Fyrsti formaður Kvenréttindafélagsins af erlendum uppruna

Tatjana Latinovic var kjörin nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands í gær. Tatjana hefur verið baráttukona fyrir kvenréttindum og réttindum innflytjenda síðan hún flutti til landsins árið 1994.

Auglýsing
Tatjana Latinovic, nýkjörinn formaður Kvenréttindafélags Íslands
Tatjana Latinovic, nýkjörinn formaður Kvenréttindafélags Íslands

Tatj­ana Latinovic var í gær kosin for­maður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands á aðal­fundi félags­ins í gær. Tatj­ana hefur setið í stjórn félags­ins og gegnt emb­ætti vara­for­manns ­síðan 2015 en hún tekur við af Fríðu Rós Valdi­mars­dóttur sem lætur af for­mennsku eftir fjögur ár og átta ára stjórn­ar­set­u. 

Tatj­ana er jafn­framt fyrsti for­maður Kven­rétt­inda­fé­lags­ins af erlendum upp­runa, en félagið var stofnað af Brí­eti Bjarn­héð­ins­dóttur árið 1907.

Bar­áttu­kona fyrir kven­rétt­indum og rétt­indum inn­flytj­enda í ald­ar­fjórð­ung

Í til­kynn­ingu frá Kven­rétt­inda­fé­lag­inu segir að Tatj­ana hafi verið bar­áttu­kona fyrir kven­rétt­indum og rétt­indum inn­flytj­enda síðan hún flutti til Íslands árið 1994. Hún er einn stofn­enda W.O.M.E.N. in Iceland – Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa og sat hún einnig í stjórn Kvenna­at­hvarfs­ins, frá 2004 til 2012. Þá er Tatj­ana jafn­framt for­maður Inn­flytj­enda­ráðs og situr í Jafn­rétt­is­ráði fyrir hönd Kvenréttindafélagsins.

Auglýsing

„Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands á sér 112 ára langa sögu í bar­áttu fyrir jafn­rétti. Ég er stolt að fá tæki­færi til að feta í fót­spor kvenna sem hafa gegnt for­mennsku á undan mér og hlakka til að leggja mitt að mörkum að leiða það í áfram­hald­andi bar­áttu fyrir jafn­rétti fyrir alla,“ sagði Tatj­ana í ávarpi til fund­ar­gesta á aðal­fundi félags­ins.

Stjórn og framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands 2019.Á fund­inum voru fimm nýjar konur kosnar í stjórn, Berg­ljót Tul­inius Gunn­laugs­dótt­ir, Eva Huld Ívars­dótt­ir, Stef­anía Sig­urð­ar­dótt­ir, Helga Bald­vins Bjarg­ar­dóttir og Hjör­dís Guðný Guð­munds­dótt­ir. Taka þær sæti í stjórn Kven­rétt­inda­fé­lags­ins þar sem áfram sitja Ellen Calmon, Helga Dögg Björg­vins­dótt­ir, Hildur Helga Gísla­dóttir og Stein­unn Stef­áns­dótt­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent