Íslenska ríkið kaupir matvæli fyrir um þrjá milljarða á ári

Íslenska ríkið getur sem stórkaupandi haft víðtæk áhrif á eftirspurn eftir matvælum, stuðlað að umhverfisvænum innkaupum, dregið úr kolefnisspori og eflt nýsköpun.

matur
Auglýsing

Til­laga Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um inn­kaupa­stefnu mat­væla fyrir rík­is­að­ila var sam­þykkt á fundi rík­is­stjórn­ar­innar fyrir helgi. Þetta kemur fram í frétt atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Í henni kemur jafn­framt fram að íslenska ríkið kaupi mat­væli fyrir um þrjá millj­arða króna á ári og sem stór­kaup­andi geti það haft víð­tæk áhrif á eft­ir­spurn eftir mat­væl­um, stuðlað að umhverf­is­vænum inn­kaup­um, dregið úr kolefn­is­spori og eflt nýsköp­un.

Von­ast er til að stefnan verði for­dæm­is­gef­andi fyrir sveit­ar­fé­lög og aðra. Kjarni stefn­unnar er að inn­kaup rík­is­að­ila á mat­vælum byggi á mark­miðum um sjálf­bærni, góða lýð­heilsu og umhverf­is­vit­und.

Auglýsing

Inn­leið­ingin krefst tíma

Inn­kaupa­stefnan var unnin á vett­vangi Mat­ar­auðs Íslands í sam­starfi við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Við vinnslu stefn­unnar var haft víð­tækt sam­ráð við hag­að­ila og drög að stefn­unni voru kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í mars síð­ast­liðn­um.

Í inn­kaupa­stefn­unni segir að inn­leið­ing hennar krefj­ist tíma, fjár­magns og sam­ráðs. Sú stefna að hækk­andi hlut­fall mat­væla upp­fylli vist­væn skil­yrði í opin­berum inn­kaupum verði aðeins inn­leidd yfir margra ára tíma­bil með sífelldu sam­ráði við full­trúa hag­að­ila. Mark­miðið sé að fram­leið­end­ur, birgjar/­bjóð­endur og inn­kaupa­stjórar mat­væla hafi tíma til að aðlag­ast eft­ir­spurn og kröfum sem settar eru fram í þess­ari inn­kaupa­stefnu.

Kristján Þór Júlíusson Mynd: Bára Huld BeckSjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra seg­ist fagna því að rík­is­stjórnin hafi sam­þykkt inn­kaupa­stefnu fyrir opin­ber inn­kaup mat­væla sem byggir á því að draga úr nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum við fram­leiðslu, flutn­inga og umsýslu mat­væla. „Í stefn­unni er lögð áhersla á að mál­tíðir í mötu­neytum séu í sam­ræmi við ráð­legg­ingar Emb­ættis land­læknis um matar­æði og að neyt­endur séu upp­lýstir um upp­runa og nær­ing­ar­gildi mat­ar­ins. Það er mín trú að stefnan muni efla íslenska mat­væla­fram­leiðslu og veita henni enn frek­ari tæki­færi til nýsköp­unar og þró­un­ar,“ segir Krist­ján Þór.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent