Mjólkursala dregist saman um fjórðung frá árinu 2010

Sala á drykkjarmjólk hefur minnkað hratt á undanförnum árum og hefur frá árinu 2010 dregist saman um 25 prósent hjá Mjólkursamsölunni. Í fyrra dróst heildarsala á mjólkurvörum saman um 2 prósent.

Léttmjólk.jpg
Auglýsing

Mjólkurneysla landsmanna hefur farið minnkandi á síðustu árum og hefur heildarsala á drykkjarmjólk dregist saman um 7,9 milljónir lítra eða 25 prósent frá árinu 2010. Nýmjólk, léttmjólk, undanrenna og fjörmjólk eru flokkaðar sem drykkjarmjólk. Í fyrra nam heildarsalan á drykkjarmjólk 23,8 milljón lítrum og dróst saman um 2,8 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi Sambands afurðastöðva í mjólkuriðnaði. 

Sala á mjólkurvörum dróst saman í fjórum flokkum

Alls dróst heildarsala mjólkurvara frá aðildarfélögum SAM saman um 2,2 prósent frá árinu 2017 til 2018 eða um 1290 tonn, samkvæmt ársreikningi samtakanna. Aðildarfélög SAM eru Auðhumla og Kaupfélag Skagfirðinga sem eiga Mjólkursamsöluna og rekur KS mjólkursamlag KS á Sauðarárkróki. Samdráttur var í öllum vöruflokkum nema rjóma og dufti. 

Alls hefur sala á rjóma, dufti, ostum og viðbiti aukist töluvert frá árinu 2010 en í heildina hefur sala á mjólkurvörum dregist saman um 4,1 prósent á síðustu 9 árum. Sala á rjóma hefur aukist hvað mest eða um 30,4 prósent frá árinu 2010 og jókst um 7,1 prósent í fyrra. Sala skyrtegunda dróst saman um 169 tonn í fyrra og sala á osti  um 102 tonn í fyrra.

Auglýsing

6,5 milljónir í styrki fyrir nýsköpun með mjólk

Árið 2017 veitti Auðhumla þrjá styrki til frumkvöðulsstarfs þar sem mjólk kemur við sögu sem hráefni. Einn styrkurinn nam þremur milljónum krónum og rann til Biobú vegna verkefnis sem stuðlar að nýsköpun og aukinni nýtingu á lífrænni mysu sem í dag fellur til við framleiðslu mjólkurafurða. Annar þriggja milljóna styrkur var veittur verkefninu Jökla, sem er íslenskur mjólkurlíkjör en aldrei áður hefur verið framleiddur áfengur drykkur úr íslenskri mjólk. Þriðji styrkurinn rann til forverkefnis um þróun heilsuvöru úr broddmjólk. Matís sér um utanhald verkefnanna. 

MS dæmt til að greiða sekt upp á 480 milljónir

Í maí á síðasta ári var Mjólkursamsölunni gert að greiða sekt að fjár­hæð alls 480 millj­ónir króna vegna mis­notk­unar á mark­aðs­ráð­andi stöðu í Héraðsdóm. MS seldi keppi­nautum sínum grund­vall­ar­hrá­efni til fram­leiðslu á mjólk­ur­vörum, það er að segja hrá­mjólk, á hærra verði en MS sjálft og tengdir aðil­ar, sem eru Kaup­fé­lag Skag­firð­inga og dótt­ur­fé­lag þess, þurftu að greiða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent