Segir framgöngu Isavia ófyrirleitna og óskiljanlega

Air Lea­se Cor­por­ation á­skilur sér allan rétt til að krefja Isavia og ís­lenska ríkið um bætur vegna tjóns sem fé­lagið kveðst hafa orðið fyrir vegna kyrrsetningu far­þega­þotu fé­lagsins. Stofnandi ALC segir kröfu Isavia ófyrirleitna og óskiljanlega.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

For­svars­menn flug­véla­leigu­fyr­ir­tæk­is­ins Air Lea­se Cor­por­ation segj­ast áskilja sér allan rétt til að krefja Isa­via og ís­­lenska ríkið um bætur vegna tjóns sem fé­lagið kveðst hafa orðið fyrir vegna öftr­unar Isa­via á brott­­för far­þega­þotu fé­lags­ins frá Kefla­vík. Í til­kynn­ing­u frá félag­inu segir stofn­andi ALC að krafa Isa­via um að „óskylt fyr­ir­tæki“ gang­ist í ábyrgðir fyrir skuldum sem Isa­via beri sjálft ábyrgð á að hafa leyft WOW air að safna hjá sér sé í senn ófyr­ir­leitin og óskilj­an­leg. 

Segir WOW hafa sam­þykkt að afhenda vél­ina í apr­íl 

Far­þega­þota ALC hefur verið meinuð brott­för í nærri fjórar vikur eða allt frá gjald­þroti WOW air. Í til­kynn­ingu frá félag­inu segir að tjón ALC vegna aðgerða Isa­via sé umtals­vert og auk­ist með hverjum degi. Félagið segir WOW air hafa sam­þykkt, áður en til gjald­þrots­ins kom, að afhenda ALC vél­ina nú í apríl og því hafi félagið verið búið að skrifa undir samn­inga um að leigja þot­una til ann­ars flug­félags.

Isa­via hefur sagst ekki ætla að láta þot­una af hendi nema ALC standi skil á öllum skuldum WOW air við Kefla­vík­ur­flug­völl sem söfn­uð­ust upp síð­ustu 9 mán­uði rekstrar WOW air, upp á ríf­lega tvo millj­arða króna. Dóms­mál ALC á hendur Isa­via til að fá eign sína afhenta var tekið fyrir í Héraðs­dómi Reykja­ness á ­þriðju­dag. Dómari veitti Isa­via viku­frest til að leggja fram grein­ar­gerð og afla gagna, en mál­flutn­ing­ur ­fer fram 2. maí næstkomandi. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu félags­ins segir að ALC telji það frá­leitt að lög­að­ili á Ís­landi geti lagt fram eigur ann­ara sem veð og félagið undrist að opin­bert hluta­félag taki þátt í sam­komu­lagi um slíkt og telji það í sam­ræmi við ákvæði loft­ferða­laga. Þrátt fyrir ítrek­aðar beiðnir hafi Isa­via ekki heldur feng­ist til að leggja fram sund­ur­liðun gjald­anna að baki skuld WOW air. 

Þá telur félagið að með fram­göngu sinni hafi Isa­via brotið gegn ­eign­ar­rétt­ará­kvæðum stjórn­ar­skrár. Auk þess sem WOW air, vegna gjald­þrots síns, hafi ekki leng­ur haft yfir­ráð yfir far­þega­þot­unni þegar henni var meinuð brott­för og því geti Isa­via ekki byggt á heim­ild loft­ferða­laga til að stöðva för þot­unn­ar.

Gagn­rýna að Isa­via geri upp á milli flug­rek­anda

Steve Udvar-Házy, stofn­andi og starf­andi stjórn­ar­for­maður ALC, segir mála­til­búnað Isa­viu vekja upp alvar­legar spurn­ingar um fram­göngu Isa­via og hvernig félagið hefur gert upp á milli flug­rek­anda. „Á meðan WOW air var á laun, að minnsta kosti frá júlí 2018, heim­ilað að safna for­dæma­lausum skuldum við Isa­via hafa önnur flug­félög sem til­ Ís­lands fljúga þurft að greiða öll flug­vall­ar­gjöld á tíma og í sam­ræmi við regl­ur. Í þeim hópi eru félög á borð við Icelanda­ir, Wizz Air, SAS, EasyJet, Atl­antic Airwa­ys, Brit­ish Airwa­ys, Delta, og Luft­hansa. Ekki er að sjá að stuðn­ingur Isa­via við einn flug­rek­anda umfram aðra eig­i nokkra stoð í lögum eða regl­u­m,“ segir Steve í til­kynn­ingu frá félag­in­u. 

Þá segir hann að það hljóti einnig að vekja upp spurn­ingar að Isa­via skuli hafa samið „á laun“ við WOW air um að flug­fé­lagið hefð­i öllum stundum flug­vél í eigu ann­arra á Kefla­vík­ur­flug­velli sem trygg­ingu. Hann segir ALC hafi aldrei upp­lýst um að eigur félags­ins væru not­að­ar­ ­með þessum hætti og hefði aldrei sam­þykkt það. „Fram­ganga Isa­via og krafa um að óskylt fyr­ir­tæki gang­ist í ábyrgðir fyrir skuldum sem til eru komnar án vit­undar þess og Isa­via ber sjálft ábyrgð á að hafa leyft WOW air að safna hjá sér, er í senn ófyr­ir­leitin og óskilj­an­leg,“ segir Steve. 

Valdið íslenskum stjórn­völdum álits­hnekki

Að lokum segir í til­kynn­ing­unn­i að ALC kom­i til með að leita allra leiða til að fá hnekkt ákvörð­unum Isa­via og end­ur­heimta eign sína. Félagið muni leita lið­sinnis hverra þeirra stofn­ana sem að þessum málum koma og láta sig varða við­skipti fyr­ir­tækja á alþjóða­vett­vangi, til dæmis til Alþjóða­sam­bands flug­félaga, Alþjóða­flug­mála­stofn­un­ar­inna, stjórn­valda í Band­aríkj­unum og stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. 

„Málið hefur þegar valdið Ís­landi og ís­lenskum stjórn­völdum álits­hnekki og fylgj­ast fyr­ir­tæki í flug­iðn­aði af áhuga með fram­vind­unn­i,“ segir enn fremur í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent