Jón Ásgeir tilnefndur í stjórn Skeljungs í lokatillögu tilnefningarnefndar

Skeljungur er með alþjóðlega starfsemi, en eigið fé félagsins var rúmlega 9 milljarðar í lok árs í fyrra.

jaj12.jpg
Auglýsing

Jón Ásgeir Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi for­stjóri og stjórn­ar­for­maður Baugs, sem nú er í gjald­þrota­með­ferð, er á meðal þeirra sem til­nefn­ing­ar­nefnd leggur til að verði meðal stjórn­ar­manna í Skelj­ung­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til kaup­hallar.

Loka­til­laga til­nefn­ing­ar­nefndar Skelj­ungs til­ hlut­hafa­fund­ar, sem hald­inn verður þann 27. maí 2019, er að eft­ir­far­andi verði skip­aðir í stjórn félags­ins.

Auglýsing

  1. Ata Maria Bærent­sen
  2. Baldur Már Helga­son
  3. Birna Ósk Ein­ars­dóttir
  4. Jens Mein­hard Rasmus­sen
  5. Jón Ásgeir Jóhann­es­son

Fram­boð til stjórnar Skelj­ungs þurfa að ber­ast fyrir kl. 16:00, mið­viku­dag­inn 22. maí 2019.

365 miðl­ar, félag Ingi­björgu Pálma­dótt­ur, eig­in­konu Jóns Ásgeirs, er meðal stærstu hlut­hafa Skelj­ungs, og fer með yfir­ráð yfir rúm­lega 10 pró­sent hlut, að því er segir í skýrslu til­nefn­ing­ar­nefnd­ar.

Í til­nefn­ing­ar­nefnd­inni eru Katrín S. Óla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hag­vangs, Sig­urður Kári Árna­son, lög­fræð­ingur hjá Umboðs­manni Alþingis og Kjartan Örn Sig­urðs­son, stjórn­ar­maður í stjórn Skelj­ungs. Sig­urður Kári var á öðrum fundi kjör­inn for­maður nefnd­ar­inn­ar. Ing­unn Agnes Kro, fram­kvæmda­stjóri sam­skipta­sviðs Skelj­ungs, var kjörin rit­ari nefnd­ar­inn­ar.

Í umsögn nefnd­ar­innar um Jón Ásgeir, segir að hann telj­ist hafa yfir­burða­þekk­ingu og reynslu. „Jón Ásgeir telst hafa yfir­burða­þekk­ingu á smá­sölu­rekstri, úrvinnslu og umbreyt­ingu fast­eigna. Jón Ásgeir hefur komið að marg­vís­legum rekstri, stórum sem smáum og þekkir vel til stjórn­ar­hátta fyr­ir­tækja. Jón Ásgeir hlaut menntun frá Verzl­un­ar­skóla Íslands í versl­un­ar­fræð­u­m,“ segir í umsögn­inni.

Skelj­ungur er orku­fyr­ir­tæki sem selur vörur og þjón­ustu á Íslandi, í Fær­eyjum og á Norð­ur­-Atl­ants­haf­in­u. 

Mark­aðsvirði félags­ins er rúm­lega 18 millj­arðar króna, en eigið fé félags­ins var í lok árs í fyrra um 9 millj­arðar króna.

Meg­in­starf­semi félags­ins er inn­flutn­ing­ur, birgða­hald, sala og dreif­ing á elds­neyti og elds­neytistengdum vör­u­m. 

Félagið starf­rækir 76 elds­neyt­is­stöðvar og 6 birgða­stöðvar á Íslandi og í Fær­eyj­u­m. 

Auk þess rekur selur félagið áburð og og efna­vörur á Íslandi og rekur versl­anir og þjón­ustar og selur olíu til hús­hit­unar í Fær­eyj­um. Við­skipta­vinir Skelj­ungs spanna frá ein­stak­lingum til fyr­ir­tækja, í sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði, flutn­ing­um, flugi og til verk­taka. 

Starf­semin er rekin undir merkj­unum Skelj­ung­ur, Orkan, OrkanX og Magn. 

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent