Efling fordæmir ákvörðun Icelandair hotels og hótar að kæra

Stéttarfélagið Efling fordæmir þá ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsmönnum vegna verkfalla sem þeir tóku ekki þátt í. Efling krefst þes að hótelkeðjuna greiði starfsmönnunum laun og ef ekki þá verði farið með málið fyrir dóm.

Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Stétt­ar­fé­lagið Efl­ing for­­dæm­ir harð­lega þá ákvörð­un Icelanda­ir hot­els að draga laun af starfs­­mönn­um vegna verk­­falla sem þeir tóku ekki þátt í. Í til­kynn­ingu frá stétt­ar­fé­lag­inu er skorað á hót­el­keðj­una að leið­rétta mis­tökin taf­ar­laust. Efl­ing gerir þá kröfu að Icelanda­ir hot­els bæti starfs­mönn­unum upp launa­miss­inn ásamt drátt­ar­vöxtum og veita þeim jafn­fram­t af­sök­un­ar­beiðni. Verði hót­el­keðjan ekki við þeirri kröfu þá fari stétt­ar­fé­lagið með málið fyrir dóm. 

Drógu laun af starfs­fólki óháð því hvort að starfs­maður hafi verið á vakt 

Icelanda­ir hot­els drógu tveggja daga laun af öllum starfs­mönnum hót­el­anna sem vinna störf sem féllu und­ir­ verk­falls­að­gerð­ir ­stétt­ar­fé­lag­anna VR­ og Efl­ingar dag­ana  8. mars og 22. mars, óháð því hvort þeir voru á vakt þá daga eða ekki. 

Magnea Þórey Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Icelanda­ir hot­els, sagði í skrif­legu svari til Frétta­stofu RÚV að stétt­ar­fé­lögin hefðu stað­fest að félags­menn þeirra sem voru í verk­falli gætu sótt launa­greiðslur fyrir sömu daga í verk­falls­sjóð félag­anna. Hún sagði að dregið hafi verið af launum í sam­ræmi við kjör hvers og eins og að fyr­ir­tækið telji þennan frá­drátt­inn lögum sam­kvæmt. 

Auglýsing

Skýr­ingar hót­els­ins stand­ast enga skoð­un 

Í til­kynn­ing­unni frá Efl­ingu segir að stétt­ar­fé­lagið hafni alfarið til­raunum hót­el­keðj­unnar til að skjóta sér undan ábyrgð á mál­in­u. „­Full­trúi keðj­unnar hefur hermt upp á starfs­menn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnu­deilu­sjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf. Slíkt á sér enga stoð í veru­leik­an­um. Efl­ing gaf út ítar­legar skrif­legar leið­bein­ingar um rétt á greiðslum úr vinnu­deilu­sjóðum og þar kemur slíkt hvergi fram. Skýr­ingar hót­els­ins stand­ast því enga skoðun og eru yfir­klór,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Efl­ing mun því gera kröfu á Icelanda­ir Hot­els að greiða starfs­mönn­unum sem ekki voru á vakt laun og ef ekki verður orðið við henni þá verði farið með málið fyrir dóm. 

Viðar Þorsteinsson Mynd: Bára Huld Beck„Það er verið að hafa laun upp á 12 til 25 þús­und krónur af fólki sem er á lægstu laun­un­um. Það er hreint með ólík­indum að hót­el­keðjan skuli grípa til þess­ara ráð­staf­ana og við munum bregð­ast við af fullri hörku, “ er haft eft­ir Við­ari Þor­steins­syni, fram­kvæmda­stjóra Efl­ingar í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent