Facebook að smíða rafmynta-greiðslukerfi

Samfélagsmiðillinn tengir saman meira en tvo milljarða íbúa jarðar. Hann hefur að undanförnu unnið að því að koma í loftið greiðslukerfi sem byggir á rafmyntum.

Mark Zuckerberg Facebook
Auglýsing

Sam­fé­lags­miðl­aris­inn Face­book vinnur nú að því að smíða eigin greiðslu­kerfi fyrir raf­mynt­ir. Frá þessu var greint í Wall Street Journal í dag, en með slíku kerfi er talið lík­legt að Face­book geti stigið en stærra skref en nú þegar hefur verið stigið inn á smá­sölu- og fjár­mála­mark­að. 

Lítið hefur verið gefið upp um nákvæmar tækni­legar lausnir, en fyr­ir­tækið hefur und­an­farin miss­eri unnið með fjár­mála­fyr­ir­tækjum að því að útfæra þessar nýju lausnir, að því er fram kemur í Wall Street Journa­l. 

Face­book hefur gengið í gegnum erf­iða tíma und­an­farin ár, sam­hliða vax­andi óánægju með það hvernig mið­ill­inn hefur þróast, og hvernig hann hefur verið nýttu af hags­mun­að­il­um, meðal ann­ars í stjórn­mál­um. Þá hafa spjót staðið á Face­book vegna síend­ur­tek­inna atvika þar sem fyr­ir­tæki hafa kom­ist yfir gögn not­enda, án leyf­is. 

AuglýsingFace­book tengir saman meira en tvo millj­arða manna með sam­fé­lags­neti sínu, en stofn­and­inn og for­stjór­inn, Mark Zucker­berg, hefur sagt að hann vilji að Face­book verði jákvætt afl í lífi fólks, fremur en að það leiði til sundr­ungar og nei­kvæðni.

Mark­aðsvirði félags­ins er í dag 549 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 67 þús­und millj­örðum króna. Þrátt fyrir að Face­book hafi verið mikið í frétt­um, ekki síst vegna þess hve illa hefur gengið að halda gögnum not­enda örugg­um, hefur rekstur félags­ins gengið vel. Í fyrra voru heild­ar­tekj­urnar 55,8 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 6.800 millj­örðum króna. Það var um 37 pró­sent aukn­ing frá árinu á und­an.Meira úr sama flokkiErlent