Skiptar skoðanir um uppátæki Hatara

Það vakti mikla athygli þegar meðlimir Hatara veifuðu fána Palestínu í beinni útsendingu frá úrslitum Eurovison í Tel Aviv í gær. Uppátækið hefur bæði verið lofað og gagnrýnt.

Hatarar
Auglýsing

Liðs­­menn Hat­­­ara veif­uðu Palest­ín­u­­fán­um þeg­ar ­sjón­varps­vél­ar beindust að íslenska hópnum eftir að stig Íslands höfðu verið lesin upp í E­urovi­son-keppn­inni í gær­kvöld­i. ­Stuttu eftir að mynd­unum hafði verið sjón­varpað um alla Evr­ópu mættu örygg­is­verðir og heimt­uðu að Hat­ari afhenti borð­ana. Upp­á­tækið hefur vakið mikla athygli og hefur bæði verið for­dæmt og lof­að. 

Hat­ari hafi snert hjörtu allra Palest­ínu­manna

Miri Regev, menn­ing­ar­mála­ráð­herra í Ísra­el, sagði við fjöl­miðla í dag að hún teldi upp­á­tækið hafa verið mis­tök af hálfu Hat­ara og bætti við að póli­tík og menn­ingu ætti ekki að blanda sam­an. Sam­tök evr­ópskra sjón­varps­stöðva hafa jafn­framt for­dæmt upp­á­tæki Hat­ara og segja það brot á reglum keppn­inn­ar. 

Þá hafa tæp­lega 13.000 manns skrifað und­ir  áskorun um að Ísland verði úti­lokað frá þátt­töku í E­urovision á næsta ári. Und­ir­skrifta­söfn­un­in hófst skömmu eftir að keppn­in lauk. „Við und­ir­rituð krefj­umst þess að Íslandi verði meinað að taka þátt í E­urovision á næsta ári eftir að hafa sýnt Ísr­ael svo megna og opin­bera fyr­ir­litn­ing­u,“ segir í áskor­un­inni.

Auglýsing

Mustafa Barghouti. Mynd:EPAMustafa Barg­houti, læknir og fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi í Palest­ínu, hafði hins vegar sam­band við liðs­menn Hat­ara í dag og þakk­aði þeim fyrir að hafa fyrir að hafa sýnt Palest­ín­u ­sam­stöð­u í E­urovi­son. Barg­hout­i hefur rekið hjálp­ar­sam­tök í Palest­ínu í ára­tugi og hefur meðal ann­ars ver­ið til­nefndur til frið­ar­verð­launa Nóbels. 

Í sam­tali við Stund­ina í dag seg­ir Barg­hout­i að hann telji að Hat­ari hafi snert hjörtu allra Palest­ínu­manna. „Ég þakk­aði þeim fyrir þrennt. Í fyrsta lagi fyrir að hafa dregið fram palest­ínska fán­ann. Eins og þú kannski veist er prinsippaf­staða okkar sú að tón­list­ar­fólk eigi að snið­ganga Evr­ópsku söngvakepp­ina. En við skiljum sjón­ar­mið Hat­ara um að ef þeir hefðu ekki snið­gengið keppn­ina hefði ein­fald­lega ein­hver annar flytj­andi tekið þátt fyrir hönd Íslands í stað­inn. Þeir gerðu það sem þeir lof­uðu, að draga fram fán­ann og þessi sam­stöðu­yf­ir­lýs­ing þeirra hefur vakið athygli um allan heim. Þetta gerðu þeir þótt þeir vissu að þeim gæti verið refsað fyrir það,“ sagð­i Barg­houtt­i í sam­tali við Stund­ina.

Gáfu lítið fyrir sam­stöðu­yf­ir­lýs­ingu Hat­ara 

Palest­ínsk sam­tökin PACBI sem beita sér fyr­ir­ snið­göng­u á Ísra­els­ríki gefa hins vegar lítið fyrir upp­á­tæki Hat­ara í gær. Í yfr­lýs­ing­unn­i frá sam­tök­unum segir að sam­tökin hafni upp­á­tæki Hat­ara en þau höfðu áður hvatt Hat­ara til að draga sig úr keppn­inni. Í færslu sam­tak­anna á Twitter frá því apríl seg­ir: „Pa­lest­ínu­menn hvetja alla kepp­endur í E­urovision til að draga sig úr keppn­inni í aðskiln­að­ar­borg­inni Tel A­viv, þetta á sér­stak­lega við um íslensku kepp­end­urna Hat­ara, sem hafa lýst yfir stuðn­ingi við rétt­indi Palest­ínu­manna.“

Í yfir­lýs­ing­unni segir að lista­menn sem rjúfi snið­göng­una og spili í Tel A­viv ­þrátt fyrir áskor­anir Palest­ínu­manna geti ekki bætt upp fyrir skað­ann sem bar­átta Palest­ínu­manna fyrir mann­rétt­indum verði fyr­ir. „Þó við kunnum að meta stuðn­ing, þá getum við ekki þegið hann þegar honum fylgir gjörn­ingur sem ber­sýni­lega grefur undan frið­samri mann­rétt­inda­bar­áttu okk­ar. Besta yfir­lýs­ingin um sam­stöðu er að hætta við að koma fram í aðskiln­að­ar­rík­inu Ísr­a­el.“

Sam­tök­in PACBI eru stofn­að­ilar að BDS-hreyf­ing­unni sem beitir sér fyrir marg­vís­legri snið­göng­u á Ísr­ael með það að mark­miði að binda enda á her­setu Ísra­el, koma á fullu jafn­rétti Palest­ínu­manna með ísra­elskan rík­is­borg­ara­rétt og rétti palest­ínskra flótta­manna til að snúa aftur til heim­kynna sinna. Sam­tökin segja Ísra­els­ríki reka aðskiln­að­ar­stefnu sem birt­ist meðal ann­ars í aðskiln­að­ar­múr­num á Vest­ur­bakk­an­um.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent