Ríkissáttasemjara og fyrrverandi dómsmálaráðherra á meðal umsækjenda

Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, eru meðal tólf umsækjenda um embætti skrifstofustjóra Alþingis.

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjara og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri landsvirkjunar.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjara og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri landsvirkjunar.
Auglýsing

For­sætis­nefnd Alþingis aug­lýsti þann 20. apríl síð­ast­lið­inn emb­ætti skrif­stofu­stjóra Alþingis laust til umsókn­ar, en nefndin ræður skrif­stofu­stjóra Alþingis til sex ára í senn. Alls bár­ust tólf umsóknir en nýr skrif­stofu­stjóri Alþingis tekur við emb­ætt­inu þann 1. sept­em­ber næst­kom­andi.

Ragna Árna­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Lands­virkj­unar og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, rík­is­sátta­semj­ara og Kjartan Björg­vins­son hér­aðs­dóm­ari eru á meðal umsækjanda. 

Auglýsing

Auk Bryn­dís­ar, Kjart­ans og Rögnu sóttu átta aðrir um stöð­una: Ást­hildur Magn­ús­dótt­ir, kenn­ari. Hildur Eva Sig­urð­ar­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur­, Hilmar Þórð­ar­son, fv. sviðs­stjóri rekstr­ar­sviðs, Inga Guð­rún Birg­is­dótt­ir, mannauðs­stjóri, Ingvar Þór Sig­urðs­son, for­stöðu­mað­ur­, Krist­i­an Guttes­en, aðjunkt, Sandra ­Stojkovic Hin­ic, verk­efn­is­stjóri, ­Sig­rún Brynja Ein­ars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri, Þór­dís Sæv­ars­dótt­ir, kenn­ari.

Skrif­stofu­stjóri hefur umsjón með fjár­reiðum þings­ins

Skrif­stofu­stjóri stjórnar skrif­stofu Alþing­is, fram­kvæmdum á vegum þings­ins og hefur umsjón með fjár­reiðum þess og eignum í umboði for­seta. Þing­funda­svið, nefnda­svið og starfs­manna­skrif­stofa þings­ins heyra beint undir skrif­stofu­stjóra. Skrif­stofu­stjóri situr fundi for­sætis­nefndar og er for­seta og nefnd­inni til aðstoðar í öllu er varðar stjórn þings­ins. Aðsetur skrif­stofu­stjóra er á 2. hæð Alþing­is­húss­ins og á 2. hæð Skjald­breið­ar, Kirkju­stræti 8. Um starf hans eru nán­ari ákvæði í þing­sköpum Alþing­is. Helgi Bern­ód­us­son hefur gegnt emb­ætt­i ­skrif­stofu­stjóri Alþingis frá árinu 2005 en hann lætur nú af störfum eftir ára­tuga starf á Alþingi.

Á vef Alþingis segir að for­sætis­nefnd hafi falið þremur úr sínum hóp að hafa umsjón með ráðn­ing­ar­ferl­inu fyrir hönd nefnd­ar­inn­ar. Und­ir­nefnd­ina skipa Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og vara­for­set­arnir Guð­jón Brjáns­son og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir.

Auk þess var skipuð þriggja manna hæfn­is­nefnd til að fara yfir umsókn­ir, meta hvaða umsækj­endum verður boðið í við­tal, ann­ast við­töl, meta umsagnir og gera til­lögu til und­ir­nefndar for­sætis­nefndar um þá sem hún telur hæf­asta til að gegna starf­inu. Hæfn­is­nefnd­ina skipa Þor­steinn Magn­ús­son, vara­skrif­stofu­stjóri Alþing­is, sem er for­mað­ur, Guð­rún Jóhanna Guð­munds­dótt­ir, sér­fræð­ingur hjá Kjara- og mannauðs­sýslu rík­is­ins og Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri. Starfs­maður nefnd­ar­innar er Heiðrún Páls­dótt­ir, rit­ari for­seta Alþing­is.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent