Stuðningur við fjölmiðla tvíþættur í frumvarpi Lilju

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um fjölmiðla.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Í nýju frum­varpi Lilju Daggar Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um breyt­ingar á fjöl­miðla­lög­um, er lagt til að stuðn­ingur rík­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla verði tví­þætt­ur, en árlegur kostn­aður er met­inn 520 millj­ón­ir, en fyrri hug­myndir gerðu ráð fyrir 350 millj­ón­um. 

Langstærstur hlut­inn af heild­ar­upp­hæð­inni mun renna til stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins, Sýn­ar, sem skráð er á mark­að, Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, og síðan Torgs ehf., sem gefur út Frétta­blað­ið. 

Mark­miðið með frum­varp­inu er að efla hlut­verk rík­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, og styrkja rekstr­ar­um­hverf­ið, en í frum­varp­inu felst meðal ann­ars að stíga fyrstu skrefin í átt að því sem þekkst hefur á Norð­ur­lönd­unum um ára­bil.

Auglýsing

Breyt­ingar á hlut­verki eða tekju­stofnum RÚV eru ekki hluti af þessu frum­varpi, en eins og kunn­ugt er hefur þátt­taka RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði, sam­hliða tekjum af útvarps­gjaldi, verið umdeild.

Í nýja frum­varp­inu er stuðn­ing­ur­inn tví­þætt­ur. Ann­ars vegar stuðn­ing í formi end­ur­greiðslu á allt að 25 pró­sent af til­teknum hluta kostn­aðar af rit­stjórn­ar­störf­um, en að hámarki er hann 50 millj­ónir króna á fjöl­mið­il. 

Hins vegar talað um stuðn­ing sem nemi allt að 5,15 pró­sent af launum starfs­fólks á rit­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­þrep tekju­skatts­stofna. 

Kostn­aður við það er met­inn um 170 millj­ón­ir, en við end­ur­greiðsl­urnar um 350 millj­ón­ir, sam­tals um 520 millj­ónir á árs­grund­velli.

Þá er einnig heim­ild til að veita stað­bundnum miðlum álag. 

Fram kemur að end­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður sé bund­inn við beinan launa­kostnað blaða- og frétta­manna, rit­stjóra og aðstoð­ar­rit­stjóra, mynda­töku­manna, ljós­mynd­ara og próf­arka­les­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf.

Lesa má frum­varpið í heild hér.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent