Skiptar skoðanir um uppátæki Hatara

Það vakti mikla athygli þegar meðlimir Hatara veifuðu fána Palestínu í beinni útsendingu frá úrslitum Eurovison í Tel Aviv í gær. Uppátækið hefur bæði verið lofað og gagnrýnt.

Hatarar
Auglýsing

Liðs­­menn Hat­­­ara veif­uðu Palest­ín­u­­fán­um þeg­ar ­sjón­varps­vél­ar beindust að íslenska hópnum eftir að stig Íslands höfðu verið lesin upp í E­urovi­son-keppn­inni í gær­kvöld­i. ­Stuttu eftir að mynd­unum hafði verið sjón­varpað um alla Evr­ópu mættu örygg­is­verðir og heimt­uðu að Hat­ari afhenti borð­ana. Upp­á­tækið hefur vakið mikla athygli og hefur bæði verið for­dæmt og lof­að. 

Hat­ari hafi snert hjörtu allra Palest­ínu­manna

Miri Regev, menn­ing­ar­mála­ráð­herra í Ísra­el, sagði við fjöl­miðla í dag að hún teldi upp­á­tækið hafa verið mis­tök af hálfu Hat­ara og bætti við að póli­tík og menn­ingu ætti ekki að blanda sam­an. Sam­tök evr­ópskra sjón­varps­stöðva hafa jafn­framt for­dæmt upp­á­tæki Hat­ara og segja það brot á reglum keppn­inn­ar. 

Þá hafa tæp­lega 13.000 manns skrifað und­ir  áskorun um að Ísland verði úti­lokað frá þátt­töku í E­urovision á næsta ári. Und­ir­skrifta­söfn­un­in hófst skömmu eftir að keppn­in lauk. „Við und­ir­rituð krefj­umst þess að Íslandi verði meinað að taka þátt í E­urovision á næsta ári eftir að hafa sýnt Ísr­ael svo megna og opin­bera fyr­ir­litn­ing­u,“ segir í áskor­un­inni.

Auglýsing

Mustafa Barghouti. Mynd:EPAMustafa Barg­houti, læknir og fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi í Palest­ínu, hafði hins vegar sam­band við liðs­menn Hat­ara í dag og þakk­aði þeim fyrir að hafa fyrir að hafa sýnt Palest­ín­u ­sam­stöð­u í E­urovi­son. Barg­hout­i hefur rekið hjálp­ar­sam­tök í Palest­ínu í ára­tugi og hefur meðal ann­ars ver­ið til­nefndur til frið­ar­verð­launa Nóbels. 

Í sam­tali við Stund­ina í dag seg­ir Barg­hout­i að hann telji að Hat­ari hafi snert hjörtu allra Palest­ínu­manna. „Ég þakk­aði þeim fyrir þrennt. Í fyrsta lagi fyrir að hafa dregið fram palest­ínska fán­ann. Eins og þú kannski veist er prinsippaf­staða okkar sú að tón­list­ar­fólk eigi að snið­ganga Evr­ópsku söngvakepp­ina. En við skiljum sjón­ar­mið Hat­ara um að ef þeir hefðu ekki snið­gengið keppn­ina hefði ein­fald­lega ein­hver annar flytj­andi tekið þátt fyrir hönd Íslands í stað­inn. Þeir gerðu það sem þeir lof­uðu, að draga fram fán­ann og þessi sam­stöðu­yf­ir­lýs­ing þeirra hefur vakið athygli um allan heim. Þetta gerðu þeir þótt þeir vissu að þeim gæti verið refsað fyrir það,“ sagð­i Barg­houtt­i í sam­tali við Stund­ina.

Gáfu lítið fyrir sam­stöðu­yf­ir­lýs­ingu Hat­ara 

Palest­ínsk sam­tökin PACBI sem beita sér fyr­ir­ snið­göng­u á Ísra­els­ríki gefa hins vegar lítið fyrir upp­á­tæki Hat­ara í gær. Í yfr­lýs­ing­unn­i frá sam­tök­unum segir að sam­tökin hafni upp­á­tæki Hat­ara en þau höfðu áður hvatt Hat­ara til að draga sig úr keppn­inni. Í færslu sam­tak­anna á Twitter frá því apríl seg­ir: „Pa­lest­ínu­menn hvetja alla kepp­endur í E­urovision til að draga sig úr keppn­inni í aðskiln­að­ar­borg­inni Tel A­viv, þetta á sér­stak­lega við um íslensku kepp­end­urna Hat­ara, sem hafa lýst yfir stuðn­ingi við rétt­indi Palest­ínu­manna.“

Í yfir­lýs­ing­unni segir að lista­menn sem rjúfi snið­göng­una og spili í Tel A­viv ­þrátt fyrir áskor­anir Palest­ínu­manna geti ekki bætt upp fyrir skað­ann sem bar­átta Palest­ínu­manna fyrir mann­rétt­indum verði fyr­ir. „Þó við kunnum að meta stuðn­ing, þá getum við ekki þegið hann þegar honum fylgir gjörn­ingur sem ber­sýni­lega grefur undan frið­samri mann­rétt­inda­bar­áttu okk­ar. Besta yfir­lýs­ingin um sam­stöðu er að hætta við að koma fram í aðskiln­að­ar­rík­inu Ísr­a­el.“

Sam­tök­in PACBI eru stofn­að­ilar að BDS-hreyf­ing­unni sem beitir sér fyrir marg­vís­legri snið­göng­u á Ísr­ael með það að mark­miði að binda enda á her­setu Ísra­el, koma á fullu jafn­rétti Palest­ínu­manna með ísra­elskan rík­is­borg­ara­rétt og rétti palest­ínskra flótta­manna til að snúa aftur til heim­kynna sinna. Sam­tökin segja Ísra­els­ríki reka aðskiln­að­ar­stefnu sem birt­ist meðal ann­ars í aðskiln­að­ar­múr­num á Vest­ur­bakk­an­um.Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent