Yfir fjögur þúsund viðskiptavinir hafa skráð sig til viðskipta hjá Auði

Auður er ný fjármálaþjónusta Kviku. Þjónustan er í boði á netinu, og segir forstöðumaður Auðar, Ólöf Jónsdóttir, að horft sé til þess að láta viðskiptavini njóta góðs af hagkvæmum rekstri og nútímalegu skipulagi.

audur123.jpg
Auglýsing

Yfir fjögur þús­und við­skipta­vinir hafa skráð sig fyrir nýjum sparn­að­ar­reikn­ingum hjá Auði, nýrri fjár­mála­þjón­ustu Kviku, á einum mán­uði eða frá því að þjón­ustan tók til starfa. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Auði.

„Mót­tök­urnar hafa verið framar okkar björt­ustu von­um. Við­skipta­vinum Auðar hefur fjölgað jafnt og þétt á þessum fyrsta mán­uði og þeir eru á öllum aldri – ungir sem aldn­ir,“ segir Ólöf Jóns­dótt­ir, for­stöðu­maður Auð­ar. „Það er ljóst að mikil eft­ir­spurn er eftir sann­gjarnri fjár­mála­þjón­ustu á net­inu og því spenn­andi tímar framund­an.“

Auglýsing

Auður hóf sem fyrr segir starf­semi fyrir mán­uði síð­an. Auður býður sparn­að­ar­reikn­inga fyrir ein­stak­linga með fjögur pró­sent vöxtum sem greiddir eru mán­að­ar­lega. 

Sparn­að­ar­reikn­ing­arnir eru óbundnir og því alltaf lausir til úttekt­ar. 

Mark­mið Auðar er að bjóða spari­fjár­eig­endum betri vexti en þekkst hafa hingað til með því að nýta tækni­lausnir og stöðu Kviku sem banka án úti­búa­nets, segir í til­kynn­ing­u. 

Öllum kostn­aði er haldið í lág­marki og er það svig­rúm nýtt til að bjóða við­skipta­vinum betri kjör en fást hjá öðrum bönk­um. 

„Auður er gott dæmi um það hvernig banka­kerfið er að þró­ast þar sem stór hluti þjón­ust­unnar fer nú fram á net­inu sem skilar sér svo í betri kjörum fyrir við­skipta­vin­i,“ seg­ir Ólöf. Þjón­usta Auðar fer ein­göngu fram á net­inu. Lág­marks­upp­hæð reikn­inga er 250.000 krónur en heim­ilt er að hafa reikn­ing undir lág­marks­upp­hæð í 180 daga.

Auð­ur­ nýtir raf­ræn skil­ríki til auð­kenn­ingar og fara öll við­skipti hennar fram í íslenskum krón­um. 

Kvika er skráð á aðal­l­ista kaup­hallar Íslands. Mark­aðsvirði bank­ans er um 20 millj­arðar króna.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent