland yrði stofn­að­ili að banda­lag­inu og í kjöl­farið voru 24 ein­stak­lingar dæmdir til skil­orðs­bund­innar fang­els­is­vist­ar. Deil­urnar áttu eftir að setja svip á allt þjóð­lífið og alla stjórn­mála­um­ræðu á næstu ára­tug­um. Þjóðin skipt­ist í fylk­ingar með eða á móti hern­um. Þrátt fyrir það hefur almenn­ingur aldrei haft beina aðkomu að mál­in­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Enn fremur kemur fram að Ísland hafi verið her­laust þá sem nú en aðild að NATO hafi verið sam­þykkt þegar óvissa um kalda stríðið var uppi. Kalda stríð­inu sé hins vegar lokið og NATO hafi einnig fyrir löngu tekið að sér verk­efni sem fari út fyrir upp­runa­legan til­gang sinn. Banda­lagið sé löngu hætt að skil­greina sig sem ein­ungis banda­lag um sam­eig­in­legar varnir aðild­ar­ríkja. Í stað þess að horfa til beinnar árásar á eitt­hvert aðild­ar­ríkja banda­lags­ins, og skuld­bind­ingar ann­arra aðild­ar­ríkja að hrinda slíkri árás, sé nú litið á meinta ógn við ein­stök aðild­ar­ríki sem ógn og jafn­vel árás á önn­ur. Með túlkun banda­lags­ins á ógn við öryggi um víða ver­öld fylgi nær opin heim­ild um hern­að­ar­í­hlut­un, enda beiti NATO sér um heim allan í mun rík­ari mæli en áður. Ísland hafi þannig ítrekað orðið aðili að stríðs­á­tökum – ýmist beint eða óbeint í gegnum NATO-að­ild­ina – eins og stríð­inu í Líbíu árið 2012 eða loft­árásum vest­ur­veld­anna á Sýr­land á síð­asta ári.

Ósk­hyggja um stöðu Íslands í hern­að­ar­málum

Bent er á í grein­ar­gerð­inni að þvert á þessa stöðu telji 44 pró­sent Íslend­inga að Ísland sé hlut­laust í hern­að­ar­mál­um. Þessi mis­skiln­ingur á stöðu Íslands – eða kannski frekar ósk­hyggja – komi fram í rann­sókn frá árinu 2018 um sýn Íslend­inga á utan­rík­is- og örygg­is­mál, þar sem jafn­framt komi fram að 57 pró­sent aðspurðra telja að her­leysi og frið­sam­leg tengsl við nágranna­ríki tryggi helst öryggi Íslands, en aðeins 17 pró­sent telja aðild­ina að NATO stuðla að því.

„Þessar áherslur almenn­ings kall­ast á við þá breyttu mynd af örygg­is- og varn­ar­málum sem birst hefur á und­an­förnum árum og m.a. má sjá nokkuð móta fyrir í þjóðar­ör­ygg­is­stefnu fyrir Ísland. Þær ógnir sem að okkur steðja eru þess eðlis að borg­ara­legar lausnir virka betur en hern­að­ar­leg­ar, hvort sem er í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um, við­brögðum við nátt­úruvá eða heil­brigð­is­ör­yggi. Þessum áskor­unum verður ekki mætt með end­ur­skipu­lagn­ingu her­stjórn­ar­kerfis NATO á norð­ur­slóð­um, líkt og birst hefur á und­an­förnum miss­erum, eða því að her­lið hafi var­an­legan við­búnað á Kefla­vík­ur­velli, en sú hefur verið raunin und­an­farin þrjú ár. Í aðdrag­anda þeirrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem hér er lögð til er mik­il­vægt að staðið verði fyrir fræðslu og umræðu um örygg­is­mál og þróun þeirra inn í 21. öld­ina, eðli NATO og annað sem snýr að afleið­ingum hern­aðar og víg­væð­ing­ar,“ segir í grein­ar­gerð með til­lögu þing­manna VG.

Umræðan styrkir mál­stað friðar og sam­kenndar

Telja þing­menn VG að frið­ar­sinnar hafi ekk­ert að ótt­ast varð­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild Íslands að NATO. Reynslan sýni að umræðan styrkir mál­stað friðar og sam­kennd­ar, enda séu flestir þeirrar skoð­unar að það sé rangt að drepa annað fólk. Það sé löngu kom­inn tími til að leiða til lykta kröfu fólks á Aust­ur­velli 1949 um að þjóðin sjálf fái að taka ákvörðun um aðild að NATO og stríðs­rekstri þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent