Yfir fjögur þúsund viðskiptavinir hafa skráð sig til viðskipta hjá Auði

Auður er ný fjármálaþjónusta Kviku. Þjónustan er í boði á netinu, og segir forstöðumaður Auðar, Ólöf Jónsdóttir, að horft sé til þess að láta viðskiptavini njóta góðs af hagkvæmum rekstri og nútímalegu skipulagi.

audur123.jpg
Auglýsing

Yfir fjögur þús­und við­skipta­vinir hafa skráð sig fyrir nýjum sparn­að­ar­reikn­ingum hjá Auði, nýrri fjár­mála­þjón­ustu Kviku, á einum mán­uði eða frá því að þjón­ustan tók til starfa. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Auði.

„Mót­tök­urnar hafa verið framar okkar björt­ustu von­um. Við­skipta­vinum Auðar hefur fjölgað jafnt og þétt á þessum fyrsta mán­uði og þeir eru á öllum aldri – ungir sem aldn­ir,“ segir Ólöf Jóns­dótt­ir, for­stöðu­maður Auð­ar. „Það er ljóst að mikil eft­ir­spurn er eftir sann­gjarnri fjár­mála­þjón­ustu á net­inu og því spenn­andi tímar framund­an.“

Auglýsing

Auður hóf sem fyrr segir starf­semi fyrir mán­uði síð­an. Auður býður sparn­að­ar­reikn­inga fyrir ein­stak­linga með fjögur pró­sent vöxtum sem greiddir eru mán­að­ar­lega. 

Sparn­að­ar­reikn­ing­arnir eru óbundnir og því alltaf lausir til úttekt­ar. 

Mark­mið Auðar er að bjóða spari­fjár­eig­endum betri vexti en þekkst hafa hingað til með því að nýta tækni­lausnir og stöðu Kviku sem banka án úti­búa­nets, segir í til­kynn­ing­u. 

Öllum kostn­aði er haldið í lág­marki og er það svig­rúm nýtt til að bjóða við­skipta­vinum betri kjör en fást hjá öðrum bönk­um. 

„Auður er gott dæmi um það hvernig banka­kerfið er að þró­ast þar sem stór hluti þjón­ust­unnar fer nú fram á net­inu sem skilar sér svo í betri kjörum fyrir við­skipta­vin­i,“ seg­ir Ólöf. Þjón­usta Auðar fer ein­göngu fram á net­inu. Lág­marks­upp­hæð reikn­inga er 250.000 krónur en heim­ilt er að hafa reikn­ing undir lág­marks­upp­hæð í 180 daga.

Auð­ur­ nýtir raf­ræn skil­ríki til auð­kenn­ingar og fara öll við­skipti hennar fram í íslenskum krón­um. 

Kvika er skráð á aðal­l­ista kaup­hallar Íslands. Mark­aðsvirði bank­ans er um 20 millj­arðar króna.Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent