Áhætta í fjármálakerfinu raungerst með loðnubresti og gjaldþroti WOW air

Seðlabankastjóri telur að gjaldþrot WOW air muni valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir hafi legið að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Á síð­ustu miss­erum hefur áhætta í fjár­mála­kerf­inu verið talin til­tölu­lega hóf­leg en að efna­hags­leg áföll sem kynnu að verða gætu breytt því. Nú hefur slík áhætta raun­gerst með loðnu­bresti og gjald­þroti flug­fé­lags­ins WOW air. Þar með er ljóst að útflutn­ings­tekjur og hag­vöxtur munu verða minni en reiknað var með í spá Seðla­bank­ans í febr­ú­ar. Enn er til staðar áhætta sem ekki hefur raun­gerst en gæti gert það á næst­unni.

Þetta kemur fram í for­mála seðla­banka­stjóra, Más Guð­munds­son­ar, í riti bank­ans Fjár­mála­stöð­ug­leiki sem kom út í dag.

Már segir að ljóst sé að gjald­þrot WOW air muni valda ein­hverju tjóni í banka­kerf­inu en fyrir hafi legið að beinu áhrifin á inn­lenda kerf­is­lega mik­il­væga banka yrðu tak­mörk­uð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnu­bresti og öðrum mögu­legum áföll­um, sé hins vegar erf­ið­ara að leggja beint mat á á þessu stigi máls. Þau fari meðal ann­ars eftir því í hvaða mæli og hversu hratt önnur flug­fé­lög fylla í skarðið sem WOW air skilur eft­ir. Þá fari þau einnig eftir því í hvaða mæli hag­stjórn og aðrar aðgerðir milda áhrif áfalls­ins. Þá skipti einnig máli hvernig sam­dráttur í ferða­þjón­ustu spilar á næstu mán­uðum saman við breyt­ingar á fast­eigna­mark­aði.

Auglýsing

Litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins

Már bendir á að mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu hafi stuðlað að háu íbúða­verði á sínum tíma í gegnum útleigu íbúða til ferða­manna. Nú dragi úr hækkun íbúða­verðs og sú þróun gæti haldið áfram. Verð­hækkun atvinnu­hús­næðis hafi hins vegar verið kröftug að und­an­förnu og verð orðið hátt á flesta mæli­kvarða.

„Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núver­andi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins. Þau eru ein­fald­lega ekki nægj­an­lega stór til þess í ljósi þess mikla við­náms­þróttar sem þjóð­ar­búið og fjár­mála­kerfið búa nú við. Þessi við­náms­þróttur birt­ist í hreinni eigna­stöðu þjóð­ar­bús­ins gagn­vart útlönd­um, stórum gjald­eyr­is­forða, á heild­ina litið til­tölu­lega góðri eig­in­fjár­stöðu heim­ila og fyr­ir­tækja og háum eig­in­fjár­hlut­föllum og góðri lausa­fjár­stöð­u ­bank­anna.

Þá er svig­rúm hag­stjórnar til að bregð­ast við tölu­vert og mun meira en víða um heim. Það er afgangur á rík­is­sjóði og skuldir hins opin­bera eru litlar í sögu­legu og alþjóð­legu sam­hengi. Svig­rúm til lækk­unar vaxta er hér mikið ef aðstæður kalla á, ólíkt mörgum við­skipta­lönd­um, þar sem þeir eru tölu­vert fyrir ofan núll hér á land­i,“ skrifar Már.

Hann tekur það fram að Seðla­bank­inn fylgist grannt með þró­un­inni í þjóð­ar­bú­inu og í fjár­mála­kerf­inu. Hann muni leggja mat á hvernig nýjasta þróun breytir mynd­inni og greina afleið­ingar hennar fyrir hag­stjórn og var­úð­ar­stefnu.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Sigríður segist hafa rætt við regluvörð og formann bankaráðs
Sigríður Benediktsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbankans, segir það ekki rétt að hún hafi sam­þykkt að sitja í nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra án þess að bera það undir for­mann banka­ráðs eða reglu­vörð Landsbank­ans.
Kjarninn 22. maí 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri: Málþóf fjandsamleg yfirtaka á Alþingi
Þingmaður Samfylkingarinnar hnýtir í Miðflokksmenn en hann telur að málþóf sé leið til þess að láta þingræðið ekki hafa sinn gang.
Kjarninn 22. maí 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5 prósentustig
Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti um 0,5 prósentustig í 4,0 prósent.
Kjarninn 22. maí 2019
Sturla Pálsson á meðal tveggja umsækjenda sem kvörtuðu yfir Sigríði
Tveir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra, sem skipað verður í fyrir miðjan næsta mánuð, hafa kvartað yfir setu Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem metur umsækjendur.
Kjarninn 22. maí 2019
Facebook tekur auglýsingu Orkunnar okkar úr birtingu
Aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, segir að Facebook hafi bannað notkun á auglýsingum Orkunnar okkar.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent