Áhætta í fjármálakerfinu raungerst með loðnubresti og gjaldþroti WOW air

Seðlabankastjóri telur að gjaldþrot WOW air muni valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir hafi legið að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Á síð­ustu miss­erum hefur áhætta í fjár­mála­kerf­inu verið talin til­tölu­lega hóf­leg en að efna­hags­leg áföll sem kynnu að verða gætu breytt því. Nú hefur slík áhætta raun­gerst með loðnu­bresti og gjald­þroti flug­fé­lags­ins WOW air. Þar með er ljóst að útflutn­ings­tekjur og hag­vöxtur munu verða minni en reiknað var með í spá Seðla­bank­ans í febr­ú­ar. Enn er til staðar áhætta sem ekki hefur raun­gerst en gæti gert það á næst­unni.

Þetta kemur fram í for­mála seðla­banka­stjóra, Más Guð­munds­son­ar, í riti bank­ans Fjár­mála­stöð­ug­leiki sem kom út í dag.

Már segir að ljóst sé að gjald­þrot WOW air muni valda ein­hverju tjóni í banka­kerf­inu en fyrir hafi legið að beinu áhrifin á inn­lenda kerf­is­lega mik­il­væga banka yrðu tak­mörk­uð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnu­bresti og öðrum mögu­legum áföll­um, sé hins vegar erf­ið­ara að leggja beint mat á á þessu stigi máls. Þau fari meðal ann­ars eftir því í hvaða mæli og hversu hratt önnur flug­fé­lög fylla í skarðið sem WOW air skilur eft­ir. Þá fari þau einnig eftir því í hvaða mæli hag­stjórn og aðrar aðgerðir milda áhrif áfalls­ins. Þá skipti einnig máli hvernig sam­dráttur í ferða­þjón­ustu spilar á næstu mán­uðum saman við breyt­ingar á fast­eigna­mark­aði.

Auglýsing

Litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins

Már bendir á að mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu hafi stuðlað að háu íbúða­verði á sínum tíma í gegnum útleigu íbúða til ferða­manna. Nú dragi úr hækkun íbúða­verðs og sú þróun gæti haldið áfram. Verð­hækkun atvinnu­hús­næðis hafi hins vegar verið kröftug að und­an­förnu og verð orðið hátt á flesta mæli­kvarða.

„Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núver­andi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins. Þau eru ein­fald­lega ekki nægj­an­lega stór til þess í ljósi þess mikla við­náms­þróttar sem þjóð­ar­búið og fjár­mála­kerfið búa nú við. Þessi við­náms­þróttur birt­ist í hreinni eigna­stöðu þjóð­ar­bús­ins gagn­vart útlönd­um, stórum gjald­eyr­is­forða, á heild­ina litið til­tölu­lega góðri eig­in­fjár­stöðu heim­ila og fyr­ir­tækja og háum eig­in­fjár­hlut­föllum og góðri lausa­fjár­stöð­u ­bank­anna.

Þá er svig­rúm hag­stjórnar til að bregð­ast við tölu­vert og mun meira en víða um heim. Það er afgangur á rík­is­sjóði og skuldir hins opin­bera eru litlar í sögu­legu og alþjóð­legu sam­hengi. Svig­rúm til lækk­unar vaxta er hér mikið ef aðstæður kalla á, ólíkt mörgum við­skipta­lönd­um, þar sem þeir eru tölu­vert fyrir ofan núll hér á land­i,“ skrifar Már.

Hann tekur það fram að Seðla­bank­inn fylgist grannt með þró­un­inni í þjóð­ar­bú­inu og í fjár­mála­kerf­inu. Hann muni leggja mat á hvernig nýjasta þróun breytir mynd­inni og greina afleið­ingar hennar fyrir hag­stjórn og var­úð­ar­stefnu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Almannahagsmunir þurfi að ráða ferðinni
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor gerir almannahagsmuni og sérhagsmuni að umfjöllunarefni í grein sinni.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent