Kostar 46,6 milljarða á ári að hætta skerðingum á eldri borgurum og öryrkjum

Ef öllum skerðingum á almannatryggingum elli- og örorkulífeyrisþegum yrði hætt myndi það kosta ríkissjóð vel á fimmta tug milljarða króna á ári. Stærsti hluti fjárhæðarinnar myndi fara til ellilífeyrisþega, eða 37,6 milljarðar króna.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að það verði mjög dýrt að afnema skerðingar.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að það verði mjög dýrt að afnema skerðingar.
Auglýsing

Ef allar skerð­ingar á elli­líf­eyri yrðu aflagðar myndi það kosta rík­is­sjóð 42,4 millj­arða króna. Þar af myndu greiðslur vegna elli­líf­eyris aukast um 38,5 millj­arða króna, vegna heim­il­is­upp­bóta um 2,3 millj­arða króna og ein­greiðslna um 1,6 millj­arða króna.

Þetta kemur fram í svari Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, félags- og barna­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Ingu Sæland, for­manns Flokks fólks­ins, um líf­eyr­is­greiðslur almanna­trygg­inga.

Inga spurði einnig hvað það myndi kosta rík­is­sjóð ef hætt yrði öllum skerð­ingum almanna­trygg­inga vegna líf­eyr­is­sjóðs­tekna líf­eyr­is­þega. Þá myndi kostn­aður rík­is­sjóðs verða aðeins minni, eða 37,6 millj­arðar króna. Mestu myndi muna um 33,9 millj­arða króna við­bót­ar­greiðslur í elli­líf­eyri en auk þess myndi aukin kostn­aður vegna heim­il­is­upp­bótar vera um 2,2 millj­arðar króa og vegna ein­greiðslna um 1,5 millj­arðar króna.

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.

Sá kostn­aður gæti einnig átt við um örorku­líf­eyr­is­þega og þá myndu bæt­ast við níu millj­arðar króna í kostnað fyrir rík­is­sjóð. Í svar­inu seg­ir: „Sam­tals yrði kostn­aður rík­is­sjóðs við almanna­trygg­inga­kerf­ið, ef hætt yrði öllum skerð­ingum almanna­trygg­inga vegna líf­eyr­is­sjóðs­tekna bæði elli- og örorku­líf­eyr­is­þega, því 46.554 millj. kr. Tekið skal fram að líf­eyr­is­sjóðs­tekjur hafa hvorki áhrif á fjár­hæð örorku­líf­eyris né ald­urstengdrar örorku­upp­bót­ar.“

Auglýsing

Frí­tekju­mark upp á 100 þús­und kostar 16 millj­arða

Að end­ingu spurði Inga hvað það myndi kosta rík­is­sjóð ef elli­líf­eyr­is­þegar væru með 100 þús­und króna sér­stakt frí­tekju­mark vegna líf­eyr­is­sjóðs­tekna.

Í svari Ásmundar Ein­ars kom fram að sú leið myndi kosta rík­is­sjóð tæp­lega 16,1 millj­arð króna á ári. Þar myndi muna mest um aukin kostnað vegna elli­líf­eyr­is, sem yrði 14,4 millj­arðar króna. Auk þess myndi heim­il­is­upp­bót skila hópnum tæp­lega 1,1 millj­arði króna í við­bót­ar­tekjur og ein­greiðslur 627 millj­ónum króna.

Í svari ráð­herr­ans segir að ofan­greindir útreikn­ingar nái ein­ungis til þeirra sem hafi fengið ákvarð­aðan elli­líf­eyri hjá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins. „Til við­bótar eru um 6.600 ein­stak­lingar búsettir hér á landi sem hafa náð 67 ára aldri og eru hvorki á hjúkr­un­ar­heim­ili né sjúkra­stofn­unum og hafa ekki sótt um neinar bætur frá stofn­un­inni. Ekki er hægt að áætla hversu margir þess­ara ein­stak­linga hafa ekki sótt um elli­líf­eyri af þeirri ástæðu að þeir hafa of háar tekjur til að eiga rétt á greiðslum en myndu sækja um greiðslur eftir að tekju­skerð­ingar elli­líf­eyris hefðu verið afnumdar eða dregið veru­lega úr þeim. Það er því erfitt að áætla hver kostn­aður rík­is­sjóðs vegna þess yrði en þó má nefna að ef þessir ein­stak­lingar ættu allir rétt á fullum bótum yrði kostn­að­ur­inn rúm­lega 20.000 millj. kr. á ári. Lík­lega yrði kostn­að­ur­inn þó lægri þar sem ólík­legt er að allir ættu rétt til elli­líf­eyris eða fulls líf­eyris auk þess sem reglur um hækkun greiðslna vegna frest­unar á töku líf­eyris hefðu áhrif til lækk­unar fjár­hæð­ar­inn­ar.

 Þess skal getið að í fram­an­greindum útreikn­ingum er ekki reiknað með auknum tekjum sem rík­is­sjóður gæti haft, t.d. í formi auk­inna skatta, ef hætt yrði við allar skerð­ingar á elli­líf­eyri líf­eyr­is­þega.“

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent