Stefán Einar gefur út bók um gjaldþrot WOW air

Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, gefur út bók um ris og fall flugfélagsins WOW air um næstu mánaðamót.

Stefán Einar Stefánsson
Stefán Einar Stefánsson
Auglýsing

Stefán Einar Stef­áns­son, frétta­stjóri við­skipta á Morg­un­blað­inu, hefur að und­an­förnu unnið að bók um gjald­þrot flug­fé­lags­ins WOW a­ir. Bókin kemur út um næst­u ­mán­aða­mót á vegum For­lags­ins en í henni er farið yfir aðdrag­and­ann að stofnun flug­fé­lags­ins, ris þess og falls. Mark­að­ur­inn, fylgi­rit Frétta­blaðs­ins, greinir frá þessu í dag. 

Nýjar upp­lýs­ingar um fall WOW air

Stefán Einar hefur stafað á Morg­un­­blað­inu frá því í árs­­byrjun 2015. Hann var for­­mað­ur­ VR, stærsta stétt­­ar­­fé­lags lands­ins, um tveggja ára skeið 2011 til 2013 þegar hann beið lægri hlut í for­­manns­­kosn­­ingu fyrir Ólafíu B. Rafns­dótt­­ur. Stefán Einar er með meist­ara­gráðu í við­­skiptasið­fræði frá Háskóla Íslands.

Sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins koma nýjar upp­lýs­ingar fram í bók­inni um fall WOW a­ir en þær eru sagð­ar­ varpa nýju ljósi á þær ít­rek­uð­u til­raunir sem gerðar voru til að forða flug­fé­lag­inu frá gjald­þroti. Bókin er ríf­lega 300 síður að lengd og ­byggir á opin­berum heildum en einnig óbirtum skjöl­u­m. 

Auglýsing

Jafn­framt hefur bók­ar­höf­undar rætt við fjölda ein­stak­linga sem tengst hafa WOW air með einum eða öðrum hætti í þau rúm­lega sjö ár sem flug­fé­lagið starf­aði. Þá á Stefán að hafa leit­aði eftir sam­starfi  við Skúla Mog­en­sen, stofn­anda og for­stjóra flug­fé­lags­ins, um ritun bók­ar­innar en Skúli gaf ekki kost á því.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Agnes Joy
Einungis ein íslensk kvikmynd kemst á lista yfir 20 tekjuhæstu myndir síðasta árs
Alls voru 16 íslensk verk sýnd í kvikmyndahúsum á árinu 2019, sem er sami fjöldi og árið áður, en þrátt fyrir það fóru heildartekjur af íslenskum kvikmyndum og heimildamyndum niður um 68 prósent frá árinu á undan.
Kjarninn 17. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Þetta átti ekki að geta gerst – aftur
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent