Ríkissáttasemjara og fyrrverandi dómsmálaráðherra á meðal umsækjenda

Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, eru meðal tólf umsækjenda um embætti skrifstofustjóra Alþingis.

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjara og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri landsvirkjunar.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjara og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri landsvirkjunar.
Auglýsing

For­sætis­nefnd Alþingis aug­lýsti þann 20. apríl síð­ast­lið­inn emb­ætti skrif­stofu­stjóra Alþingis laust til umsókn­ar, en nefndin ræður skrif­stofu­stjóra Alþingis til sex ára í senn. Alls bár­ust tólf umsóknir en nýr skrif­stofu­stjóri Alþingis tekur við emb­ætt­inu þann 1. sept­em­ber næst­kom­andi.

Ragna Árna­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Lands­virkj­unar og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, rík­is­sátta­semj­ara og Kjartan Björg­vins­son hér­aðs­dóm­ari eru á meðal umsækjanda. 

Auglýsing

Auk Bryn­dís­ar, Kjart­ans og Rögnu sóttu átta aðrir um stöð­una: Ást­hildur Magn­ús­dótt­ir, kenn­ari. Hildur Eva Sig­urð­ar­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur­, Hilmar Þórð­ar­son, fv. sviðs­stjóri rekstr­ar­sviðs, Inga Guð­rún Birg­is­dótt­ir, mannauðs­stjóri, Ingvar Þór Sig­urðs­son, for­stöðu­mað­ur­, Krist­i­an Guttes­en, aðjunkt, Sandra ­Stojkovic Hin­ic, verk­efn­is­stjóri, ­Sig­rún Brynja Ein­ars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri, Þór­dís Sæv­ars­dótt­ir, kenn­ari.

Skrif­stofu­stjóri hefur umsjón með fjár­reiðum þings­ins

Skrif­stofu­stjóri stjórnar skrif­stofu Alþing­is, fram­kvæmdum á vegum þings­ins og hefur umsjón með fjár­reiðum þess og eignum í umboði for­seta. Þing­funda­svið, nefnda­svið og starfs­manna­skrif­stofa þings­ins heyra beint undir skrif­stofu­stjóra. Skrif­stofu­stjóri situr fundi for­sætis­nefndar og er for­seta og nefnd­inni til aðstoðar í öllu er varðar stjórn þings­ins. Aðsetur skrif­stofu­stjóra er á 2. hæð Alþing­is­húss­ins og á 2. hæð Skjald­breið­ar, Kirkju­stræti 8. Um starf hans eru nán­ari ákvæði í þing­sköpum Alþing­is. Helgi Bern­ód­us­son hefur gegnt emb­ætt­i ­skrif­stofu­stjóri Alþingis frá árinu 2005 en hann lætur nú af störfum eftir ára­tuga starf á Alþingi.

Á vef Alþingis segir að for­sætis­nefnd hafi falið þremur úr sínum hóp að hafa umsjón með ráðn­ing­ar­ferl­inu fyrir hönd nefnd­ar­inn­ar. Und­ir­nefnd­ina skipa Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og vara­for­set­arnir Guð­jón Brjáns­son og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir.

Auk þess var skipuð þriggja manna hæfn­is­nefnd til að fara yfir umsókn­ir, meta hvaða umsækj­endum verður boðið í við­tal, ann­ast við­töl, meta umsagnir og gera til­lögu til und­ir­nefndar for­sætis­nefndar um þá sem hún telur hæf­asta til að gegna starf­inu. Hæfn­is­nefnd­ina skipa Þor­steinn Magn­ús­son, vara­skrif­stofu­stjóri Alþing­is, sem er for­mað­ur, Guð­rún Jóhanna Guð­munds­dótt­ir, sér­fræð­ingur hjá Kjara- og mannauðs­sýslu rík­is­ins og Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri. Starfs­maður nefnd­ar­innar er Heiðrún Páls­dótt­ir, rit­ari for­seta Alþing­is.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent