Segir framgöngu Isavia ófyrirleitna og óskiljanlega

Air Lea­se Cor­por­ation á­skilur sér allan rétt til að krefja Isavia og ís­lenska ríkið um bætur vegna tjóns sem fé­lagið kveðst hafa orðið fyrir vegna kyrrsetningu far­þega­þotu fé­lagsins. Stofnandi ALC segir kröfu Isavia ófyrirleitna og óskiljanlega.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

For­svars­menn flug­véla­leigu­fyr­ir­tæk­is­ins Air Lea­se Cor­por­ation segj­ast áskilja sér allan rétt til að krefja Isa­via og ís­­lenska ríkið um bætur vegna tjóns sem fé­lagið kveðst hafa orðið fyrir vegna öftr­unar Isa­via á brott­­för far­þega­þotu fé­lags­ins frá Kefla­vík. Í til­kynn­ing­u frá félag­inu segir stofn­andi ALC að krafa Isa­via um að „óskylt fyr­ir­tæki“ gang­ist í ábyrgðir fyrir skuldum sem Isa­via beri sjálft ábyrgð á að hafa leyft WOW air að safna hjá sér sé í senn ófyr­ir­leitin og óskilj­an­leg. 

Segir WOW hafa sam­þykkt að afhenda vél­ina í apr­íl 

Far­þega­þota ALC hefur verið meinuð brott­för í nærri fjórar vikur eða allt frá gjald­þroti WOW air. Í til­kynn­ingu frá félag­inu segir að tjón ALC vegna aðgerða Isa­via sé umtals­vert og auk­ist með hverjum degi. Félagið segir WOW air hafa sam­þykkt, áður en til gjald­þrots­ins kom, að afhenda ALC vél­ina nú í apríl og því hafi félagið verið búið að skrifa undir samn­inga um að leigja þot­una til ann­ars flug­félags.

Isa­via hefur sagst ekki ætla að láta þot­una af hendi nema ALC standi skil á öllum skuldum WOW air við Kefla­vík­ur­flug­völl sem söfn­uð­ust upp síð­ustu 9 mán­uði rekstrar WOW air, upp á ríf­lega tvo millj­arða króna. Dóms­mál ALC á hendur Isa­via til að fá eign sína afhenta var tekið fyrir í Héraðs­dómi Reykja­ness á ­þriðju­dag. Dómari veitti Isa­via viku­frest til að leggja fram grein­ar­gerð og afla gagna, en mál­flutn­ing­ur ­fer fram 2. maí næstkomandi. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu félags­ins segir að ALC telji það frá­leitt að lög­að­ili á Ís­landi geti lagt fram eigur ann­ara sem veð og félagið undrist að opin­bert hluta­félag taki þátt í sam­komu­lagi um slíkt og telji það í sam­ræmi við ákvæði loft­ferða­laga. Þrátt fyrir ítrek­aðar beiðnir hafi Isa­via ekki heldur feng­ist til að leggja fram sund­ur­liðun gjald­anna að baki skuld WOW air. 

Þá telur félagið að með fram­göngu sinni hafi Isa­via brotið gegn ­eign­ar­rétt­ará­kvæðum stjórn­ar­skrár. Auk þess sem WOW air, vegna gjald­þrots síns, hafi ekki leng­ur haft yfir­ráð yfir far­þega­þot­unni þegar henni var meinuð brott­för og því geti Isa­via ekki byggt á heim­ild loft­ferða­laga til að stöðva för þot­unn­ar.

Gagn­rýna að Isa­via geri upp á milli flug­rek­anda

Steve Udvar-Házy, stofn­andi og starf­andi stjórn­ar­for­maður ALC, segir mála­til­búnað Isa­viu vekja upp alvar­legar spurn­ingar um fram­göngu Isa­via og hvernig félagið hefur gert upp á milli flug­rek­anda. „Á meðan WOW air var á laun, að minnsta kosti frá júlí 2018, heim­ilað að safna for­dæma­lausum skuldum við Isa­via hafa önnur flug­félög sem til­ Ís­lands fljúga þurft að greiða öll flug­vall­ar­gjöld á tíma og í sam­ræmi við regl­ur. Í þeim hópi eru félög á borð við Icelanda­ir, Wizz Air, SAS, EasyJet, Atl­antic Airwa­ys, Brit­ish Airwa­ys, Delta, og Luft­hansa. Ekki er að sjá að stuðn­ingur Isa­via við einn flug­rek­anda umfram aðra eig­i nokkra stoð í lögum eða regl­u­m,“ segir Steve í til­kynn­ingu frá félag­in­u. 

Þá segir hann að það hljóti einnig að vekja upp spurn­ingar að Isa­via skuli hafa samið „á laun“ við WOW air um að flug­fé­lagið hefð­i öllum stundum flug­vél í eigu ann­arra á Kefla­vík­ur­flug­velli sem trygg­ingu. Hann segir ALC hafi aldrei upp­lýst um að eigur félags­ins væru not­að­ar­ ­með þessum hætti og hefði aldrei sam­þykkt það. „Fram­ganga Isa­via og krafa um að óskylt fyr­ir­tæki gang­ist í ábyrgðir fyrir skuldum sem til eru komnar án vit­undar þess og Isa­via ber sjálft ábyrgð á að hafa leyft WOW air að safna hjá sér, er í senn ófyr­ir­leitin og óskilj­an­leg,“ segir Steve. 

Valdið íslenskum stjórn­völdum álits­hnekki

Að lokum segir í til­kynn­ing­unn­i að ALC kom­i til með að leita allra leiða til að fá hnekkt ákvörð­unum Isa­via og end­ur­heimta eign sína. Félagið muni leita lið­sinnis hverra þeirra stofn­ana sem að þessum málum koma og láta sig varða við­skipti fyr­ir­tækja á alþjóða­vett­vangi, til dæmis til Alþjóða­sam­bands flug­félaga, Alþjóða­flug­mála­stofn­un­ar­inna, stjórn­valda í Band­aríkj­unum og stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. 

„Málið hefur þegar valdið Ís­landi og ís­lenskum stjórn­völdum álits­hnekki og fylgj­ast fyr­ir­tæki í flug­iðn­aði af áhuga með fram­vind­unn­i,“ segir enn fremur í til­kynn­ing­unni.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent