Sveinn Andri þarf ekki að víkja

Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður og skipta­stjóri þrota­bús WOW air, þarf ekki að víkja sem skipta­stjóri bús­ins.

Sveinn Andri Sveinsson
Sveinn Andri Sveinsson
Auglýsing

Sveinn Andri Sveins­­son, lög­maður og skipta­­stjóri þrota­­bús WOW air, þarf ekki að víkja sem skipta­­stjóri bús­ins. Þetta er nið­ur­staða Sím­on­ar Sig­­valda­­son­ar hér­aðs­dóm­­ara en Ari­on banki hafði farið fram á að Sveini Andra yrði gert að víkja vegna van­hæf­­is. Mbl.is greinir frá.

Taldi bank­inn að Sveinn hefði í störf­um sín­um í öðru máli sem tengd­ist Valitor, dótt­­ur­­fé­lagi Ari­on banka, farið langt út fyr­ir það sem eðli­­legt mætti telja í störf­um fyr­ir skjól­­stæð­ing sinn.

Sam­kvæmt mbl.is hefur eng­in ákvörðun verið tek­in um hvort nið­ur­­­stöð­unni verði skotið til Lands­rétt­ar en full­trúi Arion banka segir að lög­­­menn bank­ans muni nú fara yfir nið­ur­­­stöð­una.

Auglýsing

Skip­unin víða gagn­rýnd

Eftir gjald­þrot WOW air var greint frá því að hæsta­rétt­­ar­lög­­menn­irnir Þor­­steinn Ein­­ar­s­­son og Sveinn Andri Sveins­­son hefðu verið skip­aðir skipta­­stjórar þrota­­bús­ins. Skip­unin var víða gagn­rýnd en stjórnir Lög­­­manna­­fé­lags Íslands og Félags kvenna í lög­­­mennsku höfðu meðal ann­­ars óskað sér­­stak­­lega eftir upp­­lýs­ingum um hvaða verk­lags­­reglur gilda í slíkum til­­­fell­­um.

Lög­­­­­menn­irn­ir Kristrún Elsa Harð­­ar­dótt­ir og Saga Ýrr Jóns­dótt­ir sögðu í fjöl­miðlum eftir skip­un­ina að nauð­­syn­­­legt væri að gerðar væru breyt­ing­ar á ó­gagn­­sæj­u ­ferli við skip­un skipta­­­stjóra í þrota­­­bú­­­um. Þær sögðu að svo virt­ist sem konum væri ekki treyst fyrir þessum stóru búum. Þá sögðu þær í sam­tali við mbl.is að gagn­rýni á skip­un­ina sner­ist frek­ar að því að verið væri að skipa Svein Andra skipta­­­stjóra þar sem hann væri nú þegar skipta­­­stjóri yfir stóru búi, EK 1923. Þær veltu því fyrir sér hvort heppi­­legt væri að lög­­­maður væri skipta­­stjóri yfir tveimur stórum þrota­­búum sam­­tímis líkt og raunin er í til­­­felli Sveins Andra.

Auk þess bentu þær á að ágrein­ings­­­mál væri til með­­­ferðar í Hér­­aðs­­dómi Reykja­vík­­­ur þar sem fjór­ir kröf­u­haf­ar hafa lagt fram kvört­un gegn Sveini Andra þar sem þau telja að hann hafi ekki upp­­­lýst kröf­u­hafa um mik­inn áfall­inn kostn­að, meðal ann­­­ars vegna máls­höfð­ana gegn fyrr­ver­andi eig­anda fé­lags­ins og fé­laga í hans eigu.

Þórður Már Jóns­­son lög­­­maður skrif­aði Face­­book-­­færslu þar sem hann gagn­rýndi skip­un­ina og sagði hann Svein Andra fá fleiri þrotabú til skipt­anna en aðr­­ir. Símon Sig­­valda­­son dóm­­stjóri Hér­­aðs­­dóms Reykja­vík­­­ur, sem skip­aði skipta­­stjór­ana yfir þrotabú WOW air, vís­aði því hins því alfarið á bug að hann hygli suma lög­­­menn umfram aðra við skipun skipta­­stjóra og hafn­aði því jafn­­framt að hann úti­­loki konur frá slita­­bú­­um.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent