Efling fordæmir ákvörðun Icelandair hotels og hótar að kæra

Stéttarfélagið Efling fordæmir þá ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsmönnum vegna verkfalla sem þeir tóku ekki þátt í. Efling krefst þes að hótelkeðjuna greiði starfsmönnunum laun og ef ekki þá verði farið með málið fyrir dóm.

Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Stétt­ar­fé­lagið Efl­ing for­­dæm­ir harð­lega þá ákvörð­un Icelanda­ir hot­els að draga laun af starfs­­mönn­um vegna verk­­falla sem þeir tóku ekki þátt í. Í til­kynn­ingu frá stétt­ar­fé­lag­inu er skorað á hót­el­keðj­una að leið­rétta mis­tökin taf­ar­laust. Efl­ing gerir þá kröfu að Icelanda­ir hot­els bæti starfs­mönn­unum upp launa­miss­inn ásamt drátt­ar­vöxtum og veita þeim jafn­fram­t af­sök­un­ar­beiðni. Verði hót­el­keðjan ekki við þeirri kröfu þá fari stétt­ar­fé­lagið með málið fyrir dóm. 

Drógu laun af starfs­fólki óháð því hvort að starfs­maður hafi verið á vakt 

Icelanda­ir hot­els drógu tveggja daga laun af öllum starfs­mönnum hót­el­anna sem vinna störf sem féllu und­ir­ verk­falls­að­gerð­ir ­stétt­ar­fé­lag­anna VR­ og Efl­ingar dag­ana  8. mars og 22. mars, óháð því hvort þeir voru á vakt þá daga eða ekki. 

Magnea Þórey Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Icelanda­ir hot­els, sagði í skrif­legu svari til Frétta­stofu RÚV að stétt­ar­fé­lögin hefðu stað­fest að félags­menn þeirra sem voru í verk­falli gætu sótt launa­greiðslur fyrir sömu daga í verk­falls­sjóð félag­anna. Hún sagði að dregið hafi verið af launum í sam­ræmi við kjör hvers og eins og að fyr­ir­tækið telji þennan frá­drátt­inn lögum sam­kvæmt. 

Auglýsing

Skýr­ingar hót­els­ins stand­ast enga skoð­un 

Í til­kynn­ing­unni frá Efl­ingu segir að stétt­ar­fé­lagið hafni alfarið til­raunum hót­el­keðj­unnar til að skjóta sér undan ábyrgð á mál­in­u. „­Full­trúi keðj­unnar hefur hermt upp á starfs­menn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnu­deilu­sjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf. Slíkt á sér enga stoð í veru­leik­an­um. Efl­ing gaf út ítar­legar skrif­legar leið­bein­ingar um rétt á greiðslum úr vinnu­deilu­sjóðum og þar kemur slíkt hvergi fram. Skýr­ingar hót­els­ins stand­ast því enga skoðun og eru yfir­klór,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Efl­ing mun því gera kröfu á Icelanda­ir Hot­els að greiða starfs­mönn­unum sem ekki voru á vakt laun og ef ekki verður orðið við henni þá verði farið með málið fyrir dóm. 

Viðar Þorsteinsson Mynd: Bára Huld Beck„Það er verið að hafa laun upp á 12 til 25 þús­und krónur af fólki sem er á lægstu laun­un­um. Það er hreint með ólík­indum að hót­el­keðjan skuli grípa til þess­ara ráð­staf­ana og við munum bregð­ast við af fullri hörku, “ er haft eft­ir Við­ari Þor­steins­syni, fram­kvæmda­stjóra Efl­ingar í til­kynn­ing­unni.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent