Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent

Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.

image003.png
Auglýsing

Vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 0,3 pró­sent á milli mars og apríl sam­kvæmt nýbirtum tölum Þjóð­skrár Íslands. 

Árs­hækk­un vísi­tölu íbúða­verðs mælist nú 4,7 pró­sent sam­an­borið við 4,3 pró­sent árs­hækkun í  mars og 5,4 pró­sent í apríl í fyrra.

Að teknu til­liti til verð­bólgu, nemur hækkun fast­eigna­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nú 1,3 pró­sentum und­an­farið ár, en und­an­farna sex mán­uði hefur verðið nokkurn veg­inn staðið í stað. 

Auglýsing

Verð­bólga mælist nú 3,3 pró­sent. 

Nokkuð hefur hægst á fast­eigna­mark­aði að und­an­förnu, eftir langt tíma­bil hækk­ana á mark­aði. Mest mæld­ist hækk­unin vorið 2017, en hún var þá 23,5 pró­sent, sem þá var með allra mesta móti á heims­vís­u. Frá þeim tíma hefur hækk­unin jafnt og þétt minnk­að, og er nú um 1,3 pró­sent að raun­virð­i. 

Vaxta­á­kvörð­un­ar­dagur er hjá Seðla­banka Íslands á morg­un, og verður ákvörðun pen­inga­stefnu­nefndar kynnt klukkan 09:00, en margir búast við vaxta­lækk­un, ekki síst vegna þess að nokkuð hefur kólnað í hag­kerf­inu að und­an­förnu, eftir fall WOW air. Meg­in­vextir eru nú 4,5 pró­sent.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent