Róbert Spanó kjörinn varaforseti Mannréttindadómstólsins

Róbert Spanó var í dag kjörinn varaforseti við Mannréttindadómstól Evrópu. Nýtt forsetakjör verður á næsta ári. Róbert er einn þeirra sem dæmdi í Landsréttarmálinu.

Róbert Spanó
Auglýsing

Róbert Spanó, dóm­ari við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu, var kjör­inn vara­fos­eti dóm­stóls­ins í dag. Allir 47 dóm­arar dóm­stóls­ins tóku þátt í atkvæða­greiðsl­unni og sigr­aði Róbert þar portú­galskan dóm­ara.

Hann var áður for­seti sinnar dóm­deildar frá því í maí 2017 og sat meðal ann­ars í dómnum sem dæmdi íslenska rík­inu í óhag í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða. Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðs­ins.

Þar segir einnig að gríski dóm­ar­inn Lin­os-A­lex­andre Sicili­anos, sem gengt hefur stöðu vara­for­seta við dóm­inn frá árinu 2017, hafi verið  kjör­inn for­seti dóms­ins í dag. Hann lýkur hins vegar níu ára skip­un­ar­tíma­bili sínu á næsta ári og þá verður nýr for­seti kjör­inn. Talið er lík­legt að Róbert muni þar koma til greina.

Dómur Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu í Lands­rétt­ar­mál­in­u,­sem féll í síð­asta mán­uði, var að Ísland hefði brotið gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­­­mála Evr­­­­ópu, sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­­­með­­­­­­­ferðar fyrir dómi, í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mán­aða fang­elsi í Lands­rétti. Ástæðan er sú að mað­­­­ur­inn fékk ekki rétt­láta máls­­­­með­­­­­­­ferð fyrir Lands­rétti vegna þess að Arn­­­­fríður Ein­­­­ar­s­dótt­ir, sem er dóm­­­­ari við rétt­inn, hafi ekki verið skipuð í hann með lög­­­­­­­mætum hætt­i.

Auglýsing
Dómurinn þýðir því að það  væri brot á mann­rétt­indum þeirra sem koma fyrir Lands­rétt að fjórir ólög­­lega skip­aðir dóm­­arar dæmi í málum þeirra hefur valdið mik­illi spennu í íslensku sam­­fé­lagi. Dóm­­ar­­arnir fjórir geta ekki dæmt og um tíma starf­aði Lands­­réttur ekki.

Nú er hart tek­ist á um hvort hvort það eigi að reyna á að vísa nið­­ur­­stöðu dóm­stóls­ins til efri deildar hans eða una nið­­ur­­stöð­unni og vinda sér í að eyða þeirri óvissu sem er til stað­­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent