Metfjöldi merktra fugla á Íslandi í fyrra

Mest var merkt af auðnutittlingum hér á landi árið 2018 en merktir voru yfir 21.600 fuglar af 83 tegundum.

Auðnutittlingur
Auðnutittlingur
Auglýsing

Árið 2018 voru alls merktir 21.648 fuglar af 83 teg­undum hér á landi og er þetta met­fjöldi merktra fugla á einu ári. Mest var merkt af auðnu­titt­ling­um. Þetta var 98. ár fugla­merk­inga á Íslandi og voru virkir merk­inga­menn 57 tals­ins. Þetta kemur fram í frétt Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands.

Frá upp­hafi merk­inga árið 1921 hafa verið merktir 740.524 fuglar af 158 teg­und­um. Helm­ingur merktra fugla árið 2018 voru auðnu­titt­ling­ar, eða 10.945 tals­ins. Aðrir fuglar sem mikið var merkt af eru skóg­ar­þröst­ur, snjó­titt­ling­ur, kría, lundi og æðar­fugl. Ein teg­und, mold­þröst­ur, var merkt í fyrsta sinn hér á landi.

Óvenju margar end­ur­heimtur og álestrar á merki bár­ust á síð­asta ári og voru 4.579 end­ur­heimtur afgreidd­ar. Af þeim voru næstum því 4.000 svokölluð kontról eigin merkja, það er merktir fuglar sem merk­inga­menn ná aftur síðar og sleppa eftir að hafa lesið á merk­ið. Mest end­ur­heimt­ist af auðnu­titt­ling­um.

Auglýsing

Ferð­ast víða

Alls voru 138 fuglar merktir á Íslandi sem end­ur­heimt­ust í útlönd­um. Meðal þeirra var fyrsti auðnu­titt­ling­ur­inn en hann náð­ist í net fugla­merk­inga­stöðvar á Skagen í Dan­mörku, 1.729 km frá Akur­eyri þar sem hann var merktur fyrr sama ár. Nokkrir fuglar náð­ust eða sáust mjög fjarri merk­ing­ar­stað. Sem dæmi end­ur­heimt­ust þrír spóar 3.880 til 5.770 km frá merk­inga­stað og var sá sem lengst fór drep­inn í Guinea-Bissau 52 dögum eftir merk­ingu. Sá var merktur sem ófleygur ungi á Rang­ár­völlum í júní 2016. 

Í frétt­inni kemur enn fremur fram að storm­máfur sem merktur var sem ungi við Akur­eyr­ar­flug­völl sum­arið 2013 virð­ist vera reglu­legur vetr­ar­gestur í Massachu­setts í Banda­ríkj­un­um, en hann sást þar fyrst í febr­úar 2017 og aftur ári síð­ar, 4.111 km frá merk­ing­ar­stað. Á Mel­rakka­sléttu sáust nokkrar sand­erlur vorið 2018 sem merktar voru í Márit­aníu og Ghana og voru þær komnar 5 til 7 þús­und kíló­metra á leið sinni til varp­stöðva á A-Græn­landi.

Alls var til­kynnt um 88 end­ur­heimtur og álestra hér­lendis á fuglum með erlend merki. Flestir fugl­anna, 80 tals­ins, voru merktir á Bret­landseyj­um, tveir í Portú­gal og N-Am­er­íku, einn í Hollandi, Spáni, Rúss­landi og Nor­egi.

Ald­urs­met slegin á árinu

Mörg ald­urs­met voru slegin á árinu, sam­kvæmt Nátt­úru­fræði­stofn­un. Til­kynnt var um skrofu sem merkt var full­orðin á hreiðri í Ysta­kletti árið 1991 og náð­ist aftur á hreiðri á sama stað 2017, 26 árum síð­ar. Fugl­inn var þá að minnsta kosti 28 ára gam­all. Til­kynnt var um grá­gæs sem merkt var sem merkt var sem ungi við Blönduós árið 2000 fannst dauð á sama stað haustið 2017, þá 17 ára og fjög­urra mán­aða. 

Haf­örn sem merktur var sem ungi á norð­an­verðu Snæ­fells­nesi sum­arið í júlí 1993 fannst aðfram­kom­inn í V-Húna­vatns­sýslu í jan­úar 2018, þá 24 og hálfs árs gam­all. Honum var hjúkrað til lífs og sleppt aft­ur. Í Hamps­hire á Englandi var lesið á merki jaðrakans sem merktur var hér á landi að minnsta kosti tveggja ára gam­all og því var fugl­inn orð­inn alla­vega 16 ára og 10 mán­aða. Teista sem merkt var á hreiðri í júní 1995 var hand­sömuð í sömu hreið­ur­holu 2018 og hefur þá verið að minnsta kosti 27 ára og eins mán­aðar göm­ul. Elsti auðnu­titt­ling­ur­inn var merktur á Akur­eyri sem full­vax­inn í des­em­ber 2011. Hann náð­ist á sama stað, orð­inn að minnsta kosti sjö ára og sex mán­aða.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent