150 milljarða fjárfesting í miðborginni

Borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg sé inn í miklu uppbyggingartímabili þessi misserin.

Dagur B. Eggertsson - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Auglýsing

„Nú á sér stað mesta upp­bygg­ing­ar­skeið í sögu borg­ar­inn­ar. Fjár­fest­ing í mið­borg­inni hefur numið um 150 millj­örðum á und­an­förnum árum sem er mjög var­lega áætl­að.“

Þetta segir Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri, í frétta­bréfi sínu í dag. Í morgun fór fram fundur um upp­bygg­ingu atvinnu­hús­næðis í borg­inni, og segir Dagur að hans skila­boð inn á fund­inn hafi verið þau, að nú sé góður tími til að fjár­festa - þegar borgin er að fara inn í mesta upp­bygg­ing­ar­tíma­bilið í sög­unn­i. 

Hafnartorg í miðborginni, á uppbyggingartíma.

Auglýsing

„Reykja­vík­ur­borg (borg­ar­sjóður og fyr­ir­tæk­in) mun á næstu árum fjár­festa fyrir um 196 millj­arða króna í Reykja­vík í heild sinni. Við erum að sjá fjöl­breytta upp­bygg­ingu atvinnu­hús­næðis um alla borg, allt frá Úlf­arsár­dal, Gufu­nesi, Graf­ar­vogi, Árbæ og vestur eftir borg­inni. Mér finnst sér­stak­lega mikið fagn­að­ar­efni að stærsta frum­kvöðla­setur lands­ins, Gróska, sé nú að rísa í Vatns­mýr­inni þar sem CCP reisir nú höf­uð­stöðvar sín­ar. Nú þegar teikn eru á lofti í efna­hags­líf­inu er mik­il­vægt að greina tæki­færin til að ráð­ast í fjár­fest­ingar sem eru skyn­sam­legar til lengri tíma lit­ið. Reykja­vík­ur­borg mun ekki láta sitt eftir liggja,“ segir í frétta­bréf­in­u. 

Ráð­gert er að um 5 þús­und nýjar íbúðir komi út á markað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á næstu tveimur árum, einkum litlar og með­al­stór­ar, sem mesta eft­ir­spurn er eft­ir. 

Tölu­vert kólnun hefur verið á fast­eigna­mark­aði að und­an­förnu, frá því að upp­sveifla á mark­aðnum náði hámarki á vor­ma´n­uðum 2017, en þá mæld­ist árs­hækkun fast­eigna­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 23,5 pró­sent. Nú mælist hækk­un­in, að teknu til­lit til verð­lags­þró­un­ar, 1 til 2 pró­sent.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent