Áfrýja niðurstöðu í deilumáli Dalsins og Frjálsrar fjölmiðlunar til Landsréttar

Deilt var um 15 milljóna króna skuld.

Héraðsdómur
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hefur sýknað Frjálsa fjöl­miðlun ehf. af því að greiða Fjár­fest­ing­ar­fé­lag­inu Dal­ur­inn ehf., 15 millj­óna króna greiðslu ásamt drátt­ar­vöxt­um, en nið­ur­stöð­unni verður áfrýjað til Lands­rétt­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Ómari R. Valdi­mars­syni hdl. lög­manni Dals­ins.

Krafa Dals­ins, sem nú er í eigu Hall­dórs Krist­manns­son­ar, um greiðsl­una var byggð á samn­ingi frá sept­em­ber­mán­uði árið 2017, tveimur mán­uðum áður en Pressan ehf. fór í þrot. Þá keypti Dal­ur­inn 45 millj­óna króna kröfu Frjálsrar fjöl­miðl­unar gegn Press­unni ehf.

Sam­kvæmt samn­ingi áttu greiðslur að fara fram ann­ars vegar 1. sept­em­ber 2018 og hins vegar 1. sept­em­ber 2019. Fyrri greiðslan barst aldrei og byggð­ist krafa Dals­ins á því.

Auglýsing

Pressan ehf. er nú í slita­með­ferð, en Krist­ján Thor­lacius hrl. er skipta­stjóri þrota­búss­ins. 

Rík­­is­lög­­mað­­ur, fyrir hönd Toll­­stjóra, hefur fall­ist á að rifta 143 millj­­óna króna greiðslu í rík­­is­­sjóð, úr rekstri fjöl­miðla­­fyr­ir­tæk­is­ins Pressunnar ehf., sem nú er í slita­­með­­­ferð eftir gjald­­þrot. 

Skipta­stjóri hefur höfðað fjögur rift­un­­ar­­mál upp á sam­tals 393 millj­­ónir króna. Þar af er bróð­­ur­part­­ur­inn, upp á 278 millj­­ón­ir, vegna greiðslna til rík­­is­­sjóðs, sem á því mik­illa hags­muna að gæta vegna falls fjöl­miðla­­fyr­ir­tæk­is­ins.

Árum saman skil­aði Pressan ekki launa­tengdum gjöld­um, s.s greiðslum til rík­is­ins, stétt­ar­fé­laga og líf­eyr­is­sjóða, rétta leið, og er meðal ann­ars deilt um mál sem því tengj­ast fyrir dóm­stólum þessi miss­er­in.

Dal­ur­inn er dag eig­andi Birtíngs útgáfu­fé­lags sem gefur út Mann­líf, Gest­gjafann, Vik­una og Hús og híbýl­i. 

Eig­andi Frjálsrar fjöl­miðl­unar er Sig­urður G. Guð­jóns­son hrl., en það félag gefur út miðla sem áður voru í eigu Pressunn­ar, þar á meðal DV.

Í dómnum seg­ir, að sýknað sé af þeirri ástæðu ekk­ert hafi komið fram sem styður kröfu Dals­ins.

„Ljóst er að umræddur samn­ingur var gerður í tíma­þröng, í þágu kaupa stefnda á helstu rekstr­ar­eignum Pressunnar ehf., og fólu­st ­mik­il­vægir hags­munir stefnda í því að stefn­andi létti veð­böndum af þessum ­eign­um. Jafn­framt liggur fyrir að Pressan ehf. var tekin til gjald­þrota­skipta í byrjun des­em­ber 2017 og leið því til­tölu­lega skammur tími frá hinu ætl­aða ­kröfu­fram­sali þar til félagið varð að fullu ófært um greiðslu hugs­an­legra krafna sem fram­seldar höfðu verið stefnda. 

Í ljósi þess­ara atvika þykir það ekki geta ráðið úrslitum í mál­inu að stefndi virð­ist engan reka hafa gert að því að kanna nánar hvaða raun­veru­lega krafa stæði að baki umræddum samn­ingi eða ­neytt heim­ilda til beit­ingar van­efnda­úr­ræða, svo sem með yfir­lýs­ingu um rift­un. Þótt almennt gildi sú regla fjár­muna­réttar að sá sem heldur fram van­efnd ­gagn­kvæms samn­ings, eða ógildi hans, beri sönn­un­ar­byrð­ina fyrir slíkri ­stað­hæf­ingu telur dóm­ur­inn að við þær aðstæður sem uppi eru í mál­inu verð­i ­stefn­andi að bera hall­ann af skorti á sönnun fyrir þeirri kröfu gegn Press­unn­i ehf. sem hann telur sig hafa fram­selt stefnda með téðum samn­ing­i. 

Eins og að­ilar hafa lagt málið fyrir dóm­inn verður því að leggja til grund­vallar að sú ­for­senda samn­ings­ins að stefn­andi væri í reynd eig­andi kröfu að fjár­hæð a.m.k. 45.000.000 króna hafi brostið og væri það þar af leið­andi ósann­gjarnt gagn­vart ­stefnda að heim­ila stefn­anda að bera samn­ing­inn fyrir sig, sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samn­ings­gerð, umboð og ógilda lög­gern­inga, eins og lög­un­um hefur síðar verið breytt. Verður fall­ist á kröfu stefnda um sýknu af þessum á­stæð­um. Í ljósi atvika máls­ins og vafa­at­riða þess þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af mál­in­u,“ segir nið­ur­stöðu kafla dóms­ins, en Skúli Magn­ús­son var dóm­ari í mál­in­u. 

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent