Stefán Einar gefur út bók um gjaldþrot WOW air

Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, gefur út bók um ris og fall flugfélagsins WOW air um næstu mánaðamót.

Stefán Einar Stefánsson
Stefán Einar Stefánsson
Auglýsing

Stefán Einar Stef­áns­son, frétta­stjóri við­skipta á Morg­un­blað­inu, hefur að und­an­förnu unnið að bók um gjald­þrot flug­fé­lags­ins WOW a­ir. Bókin kemur út um næst­u ­mán­aða­mót á vegum For­lags­ins en í henni er farið yfir aðdrag­and­ann að stofnun flug­fé­lags­ins, ris þess og falls. Mark­að­ur­inn, fylgi­rit Frétta­blaðs­ins, greinir frá þessu í dag. 

Nýjar upp­lýs­ingar um fall WOW air

Stefán Einar hefur stafað á Morg­un­­blað­inu frá því í árs­­byrjun 2015. Hann var for­­mað­ur­ VR, stærsta stétt­­ar­­fé­lags lands­ins, um tveggja ára skeið 2011 til 2013 þegar hann beið lægri hlut í for­­manns­­kosn­­ingu fyrir Ólafíu B. Rafns­dótt­­ur. Stefán Einar er með meist­ara­gráðu í við­­skiptasið­fræði frá Háskóla Íslands.

Sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins koma nýjar upp­lýs­ingar fram í bók­inni um fall WOW a­ir en þær eru sagð­ar­ varpa nýju ljósi á þær ít­rek­uð­u til­raunir sem gerðar voru til að forða flug­fé­lag­inu frá gjald­þroti. Bókin er ríf­lega 300 síður að lengd og ­byggir á opin­berum heildum en einnig óbirtum skjöl­u­m. 

Auglýsing

Jafn­framt hefur bók­ar­höf­undar rætt við fjölda ein­stak­linga sem tengst hafa WOW air með einum eða öðrum hætti í þau rúm­lega sjö ár sem flug­fé­lagið starf­aði. Þá á Stefán að hafa leit­aði eftir sam­starfi  við Skúla Mog­en­sen, stofn­anda og for­stjóra flug­fé­lags­ins, um ritun bók­ar­innar en Skúli gaf ekki kost á því.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent