Metfjöldi merktra fugla á Íslandi í fyrra

Mest var merkt af auðnutittlingum hér á landi árið 2018 en merktir voru yfir 21.600 fuglar af 83 tegundum.

Auðnutittlingur
Auðnutittlingur
Auglýsing

Árið 2018 voru alls merktir 21.648 fuglar af 83 teg­undum hér á landi og er þetta met­fjöldi merktra fugla á einu ári. Mest var merkt af auðnu­titt­ling­um. Þetta var 98. ár fugla­merk­inga á Íslandi og voru virkir merk­inga­menn 57 tals­ins. Þetta kemur fram í frétt Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands.

Frá upp­hafi merk­inga árið 1921 hafa verið merktir 740.524 fuglar af 158 teg­und­um. Helm­ingur merktra fugla árið 2018 voru auðnu­titt­ling­ar, eða 10.945 tals­ins. Aðrir fuglar sem mikið var merkt af eru skóg­ar­þröst­ur, snjó­titt­ling­ur, kría, lundi og æðar­fugl. Ein teg­und, mold­þröst­ur, var merkt í fyrsta sinn hér á landi.

Óvenju margar end­ur­heimtur og álestrar á merki bár­ust á síð­asta ári og voru 4.579 end­ur­heimtur afgreidd­ar. Af þeim voru næstum því 4.000 svokölluð kontról eigin merkja, það er merktir fuglar sem merk­inga­menn ná aftur síðar og sleppa eftir að hafa lesið á merk­ið. Mest end­ur­heimt­ist af auðnu­titt­ling­um.

Auglýsing

Ferð­ast víða

Alls voru 138 fuglar merktir á Íslandi sem end­ur­heimt­ust í útlönd­um. Meðal þeirra var fyrsti auðnu­titt­ling­ur­inn en hann náð­ist í net fugla­merk­inga­stöðvar á Skagen í Dan­mörku, 1.729 km frá Akur­eyri þar sem hann var merktur fyrr sama ár. Nokkrir fuglar náð­ust eða sáust mjög fjarri merk­ing­ar­stað. Sem dæmi end­ur­heimt­ust þrír spóar 3.880 til 5.770 km frá merk­inga­stað og var sá sem lengst fór drep­inn í Guinea-Bissau 52 dögum eftir merk­ingu. Sá var merktur sem ófleygur ungi á Rang­ár­völlum í júní 2016. 

Í frétt­inni kemur enn fremur fram að storm­máfur sem merktur var sem ungi við Akur­eyr­ar­flug­völl sum­arið 2013 virð­ist vera reglu­legur vetr­ar­gestur í Massachu­setts í Banda­ríkj­un­um, en hann sást þar fyrst í febr­úar 2017 og aftur ári síð­ar, 4.111 km frá merk­ing­ar­stað. Á Mel­rakka­sléttu sáust nokkrar sand­erlur vorið 2018 sem merktar voru í Márit­aníu og Ghana og voru þær komnar 5 til 7 þús­und kíló­metra á leið sinni til varp­stöðva á A-Græn­landi.

Alls var til­kynnt um 88 end­ur­heimtur og álestra hér­lendis á fuglum með erlend merki. Flestir fugl­anna, 80 tals­ins, voru merktir á Bret­landseyj­um, tveir í Portú­gal og N-Am­er­íku, einn í Hollandi, Spáni, Rúss­landi og Nor­egi.

Ald­urs­met slegin á árinu

Mörg ald­urs­met voru slegin á árinu, sam­kvæmt Nátt­úru­fræði­stofn­un. Til­kynnt var um skrofu sem merkt var full­orðin á hreiðri í Ysta­kletti árið 1991 og náð­ist aftur á hreiðri á sama stað 2017, 26 árum síð­ar. Fugl­inn var þá að minnsta kosti 28 ára gam­all. Til­kynnt var um grá­gæs sem merkt var sem merkt var sem ungi við Blönduós árið 2000 fannst dauð á sama stað haustið 2017, þá 17 ára og fjög­urra mán­aða. 

Haf­örn sem merktur var sem ungi á norð­an­verðu Snæ­fells­nesi sum­arið í júlí 1993 fannst aðfram­kom­inn í V-Húna­vatns­sýslu í jan­úar 2018, þá 24 og hálfs árs gam­all. Honum var hjúkrað til lífs og sleppt aft­ur. Í Hamps­hire á Englandi var lesið á merki jaðrakans sem merktur var hér á landi að minnsta kosti tveggja ára gam­all og því var fugl­inn orð­inn alla­vega 16 ára og 10 mán­aða. Teista sem merkt var á hreiðri í júní 1995 var hand­sömuð í sömu hreið­ur­holu 2018 og hefur þá verið að minnsta kosti 27 ára og eins mán­aðar göm­ul. Elsti auðnu­titt­ling­ur­inn var merktur á Akur­eyri sem full­vax­inn í des­em­ber 2011. Hann náð­ist á sama stað, orð­inn að minnsta kosti sjö ára og sex mán­aða.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent