Sigríður segist hafa rætt við regluvörð og formann bankaráðs

Sigríður Benediktsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbankans, segir það ekki rétt að hún hafi sam­þykkt að sitja í nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra án þess að bera það undir for­mann banka­ráðs eða reglu­vörð Landsbank­ans.

Sigríður Benediktsdóttir
Auglýsing

Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, for­maður hæf­is­nefndar um skipan nýs seðla­banka­stjóra og banka­ráðs­maður í Lands­bank­an­um, segir að hún hafi látið reglu­vörð Lands­bank­ans vita þegar henni var boðið að taka að sér for­mennsku í þriggja manna hæf­is­nefnd sem Katrín Jak­obs­dóttir for­­­sæt­is­ráð­herra hefur skipað til að meta hæfni þeirra umsækj­enda sem sótt hafa um emb­ætti seðla­­­banka­­­stjóra. Katrín mun síðan skipa næsta seðla­banka­stjóra eftir að nefndin hefur metið hæfi alls 16 umsækj­enda um starf­ið.

­Sig­ríður segir auk þess að hún hafi beðið reglu­vörð Lands­bank­ans um að upp­lýsa banka­stjóra bank­ans, Lilju Björk Ein­ars­dótt­ur, um að henni hafði verið boðið að sitja í nefnd­inni. Þetta hafi hún gert áður en hún þekkt­ist boð Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um að taka að sér setu og for­mennsku í hæf­is­nefnd­inni.

Þá segir Sig­ríður að hún hafi upp­lýst for­mann banka­ráðs Lands­bank­ans, Helgu Björk Eiríks­dótt­ur, um stöð­una áður en það var gert opin­bert að Sig­ríður myndi sitja í nefnd­inni.

Auglýsing
Á for­síðu Frétta­blaðs­ins í dag er frétt úr Mark­aðn­um, fylgi­riti blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, þar sem greint er frá því að Sturla Páls­­son, fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðsvið­­skipta og fjár­stýr­ingar hjá Seðla­­banka Íslands, og annar ónafn­­greindur ein­stak­l­ing­­ur, hafi kvartað for­m­­lega yfir skipun Sig­ríðar í nefnd­ina. Bæði Sturla og ónafn­­greindi ein­stak­l­ing­­ur­inn, eru á meðal 16 umsækj­enda um stöðu seðla­banka­stjóra.

Sturla og Sig­ríður störf­uðu saman hjá Seðla­­banka Íslands á árunum 2011 til 2016. Sig­ríð­­ur, sem er for­­maður nefnd­­ar­inn­­ar, sat einnig í rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­­­mik­illi skýrslu í apríl 2010.

Í Mark­aðnum segir að umsækj­end­­urnir tveir gagn­rýni meðal ann­­ars að Sig­ríður leiði nefnd­ina á sama tíma og hún sitji í banka­ráði Lands­­bank­ans. Sá banki sé stærsti við­­skipta­vinur Seðla­­banka Íslands og eigi veru­­legra hags­muna að gæta sem snúi að ýmsum ákvörð­unum Seðla­­bank­ans.

Þá er því haldið fram í frétt blaðs­ins að óánægju gæti innan Lands­­bank­ans með skipan Sig­ríðar í nefnd­ina og að hún hafi sam­­þykkt að sitja í henni án þess að bera það undir for­­mann banka­ráðs eða reglu­vörð bank­ans.

Sig­ríður segir í sam­tali við Kjarn­ann, líkt og áður hefur komið fram, að þetta sé rangt. Hún hafi borið ákvörð­un­ina undir báða þessa aðila. Lands­bank­inn er í eigu íslenska rík­­is­ins og Sig­ríður situr í banka­ráð­inu sem full­­trúi þess, ekki vegna eigin hags­muna.

Kjarn­inn óskaði í morgun eftir því að fá bréf umsækj­end­anna tveggja afhent hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og er sú beiðni nú í vinnslu.

Auglýsing
Með Sig­ríði í nefnd­inni eru Eyjólfur Guð­­munds­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­nefndur af sam­­starfs­­nefnd háskóla­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og vara­­for­­maður banka­ráðs, til­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­banka Íslands.

Alls sóttu 16 um starf seðla­­banka­­stjóra, en Már Guð­­munds­­son lætur af störfum í ágúst næst­kom­andi. Hann hefur þá setið þau tvö fimm ára skip­un­­ar­tima­bil sem lög heim­ila honum að sitja. 

Ráð­­gert er að end­an­­leg nið­­ur­­staða hæfn­is­­nefndar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næst­kom­andi.

Umsækj­endur um emb­ætti seðla­­banka­­stjóra:

 • Arnór Sig­hvats­­son, ráð­gjafi seðla­­banka­­stjóra 
 • Ásgeir Jóns­­son, dós­ent og for­­seti hag­fræð­i­­deildar Háskóla Íslands 
 • Ásgeir Brynjar Torfa­­son, lektor við Háskóla Íslands 
 • Bene­dikt Jóhann­es­­son, fyrrv. fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra 
 • Gunnar Har­alds­­son, hag­fræð­ing­­ur 
 • Gylfi Arn­­björns­­son, hag­fræð­ing­­ur 
 • Gylfi Magn­ús­­son, dós­ent 
 • Hannes Jóhanns­­son, hag­fræð­ing­­ur 
 • Jón Dan­i­els­­son, pró­­fess­or 
 • Jón G. Jóns­­son, for­­stjóri banka­­sýslu rík­­is­ins 
 • Sal­vör Sig­ríður Jóns­dótt­ir, nemi 
 • Sig­­urður Hann­es­­son, fram­­kvæmda­­stjóri 
 • Sturla Páls­­son, fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðs-, við­­skipta- og fjar­­stýr­ingar í Seðla­­banka Íslands 
 • Vil­hjálmur Bjarna­­son, lekt­or 
 • Þor­­steinn Þor­­geir­s­­son, sér­­stakur ráð­gjafi á skrif­­stofu seðla­­banka­­stjóra
 • Katrín Ólafs­dótt­ir, lektor
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent