Stuðningur við fjölmiðla tvíþættur í frumvarpi Lilju

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um fjölmiðla.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Í nýju frum­varpi Lilju Daggar Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um breyt­ingar á fjöl­miðla­lög­um, er lagt til að stuðn­ingur rík­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla verði tví­þætt­ur, en árlegur kostn­aður er met­inn 520 millj­ón­ir, en fyrri hug­myndir gerðu ráð fyrir 350 millj­ón­um. 

Langstærstur hlut­inn af heild­ar­upp­hæð­inni mun renna til stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins, Sýn­ar, sem skráð er á mark­að, Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, og síðan Torgs ehf., sem gefur út Frétta­blað­ið. 

Mark­miðið með frum­varp­inu er að efla hlut­verk rík­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, og styrkja rekstr­ar­um­hverf­ið, en í frum­varp­inu felst meðal ann­ars að stíga fyrstu skrefin í átt að því sem þekkst hefur á Norð­ur­lönd­unum um ára­bil.

Auglýsing

Breyt­ingar á hlut­verki eða tekju­stofnum RÚV eru ekki hluti af þessu frum­varpi, en eins og kunn­ugt er hefur þátt­taka RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði, sam­hliða tekjum af útvarps­gjaldi, verið umdeild.

Í nýja frum­varp­inu er stuðn­ing­ur­inn tví­þætt­ur. Ann­ars vegar stuðn­ing í formi end­ur­greiðslu á allt að 25 pró­sent af til­teknum hluta kostn­aðar af rit­stjórn­ar­störf­um, en að hámarki er hann 50 millj­ónir króna á fjöl­mið­il. 

Hins vegar talað um stuðn­ing sem nemi allt að 5,15 pró­sent af launum starfs­fólks á rit­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­þrep tekju­skatts­stofna. 

Kostn­aður við það er met­inn um 170 millj­ón­ir, en við end­ur­greiðsl­urnar um 350 millj­ón­ir, sam­tals um 520 millj­ónir á árs­grund­velli.

Þá er einnig heim­ild til að veita stað­bundnum miðlum álag. 

Fram kemur að end­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður sé bund­inn við beinan launa­kostnað blaða- og frétta­manna, rit­stjóra og aðstoð­ar­rit­stjóra, mynda­töku­manna, ljós­mynd­ara og próf­arka­les­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf.

Lesa má frum­varpið í heild hér.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent