Kostar 46,6 milljarða á ári að hætta skerðingum á eldri borgurum og öryrkjum

Ef öllum skerðingum á almannatryggingum elli- og örorkulífeyrisþegum yrði hætt myndi það kosta ríkissjóð vel á fimmta tug milljarða króna á ári. Stærsti hluti fjárhæðarinnar myndi fara til ellilífeyrisþega, eða 37,6 milljarðar króna.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að það verði mjög dýrt að afnema skerðingar.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að það verði mjög dýrt að afnema skerðingar.
Auglýsing

Ef allar skerð­ingar á elli­líf­eyri yrðu aflagðar myndi það kosta rík­is­sjóð 42,4 millj­arða króna. Þar af myndu greiðslur vegna elli­líf­eyris aukast um 38,5 millj­arða króna, vegna heim­il­is­upp­bóta um 2,3 millj­arða króna og ein­greiðslna um 1,6 millj­arða króna.

Þetta kemur fram í svari Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, félags- og barna­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Ingu Sæland, for­manns Flokks fólks­ins, um líf­eyr­is­greiðslur almanna­trygg­inga.

Inga spurði einnig hvað það myndi kosta rík­is­sjóð ef hætt yrði öllum skerð­ingum almanna­trygg­inga vegna líf­eyr­is­sjóðs­tekna líf­eyr­is­þega. Þá myndi kostn­aður rík­is­sjóðs verða aðeins minni, eða 37,6 millj­arðar króna. Mestu myndi muna um 33,9 millj­arða króna við­bót­ar­greiðslur í elli­líf­eyri en auk þess myndi aukin kostn­aður vegna heim­il­is­upp­bótar vera um 2,2 millj­arðar króa og vegna ein­greiðslna um 1,5 millj­arðar króna.

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.

Sá kostn­aður gæti einnig átt við um örorku­líf­eyr­is­þega og þá myndu bæt­ast við níu millj­arðar króna í kostnað fyrir rík­is­sjóð. Í svar­inu seg­ir: „Sam­tals yrði kostn­aður rík­is­sjóðs við almanna­trygg­inga­kerf­ið, ef hætt yrði öllum skerð­ingum almanna­trygg­inga vegna líf­eyr­is­sjóðs­tekna bæði elli- og örorku­líf­eyr­is­þega, því 46.554 millj. kr. Tekið skal fram að líf­eyr­is­sjóðs­tekjur hafa hvorki áhrif á fjár­hæð örorku­líf­eyris né ald­urstengdrar örorku­upp­bót­ar.“

Auglýsing

Frí­tekju­mark upp á 100 þús­und kostar 16 millj­arða

Að end­ingu spurði Inga hvað það myndi kosta rík­is­sjóð ef elli­líf­eyr­is­þegar væru með 100 þús­und króna sér­stakt frí­tekju­mark vegna líf­eyr­is­sjóðs­tekna.

Í svari Ásmundar Ein­ars kom fram að sú leið myndi kosta rík­is­sjóð tæp­lega 16,1 millj­arð króna á ári. Þar myndi muna mest um aukin kostnað vegna elli­líf­eyr­is, sem yrði 14,4 millj­arðar króna. Auk þess myndi heim­il­is­upp­bót skila hópnum tæp­lega 1,1 millj­arði króna í við­bót­ar­tekjur og ein­greiðslur 627 millj­ónum króna.

Í svari ráð­herr­ans segir að ofan­greindir útreikn­ingar nái ein­ungis til þeirra sem hafi fengið ákvarð­aðan elli­líf­eyri hjá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins. „Til við­bótar eru um 6.600 ein­stak­lingar búsettir hér á landi sem hafa náð 67 ára aldri og eru hvorki á hjúkr­un­ar­heim­ili né sjúkra­stofn­unum og hafa ekki sótt um neinar bætur frá stofn­un­inni. Ekki er hægt að áætla hversu margir þess­ara ein­stak­linga hafa ekki sótt um elli­líf­eyri af þeirri ástæðu að þeir hafa of háar tekjur til að eiga rétt á greiðslum en myndu sækja um greiðslur eftir að tekju­skerð­ingar elli­líf­eyris hefðu verið afnumdar eða dregið veru­lega úr þeim. Það er því erfitt að áætla hver kostn­aður rík­is­sjóðs vegna þess yrði en þó má nefna að ef þessir ein­stak­lingar ættu allir rétt á fullum bótum yrði kostn­að­ur­inn rúm­lega 20.000 millj. kr. á ári. Lík­lega yrði kostn­að­ur­inn þó lægri þar sem ólík­legt er að allir ættu rétt til elli­líf­eyris eða fulls líf­eyris auk þess sem reglur um hækkun greiðslna vegna frest­unar á töku líf­eyris hefðu áhrif til lækk­unar fjár­hæð­ar­inn­ar.

 Þess skal getið að í fram­an­greindum útreikn­ingum er ekki reiknað með auknum tekjum sem rík­is­sjóður gæti haft, t.d. í formi auk­inna skatta, ef hætt yrði við allar skerð­ingar á elli­líf­eyri líf­eyr­is­þega.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent