Eimskip þýtur upp – Markaðurinn hækkað um 22 prósent á árinu

Vísitala íslenska hlutabréfamarkaðarins hefur hækkað mun meira á þessu ári en í flestum öðrum ríkjum.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Vísi­tala hluta­bréfa­mark­að­ins íslenska hefur hækkað um 22,1 pró­sent á þessu ári, sem er meira en á flestum öðrum alþjóð­legum mörk­uð­um. Þannig hefur S&P 500 vísi­talan hækkað um nærri 11 pró­sent á fyrstu mán­uðum árs­ins, sem telst nokkuð mikið í sögu­legu sam­hengi. 

Í dag hækk­aði gengi bréf Eim­skip um rúm­lega 6 pró­sent í 121 millj­óna króna við­skipt­um. Mark­aðsvirði félags­ins er nú 34,4 millj­arðar króna. 

Næst mesta hækkun dags­ins var á gengi bréfa í Sýn, en mark­aðsvirði þess félags er nú um 10 millj­arðar króna. 

Auglýsing

Fjár­festar brugð­ust því við breyt­ingum á yfir­stjórn, þar sem Heiðar Guð­jóns­son færði sig úr stjórn­ar­for­mennsku í for­stjóra­stól, með jákvæðni, en Hjör­leifur Páls­son tók við stjórn­ar­for­mennsku.

Gengi bréfa í Marel hækk­aði um 2,24 pró­sent, og er mark­aðsvirði félags­ins nú komið í 363 millj­arða króna. 

Mesta lækkun dags­ins var á gengi bréfa í Icelandair en það lækk­aði um 1,22 pró­sent. Mark­aðsvirði félags­ins er nú 42,6 millj­arðar króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent