Íslenska ríkið kaupir matvæli fyrir um þrjá milljarða á ári

Íslenska ríkið getur sem stórkaupandi haft víðtæk áhrif á eftirspurn eftir matvælum, stuðlað að umhverfisvænum innkaupum, dregið úr kolefnisspori og eflt nýsköpun.

matur
Auglýsing

Til­laga Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um inn­kaupa­stefnu mat­væla fyrir rík­is­að­ila var sam­þykkt á fundi rík­is­stjórn­ar­innar fyrir helgi. Þetta kemur fram í frétt atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Í henni kemur jafn­framt fram að íslenska ríkið kaupi mat­væli fyrir um þrjá millj­arða króna á ári og sem stór­kaup­andi geti það haft víð­tæk áhrif á eft­ir­spurn eftir mat­væl­um, stuðlað að umhverf­is­vænum inn­kaup­um, dregið úr kolefn­is­spori og eflt nýsköp­un.

Von­ast er til að stefnan verði for­dæm­is­gef­andi fyrir sveit­ar­fé­lög og aðra. Kjarni stefn­unnar er að inn­kaup rík­is­að­ila á mat­vælum byggi á mark­miðum um sjálf­bærni, góða lýð­heilsu og umhverf­is­vit­und.

Auglýsing

Inn­leið­ingin krefst tíma

Inn­kaupa­stefnan var unnin á vett­vangi Mat­ar­auðs Íslands í sam­starfi við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Við vinnslu stefn­unnar var haft víð­tækt sam­ráð við hag­að­ila og drög að stefn­unni voru kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í mars síð­ast­liðn­um.

Í inn­kaupa­stefn­unni segir að inn­leið­ing hennar krefj­ist tíma, fjár­magns og sam­ráðs. Sú stefna að hækk­andi hlut­fall mat­væla upp­fylli vist­væn skil­yrði í opin­berum inn­kaupum verði aðeins inn­leidd yfir margra ára tíma­bil með sífelldu sam­ráði við full­trúa hag­að­ila. Mark­miðið sé að fram­leið­end­ur, birgjar/­bjóð­endur og inn­kaupa­stjórar mat­væla hafi tíma til að aðlag­ast eft­ir­spurn og kröfum sem settar eru fram í þess­ari inn­kaupa­stefnu.

Kristján Þór Júlíusson Mynd: Bára Huld BeckSjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra seg­ist fagna því að rík­is­stjórnin hafi sam­þykkt inn­kaupa­stefnu fyrir opin­ber inn­kaup mat­væla sem byggir á því að draga úr nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum við fram­leiðslu, flutn­inga og umsýslu mat­væla. „Í stefn­unni er lögð áhersla á að mál­tíðir í mötu­neytum séu í sam­ræmi við ráð­legg­ingar Emb­ættis land­læknis um matar­æði og að neyt­endur séu upp­lýstir um upp­runa og nær­ing­ar­gildi mat­ar­ins. Það er mín trú að stefnan muni efla íslenska mat­væla­fram­leiðslu og veita henni enn frek­ari tæki­færi til nýsköp­unar og þró­un­ar,“ segir Krist­ján Þór.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent