Sveinn Andri þarf ekki að víkja

Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður og skipta­stjóri þrota­bús WOW air, þarf ekki að víkja sem skipta­stjóri bús­ins.

Sveinn Andri Sveinsson
Sveinn Andri Sveinsson
Auglýsing

Sveinn Andri Sveins­­son, lög­maður og skipta­­stjóri þrota­­bús WOW air, þarf ekki að víkja sem skipta­­stjóri bús­ins. Þetta er nið­ur­staða Sím­on­ar Sig­­valda­­son­ar hér­aðs­dóm­­ara en Ari­on banki hafði farið fram á að Sveini Andra yrði gert að víkja vegna van­hæf­­is. Mbl.is greinir frá.

Taldi bank­inn að Sveinn hefði í störf­um sín­um í öðru máli sem tengd­ist Valitor, dótt­­ur­­fé­lagi Ari­on banka, farið langt út fyr­ir það sem eðli­­legt mætti telja í störf­um fyr­ir skjól­­stæð­ing sinn.

Sam­kvæmt mbl.is hefur eng­in ákvörðun verið tek­in um hvort nið­ur­­­stöð­unni verði skotið til Lands­rétt­ar en full­trúi Arion banka segir að lög­­­menn bank­ans muni nú fara yfir nið­ur­­­stöð­una.

Auglýsing

Skip­unin víða gagn­rýnd

Eftir gjald­þrot WOW air var greint frá því að hæsta­rétt­­ar­lög­­menn­irnir Þor­­steinn Ein­­ar­s­­son og Sveinn Andri Sveins­­son hefðu verið skip­aðir skipta­­stjórar þrota­­bús­ins. Skip­unin var víða gagn­rýnd en stjórnir Lög­­­manna­­fé­lags Íslands og Félags kvenna í lög­­­mennsku höfðu meðal ann­­ars óskað sér­­stak­­lega eftir upp­­lýs­ingum um hvaða verk­lags­­reglur gilda í slíkum til­­­fell­­um.

Lög­­­­­menn­irn­ir Kristrún Elsa Harð­­ar­dótt­ir og Saga Ýrr Jóns­dótt­ir sögðu í fjöl­miðlum eftir skip­un­ina að nauð­­syn­­­legt væri að gerðar væru breyt­ing­ar á ó­gagn­­sæj­u ­ferli við skip­un skipta­­­stjóra í þrota­­­bú­­­um. Þær sögðu að svo virt­ist sem konum væri ekki treyst fyrir þessum stóru búum. Þá sögðu þær í sam­tali við mbl.is að gagn­rýni á skip­un­ina sner­ist frek­ar að því að verið væri að skipa Svein Andra skipta­­­stjóra þar sem hann væri nú þegar skipta­­­stjóri yfir stóru búi, EK 1923. Þær veltu því fyrir sér hvort heppi­­legt væri að lög­­­maður væri skipta­­stjóri yfir tveimur stórum þrota­­búum sam­­tímis líkt og raunin er í til­­­felli Sveins Andra.

Auk þess bentu þær á að ágrein­ings­­­mál væri til með­­­ferðar í Hér­­aðs­­dómi Reykja­vík­­­ur þar sem fjór­ir kröf­u­haf­ar hafa lagt fram kvört­un gegn Sveini Andra þar sem þau telja að hann hafi ekki upp­­­lýst kröf­u­hafa um mik­inn áfall­inn kostn­að, meðal ann­­­ars vegna máls­höfð­ana gegn fyrr­ver­andi eig­anda fé­lags­ins og fé­laga í hans eigu.

Þórður Már Jóns­­son lög­­­maður skrif­aði Face­­book-­­færslu þar sem hann gagn­rýndi skip­un­ina og sagði hann Svein Andra fá fleiri þrotabú til skipt­anna en aðr­­ir. Símon Sig­­valda­­son dóm­­stjóri Hér­­aðs­­dóms Reykja­vík­­­ur, sem skip­aði skipta­­stjór­ana yfir þrotabú WOW air, vís­aði því hins því alfarið á bug að hann hygli suma lög­­­menn umfram aðra við skipun skipta­­stjóra og hafn­aði því jafn­­framt að hann úti­­loki konur frá slita­­bú­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent