Jarðvarmi vill ganga inn í kaup á hlut í HS Orku

Jarðvarmi, félag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, vill nýta kauprétt og ganga inn í 37 milljarða króna viðskipti á 54 prósenta hlut í HS Orku. Verði af kaupnunum mun félagið gera það í samstarfi við breskan fjárfestingarsjóð.

hsorka
Auglýsing

Jarð­varmi, félag í eigu fjórtán líf­eyr­is­sjóða, hefur áform um að nýta sér kaup­rétt sinn og ganga inn í kaup á 54 pró­senta hlut í HS Orku fyrir um 37 millj­arða. Kaup félags­ins yrðu gerð í sam­starfi við breska fjár­fest­inga­fyr­ir­tæk­ið Ancala Partners. Gangi kaupin eftir verður eign­ar­hlutur Jarð­varma og Ancala jafn stór eftir við­skipt­in, þannig að hvor aðili um sig fari með rúm­lega 43 pró­senta hlut í HS Orku. Frá þessu greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag. .

Greiða atkvæði um kaup Jarð­varma í næstu viku 

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóður í stýr­ingu hjá Macqu­ari­e Infrastruct­ure and R­eal As­sets (MIRA) hafi und­ir­­ritað kaup­­samn­ing á 53,9 pró­­sent hlut Mag­ma Energy Sweden í íslenska orku­­fyr­ir­tæk­in­u HS Orku á 304,8 millj­­ónir dala, eða um 37 millj­­arða króna. Miðað við verð­mið­ann sem er á söl­unni til­ MIRA þá er heild­ar­virð­i HS Orku nú tæp­lega 69 millj­arðar króna. 

Gangi kaup MIRA eftir mun sá sjóður eiga 53,9 pró­sent hlut í HS Orku, Jarð­varmi á 33,4 pró­sent hlut og félag í eigu Bret­ans Edmund Tru­ell,­sem lengi hefur unnið að því að koma sæstreng milli Íslands og Bret­lands, á 12,7 pró­sent.

Auglýsing
Í Markaðinum í dag er greint frá því að sam­kvæmt hlut­hafa­sam­komu­lag­i HS Orku stendur Jarð­varma hins vegar til boða að nýta sér kaup­rétt sinn og ganga inn í við­skipt­in. ­Boðað hefur verið til hlut­hafa­fundar hjá Jarð­varma þann 9. apríl næst­kom­andi. Þá muni hlut­hafar greiða atkvæði um þá til­lögu stjórnar að félagið nýti kaup­rétt­inn og kaupi ­meiri­hlut í HS Orku í sam­starfi við Ancala Partnersns.
Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins er gert ráð fyrir því að Jarð­varmi bæti við sig um tíu pró­senta hlut en að afgang­ur­inn , eða um 43 pró­senta hlut­ur, verði keyptur af Ancala. ­Eign­ar­hlutur Jarð­varma og Ancala yrði þá jafn stór, hvor aðili um sig færi þá með rúm­lega 43 pró­senta hlut í HS Orku. 

Áætl­aður EBIT­DA-hagn­aður 3,8 millj­arðar á árinu 2019

HS Orka er þriðji stærsti raf­orku­fram­leið­andi lands­ins og eina íslenska orku­­­fyr­ir­tækið sem er í eigu einka­að­ila. Það á og rekur orku­ver í Svarts­engi og á Reykja­­­­nesi auk þess sem virkj­ana­­­­kostir sem fyr­ir­tækið á eru í nýt­ing­­­­ar­­­­flokki ramma­á­ætl­­­­un­­­­ar. 

Í árs­lok 2017 átt­i HS Orka eigið fé upp á 35,5 millj­arða króna og skil­aði hagn­að­i um á 4,6 millj­arða króna. Þar voru eign­ir HS Orku metnar á 48,4 millj­arða króna en flestir sér­fræð­ingar eru sam­mála um að þær séu veru­lega van­metn­ar. Í þeim sama árs­reikn­ingi var nefni­lega 30 pró­sent eign­ar­hlutur fyr­ir­tæk­is­ins í Bláa lón­inu bók­færður á 2,7 millj­arð króna, sem er lík­ast til umtals­vert undir mark­aðsvirði í ljósi þess að boði upp á ell­efu millj­arða króna í hlut­inn var hafnað fyrir tveimur árum og að Bláa lónið var verð­lagt á um 50 millj­arða króna alls í við­skiptum sem áttu sér stað tengt því í lok árs í fyrra.

Í fjár­festa­kynn­ingu sem not­ast var við vegna ­sölu­ferl­is­ins ­sem lauk með kaup­um MIRA, og bar nafnið „Project­ T­hor“, sagði að áætl­aður EBIT­DA-hagn­að­ur­ HS Orku, hagn­aður fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatta, á árinu 2019 væri 31 milljón dala, eða tæp­lega 3,8 millj­arðar króna. Þar er hins vegar einnig gert ráð fyrir að EBIT­DA-hagn­að­ur­ HS Orku muni nán­ast tvö­fald­ast á árinu 2023 og verða um 60 millj­ónir dala, eða um 7,3 millj­arðar króna.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent