Fyrsti formaður Kvenréttindafélagsins af erlendum uppruna

Tatjana Latinovic var kjörin nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands í gær. Tatjana hefur verið baráttukona fyrir kvenréttindum og réttindum innflytjenda síðan hún flutti til landsins árið 1994.

Auglýsing
Tatjana Latinovic, nýkjörinn formaður Kvenréttindafélags Íslands
Tatjana Latinovic, nýkjörinn formaður Kvenréttindafélags Íslands

Tatj­ana Latinovic var í gær kosin for­maður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands á aðal­fundi félags­ins í gær. Tatj­ana hefur setið í stjórn félags­ins og gegnt emb­ætti vara­for­manns ­síðan 2015 en hún tekur við af Fríðu Rós Valdi­mars­dóttur sem lætur af for­mennsku eftir fjögur ár og átta ára stjórn­ar­set­u. 

Tatj­ana er jafn­framt fyrsti for­maður Kven­rétt­inda­fé­lags­ins af erlendum upp­runa, en félagið var stofnað af Brí­eti Bjarn­héð­ins­dóttur árið 1907.

Bar­áttu­kona fyrir kven­rétt­indum og rétt­indum inn­flytj­enda í ald­ar­fjórð­ung

Í til­kynn­ingu frá Kven­rétt­inda­fé­lag­inu segir að Tatj­ana hafi verið bar­áttu­kona fyrir kven­rétt­indum og rétt­indum inn­flytj­enda síðan hún flutti til Íslands árið 1994. Hún er einn stofn­enda W.O.M.E.N. in Iceland – Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa og sat hún einnig í stjórn Kvenna­at­hvarfs­ins, frá 2004 til 2012. Þá er Tatj­ana jafn­framt for­maður Inn­flytj­enda­ráðs og situr í Jafn­rétt­is­ráði fyrir hönd Kvenréttindafélagsins.

Auglýsing

„Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands á sér 112 ára langa sögu í bar­áttu fyrir jafn­rétti. Ég er stolt að fá tæki­færi til að feta í fót­spor kvenna sem hafa gegnt for­mennsku á undan mér og hlakka til að leggja mitt að mörkum að leiða það í áfram­hald­andi bar­áttu fyrir jafn­rétti fyrir alla,“ sagði Tatj­ana í ávarpi til fund­ar­gesta á aðal­fundi félags­ins.

Stjórn og framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands 2019.Á fund­inum voru fimm nýjar konur kosnar í stjórn, Berg­ljót Tul­inius Gunn­laugs­dótt­ir, Eva Huld Ívars­dótt­ir, Stef­anía Sig­urð­ar­dótt­ir, Helga Bald­vins Bjarg­ar­dóttir og Hjör­dís Guðný Guð­munds­dótt­ir. Taka þær sæti í stjórn Kven­rétt­inda­fé­lags­ins þar sem áfram sitja Ellen Calmon, Helga Dögg Björg­vins­dótt­ir, Hildur Helga Gísla­dóttir og Stein­unn Stef­áns­dótt­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent