Segir framgöngu Isavia ófyrirleitna og óskiljanlega

Air Lea­se Cor­por­ation á­skilur sér allan rétt til að krefja Isavia og ís­lenska ríkið um bætur vegna tjóns sem fé­lagið kveðst hafa orðið fyrir vegna kyrrsetningu far­þega­þotu fé­lagsins. Stofnandi ALC segir kröfu Isavia ófyrirleitna og óskiljanlega.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

For­svars­menn flug­véla­leigu­fyr­ir­tæk­is­ins Air Lea­se Cor­por­ation segj­ast áskilja sér allan rétt til að krefja Isa­via og ís­­lenska ríkið um bætur vegna tjóns sem fé­lagið kveðst hafa orðið fyrir vegna öftr­unar Isa­via á brott­­för far­þega­þotu fé­lags­ins frá Kefla­vík. Í til­kynn­ing­u frá félag­inu segir stofn­andi ALC að krafa Isa­via um að „óskylt fyr­ir­tæki“ gang­ist í ábyrgðir fyrir skuldum sem Isa­via beri sjálft ábyrgð á að hafa leyft WOW air að safna hjá sér sé í senn ófyr­ir­leitin og óskilj­an­leg. 

Segir WOW hafa sam­þykkt að afhenda vél­ina í apr­íl 

Far­þega­þota ALC hefur verið meinuð brott­för í nærri fjórar vikur eða allt frá gjald­þroti WOW air. Í til­kynn­ingu frá félag­inu segir að tjón ALC vegna aðgerða Isa­via sé umtals­vert og auk­ist með hverjum degi. Félagið segir WOW air hafa sam­þykkt, áður en til gjald­þrots­ins kom, að afhenda ALC vél­ina nú í apríl og því hafi félagið verið búið að skrifa undir samn­inga um að leigja þot­una til ann­ars flug­félags.

Isa­via hefur sagst ekki ætla að láta þot­una af hendi nema ALC standi skil á öllum skuldum WOW air við Kefla­vík­ur­flug­völl sem söfn­uð­ust upp síð­ustu 9 mán­uði rekstrar WOW air, upp á ríf­lega tvo millj­arða króna. Dóms­mál ALC á hendur Isa­via til að fá eign sína afhenta var tekið fyrir í Héraðs­dómi Reykja­ness á ­þriðju­dag. Dómari veitti Isa­via viku­frest til að leggja fram grein­ar­gerð og afla gagna, en mál­flutn­ing­ur ­fer fram 2. maí næstkomandi. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu félags­ins segir að ALC telji það frá­leitt að lög­að­ili á Ís­landi geti lagt fram eigur ann­ara sem veð og félagið undrist að opin­bert hluta­félag taki þátt í sam­komu­lagi um slíkt og telji það í sam­ræmi við ákvæði loft­ferða­laga. Þrátt fyrir ítrek­aðar beiðnir hafi Isa­via ekki heldur feng­ist til að leggja fram sund­ur­liðun gjald­anna að baki skuld WOW air. 

Þá telur félagið að með fram­göngu sinni hafi Isa­via brotið gegn ­eign­ar­rétt­ará­kvæðum stjórn­ar­skrár. Auk þess sem WOW air, vegna gjald­þrots síns, hafi ekki leng­ur haft yfir­ráð yfir far­þega­þot­unni þegar henni var meinuð brott­för og því geti Isa­via ekki byggt á heim­ild loft­ferða­laga til að stöðva för þot­unn­ar.

Gagn­rýna að Isa­via geri upp á milli flug­rek­anda

Steve Udvar-Házy, stofn­andi og starf­andi stjórn­ar­for­maður ALC, segir mála­til­búnað Isa­viu vekja upp alvar­legar spurn­ingar um fram­göngu Isa­via og hvernig félagið hefur gert upp á milli flug­rek­anda. „Á meðan WOW air var á laun, að minnsta kosti frá júlí 2018, heim­ilað að safna for­dæma­lausum skuldum við Isa­via hafa önnur flug­félög sem til­ Ís­lands fljúga þurft að greiða öll flug­vall­ar­gjöld á tíma og í sam­ræmi við regl­ur. Í þeim hópi eru félög á borð við Icelanda­ir, Wizz Air, SAS, EasyJet, Atl­antic Airwa­ys, Brit­ish Airwa­ys, Delta, og Luft­hansa. Ekki er að sjá að stuðn­ingur Isa­via við einn flug­rek­anda umfram aðra eig­i nokkra stoð í lögum eða regl­u­m,“ segir Steve í til­kynn­ingu frá félag­in­u. 

Þá segir hann að það hljóti einnig að vekja upp spurn­ingar að Isa­via skuli hafa samið „á laun“ við WOW air um að flug­fé­lagið hefð­i öllum stundum flug­vél í eigu ann­arra á Kefla­vík­ur­flug­velli sem trygg­ingu. Hann segir ALC hafi aldrei upp­lýst um að eigur félags­ins væru not­að­ar­ ­með þessum hætti og hefði aldrei sam­þykkt það. „Fram­ganga Isa­via og krafa um að óskylt fyr­ir­tæki gang­ist í ábyrgðir fyrir skuldum sem til eru komnar án vit­undar þess og Isa­via ber sjálft ábyrgð á að hafa leyft WOW air að safna hjá sér, er í senn ófyr­ir­leitin og óskilj­an­leg,“ segir Steve. 

Valdið íslenskum stjórn­völdum álits­hnekki

Að lokum segir í til­kynn­ing­unn­i að ALC kom­i til með að leita allra leiða til að fá hnekkt ákvörð­unum Isa­via og end­ur­heimta eign sína. Félagið muni leita lið­sinnis hverra þeirra stofn­ana sem að þessum málum koma og láta sig varða við­skipti fyr­ir­tækja á alþjóða­vett­vangi, til dæmis til Alþjóða­sam­bands flug­félaga, Alþjóða­flug­mála­stofn­un­ar­inna, stjórn­valda í Band­aríkj­unum og stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. 

„Málið hefur þegar valdið Ís­landi og ís­lenskum stjórn­völdum álits­hnekki og fylgj­ast fyr­ir­tæki í flug­iðn­aði af áhuga með fram­vind­unn­i,“ segir enn fremur í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson
Sönnunarbyrði yfirvalda
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári
Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.
Kjarninn 3. apríl 2020
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
Kjarninn 3. apríl 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 33. þáttur: Harmdauði
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent