Sveinn Andri þarf ekki að víkja

Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður og skipta­stjóri þrota­bús WOW air, þarf ekki að víkja sem skipta­stjóri bús­ins.

Sveinn Andri Sveinsson
Sveinn Andri Sveinsson
Auglýsing

Sveinn Andri Sveins­­son, lög­maður og skipta­­stjóri þrota­­bús WOW air, þarf ekki að víkja sem skipta­­stjóri bús­ins. Þetta er nið­ur­staða Sím­on­ar Sig­­valda­­son­ar hér­aðs­dóm­­ara en Ari­on banki hafði farið fram á að Sveini Andra yrði gert að víkja vegna van­hæf­­is. Mbl.is greinir frá.

Taldi bank­inn að Sveinn hefði í störf­um sín­um í öðru máli sem tengd­ist Valitor, dótt­­ur­­fé­lagi Ari­on banka, farið langt út fyr­ir það sem eðli­­legt mætti telja í störf­um fyr­ir skjól­­stæð­ing sinn.

Sam­kvæmt mbl.is hefur eng­in ákvörðun verið tek­in um hvort nið­ur­­­stöð­unni verði skotið til Lands­rétt­ar en full­trúi Arion banka segir að lög­­­menn bank­ans muni nú fara yfir nið­ur­­­stöð­una.

Auglýsing

Skip­unin víða gagn­rýnd

Eftir gjald­þrot WOW air var greint frá því að hæsta­rétt­­ar­lög­­menn­irnir Þor­­steinn Ein­­ar­s­­son og Sveinn Andri Sveins­­son hefðu verið skip­aðir skipta­­stjórar þrota­­bús­ins. Skip­unin var víða gagn­rýnd en stjórnir Lög­­­manna­­fé­lags Íslands og Félags kvenna í lög­­­mennsku höfðu meðal ann­­ars óskað sér­­stak­­lega eftir upp­­lýs­ingum um hvaða verk­lags­­reglur gilda í slíkum til­­­fell­­um.

Lög­­­­­menn­irn­ir Kristrún Elsa Harð­­ar­dótt­ir og Saga Ýrr Jóns­dótt­ir sögðu í fjöl­miðlum eftir skip­un­ina að nauð­­syn­­­legt væri að gerðar væru breyt­ing­ar á ó­gagn­­sæj­u ­ferli við skip­un skipta­­­stjóra í þrota­­­bú­­­um. Þær sögðu að svo virt­ist sem konum væri ekki treyst fyrir þessum stóru búum. Þá sögðu þær í sam­tali við mbl.is að gagn­rýni á skip­un­ina sner­ist frek­ar að því að verið væri að skipa Svein Andra skipta­­­stjóra þar sem hann væri nú þegar skipta­­­stjóri yfir stóru búi, EK 1923. Þær veltu því fyrir sér hvort heppi­­legt væri að lög­­­maður væri skipta­­stjóri yfir tveimur stórum þrota­­búum sam­­tímis líkt og raunin er í til­­­felli Sveins Andra.

Auk þess bentu þær á að ágrein­ings­­­mál væri til með­­­ferðar í Hér­­aðs­­dómi Reykja­vík­­­ur þar sem fjór­ir kröf­u­haf­ar hafa lagt fram kvört­un gegn Sveini Andra þar sem þau telja að hann hafi ekki upp­­­lýst kröf­u­hafa um mik­inn áfall­inn kostn­að, meðal ann­­­ars vegna máls­höfð­ana gegn fyrr­ver­andi eig­anda fé­lags­ins og fé­laga í hans eigu.

Þórður Már Jóns­­son lög­­­maður skrif­aði Face­­book-­­færslu þar sem hann gagn­rýndi skip­un­ina og sagði hann Svein Andra fá fleiri þrotabú til skipt­anna en aðr­­ir. Símon Sig­­valda­­son dóm­­stjóri Hér­­aðs­­dóms Reykja­vík­­­ur, sem skip­aði skipta­­stjór­ana yfir þrotabú WOW air, vís­aði því hins því alfarið á bug að hann hygli suma lög­­­menn umfram aðra við skipun skipta­­stjóra og hafn­aði því jafn­­framt að hann úti­­loki konur frá slita­­bú­­um.

Ekkert nýtt úr gömlu
Ekkert lát er á mótmælum almennings í Alsír. Eftir að forsetinn lét af völdum hefur reiði mótmælenda beinst að ráðherrum og öðrum valdamönnum.
Kjarninn 21. apríl 2019
Basil hassan
Dani undirbjó mörg hryðjuverk
Tilviljun réði því að hryðjuverk, sem Dani að nafni Basil Hassan undirbjó, mistókst. Ætlunin var að granda farþegaþotu. Basil Hassan hafði, ásamt samverkamönnum sínum, mörg slík hryðjuverk í hyggju.
Kjarninn 21. apríl 2019
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn.
Skert aðgengi fyrir flóttafólk að íslensku menntakerfi
Af 82 flóttamönnum sem tóku þátt í þarfagreiningu Rauða krossins í Reykjavík eru einungis 5% í námi, en 43% eiga í erfiðleikum með að komast í nám.
Kjarninn 20. apríl 2019
Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent