Jarðvarmi vill ganga inn í kaup á hlut í HS Orku

Jarðvarmi, félag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, vill nýta kauprétt og ganga inn í 37 milljarða króna viðskipti á 54 prósenta hlut í HS Orku. Verði af kaupnunum mun félagið gera það í samstarfi við breskan fjárfestingarsjóð.

hsorka
Auglýsing

Jarð­varmi, félag í eigu fjórtán líf­eyr­is­sjóða, hefur áform um að nýta sér kaup­rétt sinn og ganga inn í kaup á 54 pró­senta hlut í HS Orku fyrir um 37 millj­arða. Kaup félags­ins yrðu gerð í sam­starfi við breska fjár­fest­inga­fyr­ir­tæk­ið Ancala Partners. Gangi kaupin eftir verður eign­ar­hlutur Jarð­varma og Ancala jafn stór eftir við­skipt­in, þannig að hvor aðili um sig fari með rúm­lega 43 pró­senta hlut í HS Orku. Frá þessu greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag. .

Greiða atkvæði um kaup Jarð­varma í næstu viku 

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóður í stýr­ingu hjá Macqu­ari­e Infrastruct­ure and R­eal As­sets (MIRA) hafi und­ir­­ritað kaup­­samn­ing á 53,9 pró­­sent hlut Mag­ma Energy Sweden í íslenska orku­­fyr­ir­tæk­in­u HS Orku á 304,8 millj­­ónir dala, eða um 37 millj­­arða króna. Miðað við verð­mið­ann sem er á söl­unni til­ MIRA þá er heild­ar­virð­i HS Orku nú tæp­lega 69 millj­arðar króna. 

Gangi kaup MIRA eftir mun sá sjóður eiga 53,9 pró­sent hlut í HS Orku, Jarð­varmi á 33,4 pró­sent hlut og félag í eigu Bret­ans Edmund Tru­ell,­sem lengi hefur unnið að því að koma sæstreng milli Íslands og Bret­lands, á 12,7 pró­sent.

Auglýsing
Í Markaðinum í dag er greint frá því að sam­kvæmt hlut­hafa­sam­komu­lag­i HS Orku stendur Jarð­varma hins vegar til boða að nýta sér kaup­rétt sinn og ganga inn í við­skipt­in. ­Boðað hefur verið til hlut­hafa­fundar hjá Jarð­varma þann 9. apríl næst­kom­andi. Þá muni hlut­hafar greiða atkvæði um þá til­lögu stjórnar að félagið nýti kaup­rétt­inn og kaupi ­meiri­hlut í HS Orku í sam­starfi við Ancala Partnersns.
Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins er gert ráð fyrir því að Jarð­varmi bæti við sig um tíu pró­senta hlut en að afgang­ur­inn , eða um 43 pró­senta hlut­ur, verði keyptur af Ancala. ­Eign­ar­hlutur Jarð­varma og Ancala yrði þá jafn stór, hvor aðili um sig færi þá með rúm­lega 43 pró­senta hlut í HS Orku. 

Áætl­aður EBIT­DA-hagn­aður 3,8 millj­arðar á árinu 2019

HS Orka er þriðji stærsti raf­orku­fram­leið­andi lands­ins og eina íslenska orku­­­fyr­ir­tækið sem er í eigu einka­að­ila. Það á og rekur orku­ver í Svarts­engi og á Reykja­­­­nesi auk þess sem virkj­ana­­­­kostir sem fyr­ir­tækið á eru í nýt­ing­­­­ar­­­­flokki ramma­á­ætl­­­­un­­­­ar. 

Í árs­lok 2017 átt­i HS Orka eigið fé upp á 35,5 millj­arða króna og skil­aði hagn­að­i um á 4,6 millj­arða króna. Þar voru eign­ir HS Orku metnar á 48,4 millj­arða króna en flestir sér­fræð­ingar eru sam­mála um að þær séu veru­lega van­metn­ar. Í þeim sama árs­reikn­ingi var nefni­lega 30 pró­sent eign­ar­hlutur fyr­ir­tæk­is­ins í Bláa lón­inu bók­færður á 2,7 millj­arð króna, sem er lík­ast til umtals­vert undir mark­aðsvirði í ljósi þess að boði upp á ell­efu millj­arða króna í hlut­inn var hafnað fyrir tveimur árum og að Bláa lónið var verð­lagt á um 50 millj­arða króna alls í við­skiptum sem áttu sér stað tengt því í lok árs í fyrra.

Í fjár­festa­kynn­ingu sem not­ast var við vegna ­sölu­ferl­is­ins ­sem lauk með kaup­um MIRA, og bar nafnið „Project­ T­hor“, sagði að áætl­aður EBIT­DA-hagn­að­ur­ HS Orku, hagn­aður fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatta, á árinu 2019 væri 31 milljón dala, eða tæp­lega 3,8 millj­arðar króna. Þar er hins vegar einnig gert ráð fyrir að EBIT­DA-hagn­að­ur­ HS Orku muni nán­ast tvö­fald­ast á árinu 2023 og verða um 60 millj­ónir dala, eða um 7,3 millj­arðar króna.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent