Áhætta í fjármálakerfinu raungerst með loðnubresti og gjaldþroti WOW air

Seðlabankastjóri telur að gjaldþrot WOW air muni valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir hafi legið að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Á síðustu misserum hefur áhætta í fjármálakerfinu verið talin tiltölulega hófleg en að efnahagsleg áföll sem kynnu að verða gætu breytt því. Nú hefur slík áhætta raungerst með loðnubresti og gjaldþroti flugfélagsins WOW air. Þar með er ljóst að útflutningstekjur og hagvöxtur munu verða minni en reiknað var með í spá Seðlabankans í febrúar. Enn er til staðar áhætta sem ekki hefur raungerst en gæti gert það á næstunni.

Þetta kemur fram í formála seðlabankastjóra, Más Guðmundssonar, í riti bankans Fjármálastöðugleiki sem kom út í dag.

Már segir að ljóst sé að gjaldþrot WOW air muni valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir hafi legið að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnubresti og öðrum mögulegum áföllum, sé hins vegar erfiðara að leggja beint mat á á þessu stigi máls. Þau fari meðal annars eftir því í hvaða mæli og hversu hratt önnur flugfélög fylla í skarðið sem WOW air skilur eftir. Þá fari þau einnig eftir því í hvaða mæli hagstjórn og aðrar aðgerðir milda áhrif áfallsins. Þá skipti einnig máli hvernig samdráttur í ferðaþjónustu spilar á næstu mánuðum saman við breytingar á fasteignamarkaði.

Auglýsing

Litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins

Már bendir á að mikill vöxtur í ferðaþjónustu hafi stuðlað að háu íbúðaverði á sínum tíma í gegnum útleigu íbúða til ferðamanna. Nú dragi úr hækkun íbúðaverðs og sú þróun gæti haldið áfram. Verðhækkun atvinnuhúsnæðis hafi hins vegar verið kröftug að undanförnu og verð orðið hátt á flesta mælikvarða.

„Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núverandi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Þau eru einfaldlega ekki nægjanlega stór til þess í ljósi þess mikla viðnámsþróttar sem þjóðarbúið og fjármálakerfið búa nú við. Þessi viðnámsþróttur birtist í hreinni eignastöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum, stórum gjaldeyrisforða, á heildina litið tiltölulega góðri eiginfjárstöðu heimila og fyrirtækja og háum eiginfjárhlutföllum og góðri lausafjárstöðu bankanna.

Þá er svigrúm hagstjórnar til að bregðast við töluvert og mun meira en víða um heim. Það er afgangur á ríkissjóði og skuldir hins opinbera eru litlar í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Svigrúm til lækkunar vaxta er hér mikið ef aðstæður kalla á, ólíkt mörgum viðskiptalöndum, þar sem þeir eru töluvert fyrir ofan núll hér á landi,“ skrifar Már.

Hann tekur það fram að Seðlabankinn fylgist grannt með þróuninni í þjóðarbúinu og í fjármálakerfinu. Hann muni leggja mat á hvernig nýjasta þróun breytir myndinni og greina afleiðingar hennar fyrir hagstjórn og varúðarstefnu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent