Áhætta í fjármálakerfinu raungerst með loðnubresti og gjaldþroti WOW air

Seðlabankastjóri telur að gjaldþrot WOW air muni valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir hafi legið að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Á síð­ustu miss­erum hefur áhætta í fjár­mála­kerf­inu verið talin til­tölu­lega hóf­leg en að efna­hags­leg áföll sem kynnu að verða gætu breytt því. Nú hefur slík áhætta raun­gerst með loðnu­bresti og gjald­þroti flug­fé­lags­ins WOW air. Þar með er ljóst að útflutn­ings­tekjur og hag­vöxtur munu verða minni en reiknað var með í spá Seðla­bank­ans í febr­ú­ar. Enn er til staðar áhætta sem ekki hefur raun­gerst en gæti gert það á næst­unni.

Þetta kemur fram í for­mála seðla­banka­stjóra, Más Guð­munds­son­ar, í riti bank­ans Fjár­mála­stöð­ug­leiki sem kom út í dag.

Már segir að ljóst sé að gjald­þrot WOW air muni valda ein­hverju tjóni í banka­kerf­inu en fyrir hafi legið að beinu áhrifin á inn­lenda kerf­is­lega mik­il­væga banka yrðu tak­mörk­uð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnu­bresti og öðrum mögu­legum áföll­um, sé hins vegar erf­ið­ara að leggja beint mat á á þessu stigi máls. Þau fari meðal ann­ars eftir því í hvaða mæli og hversu hratt önnur flug­fé­lög fylla í skarðið sem WOW air skilur eft­ir. Þá fari þau einnig eftir því í hvaða mæli hag­stjórn og aðrar aðgerðir milda áhrif áfalls­ins. Þá skipti einnig máli hvernig sam­dráttur í ferða­þjón­ustu spilar á næstu mán­uðum saman við breyt­ingar á fast­eigna­mark­aði.

Auglýsing

Litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins

Már bendir á að mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu hafi stuðlað að háu íbúða­verði á sínum tíma í gegnum útleigu íbúða til ferða­manna. Nú dragi úr hækkun íbúða­verðs og sú þróun gæti haldið áfram. Verð­hækkun atvinnu­hús­næðis hafi hins vegar verið kröftug að und­an­förnu og verð orðið hátt á flesta mæli­kvarða.

„Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núver­andi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins. Þau eru ein­fald­lega ekki nægj­an­lega stór til þess í ljósi þess mikla við­náms­þróttar sem þjóð­ar­búið og fjár­mála­kerfið búa nú við. Þessi við­náms­þróttur birt­ist í hreinni eigna­stöðu þjóð­ar­bús­ins gagn­vart útlönd­um, stórum gjald­eyr­is­forða, á heild­ina litið til­tölu­lega góðri eig­in­fjár­stöðu heim­ila og fyr­ir­tækja og háum eig­in­fjár­hlut­föllum og góðri lausa­fjár­stöð­u ­bank­anna.

Þá er svig­rúm hag­stjórnar til að bregð­ast við tölu­vert og mun meira en víða um heim. Það er afgangur á rík­is­sjóði og skuldir hins opin­bera eru litlar í sögu­legu og alþjóð­legu sam­hengi. Svig­rúm til lækk­unar vaxta er hér mikið ef aðstæður kalla á, ólíkt mörgum við­skipta­lönd­um, þar sem þeir eru tölu­vert fyrir ofan núll hér á land­i,“ skrifar Már.

Hann tekur það fram að Seðla­bank­inn fylgist grannt með þró­un­inni í þjóð­ar­bú­inu og í fjár­mála­kerf­inu. Hann muni leggja mat á hvernig nýjasta þróun breytir mynd­inni og greina afleið­ingar hennar fyrir hag­stjórn og var­úð­ar­stefnu.

Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent