Fyrsti formaður Kvenréttindafélagsins af erlendum uppruna

Tatjana Latinovic var kjörin nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands í gær. Tatjana hefur verið baráttukona fyrir kvenréttindum og réttindum innflytjenda síðan hún flutti til landsins árið 1994.

Auglýsing
Tatjana Latinovic, nýkjörinn formaður Kvenréttindafélags Íslands
Tatjana Latinovic, nýkjörinn formaður Kvenréttindafélags Íslands

Tatj­ana Latinovic var í gær kosin for­maður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands á aðal­fundi félags­ins í gær. Tatj­ana hefur setið í stjórn félags­ins og gegnt emb­ætti vara­for­manns ­síðan 2015 en hún tekur við af Fríðu Rós Valdi­mars­dóttur sem lætur af for­mennsku eftir fjögur ár og átta ára stjórn­ar­set­u. 

Tatj­ana er jafn­framt fyrsti for­maður Kven­rétt­inda­fé­lags­ins af erlendum upp­runa, en félagið var stofnað af Brí­eti Bjarn­héð­ins­dóttur árið 1907.

Bar­áttu­kona fyrir kven­rétt­indum og rétt­indum inn­flytj­enda í ald­ar­fjórð­ung

Í til­kynn­ingu frá Kven­rétt­inda­fé­lag­inu segir að Tatj­ana hafi verið bar­áttu­kona fyrir kven­rétt­indum og rétt­indum inn­flytj­enda síðan hún flutti til Íslands árið 1994. Hún er einn stofn­enda W.O.M.E.N. in Iceland – Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa og sat hún einnig í stjórn Kvenna­at­hvarfs­ins, frá 2004 til 2012. Þá er Tatj­ana jafn­framt for­maður Inn­flytj­enda­ráðs og situr í Jafn­rétt­is­ráði fyrir hönd Kvenréttindafélagsins.

Auglýsing

„Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands á sér 112 ára langa sögu í bar­áttu fyrir jafn­rétti. Ég er stolt að fá tæki­færi til að feta í fót­spor kvenna sem hafa gegnt for­mennsku á undan mér og hlakka til að leggja mitt að mörkum að leiða það í áfram­hald­andi bar­áttu fyrir jafn­rétti fyrir alla,“ sagði Tatj­ana í ávarpi til fund­ar­gesta á aðal­fundi félags­ins.

Stjórn og framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands 2019.Á fund­inum voru fimm nýjar konur kosnar í stjórn, Berg­ljót Tul­inius Gunn­laugs­dótt­ir, Eva Huld Ívars­dótt­ir, Stef­anía Sig­urð­ar­dótt­ir, Helga Bald­vins Bjarg­ar­dóttir og Hjör­dís Guðný Guð­munds­dótt­ir. Taka þær sæti í stjórn Kven­rétt­inda­fé­lags­ins þar sem áfram sitja Ellen Calmon, Helga Dögg Björg­vins­dótt­ir, Hildur Helga Gísla­dóttir og Stein­unn Stef­áns­dótt­ir.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent