Sturla Pálsson á meðal tveggja umsækjenda sem kvörtuðu yfir Sigríði

Tveir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra, sem skipað verður í fyrir miðjan næsta mánuð, hafa kvartað yfir setu Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem metur umsækjendur.

Sigríður Benediktsdóttir
Auglýsing


Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands, og annar ónafngreindur einstaklingur, hafa kvartað formlega yfir skipun Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika­sviðs Seðla­banka Íslands, í þriggja manna nefnd sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur skipað til að meta hæfni þeirra umsækj­enda sem sótt hafa um emb­ætti seðla­banka­stjóra.

Bæði Sturla og ónafngreindi einstaklingurinn, eru á meðal 16 umsækjenda.

Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti, í dag. Sturla og Sigríður störfuðu saman hjá Seðlabanka Íslands á árunum 2011 til 2016.

Sigríður, sem er formaður nefndarinnar, sat einnig í rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­mik­illi skýrslu í apríl 2010.

Í Markaðnum segir að umsækjendurnir tveir gagnrýni meðal annars að Sigríður leiði nefndina á sama tíma og hún siti í bankaráði Landsbankans. Sá banki sé stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands og eigi verulegra hagsmuna að gæta sem snúi að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. 

Auglýsing
Landsbankinn er í eigu íslenska ríkisins og Sigríður situr í bankaráðinu sem fulltrúi þess, ekki vegna eigin hagsmuna.

Í Markaðnum segir að óánægju gæti innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina og að hún hafi samþykkt að sitja í henni án þess að bera það undir formann bankaráðs eða regluvörð bankans.


Með henni í nefndinni verða Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins, og Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands.

Alls sóttu 16 um starf seðlabankastjóra, en Már Guðmundsson lætur af störfum í ágúst næstkomandi. Hann hefur þá setið þau tvö fimm ára skipunartimabil sem lög heimila honum að sitja. 

Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfnisnefndar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næstkomandi.

Umsækj­endur um emb­ætti seðla­banka­stjóra:

 • Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra 
 • Ásgeir Jóns­son, dós­ent og for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands 
 • Ásgeir Brynjar Torfa­son, lektor við Háskóla Íslands 
 • Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrrv. fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra 
 • Gunnar Har­alds­son, hag­fræð­ing­ur 
 • Gylfi Arn­björns­son, hag­fræð­ing­ur 
 • Gylfi Magn­ús­son, dós­ent 
 • Hannes Jóhanns­son, hag­fræð­ing­ur 
 • Jón Dani­els­son, pró­fess­or 
 • Jón G. Jóns­son, for­stjóri banka­sýslu rík­is­ins 
 • Sal­vör Sig­ríður Jóns­dótt­ir, nemi 
 • Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri 
 • Sturla Páls­son, fram­kvæmda­stjóri mark­aðs-, við­skipta- og fjar­stýr­ingar í Seðla­banka Íslands 
 • Vil­hjálmur Bjarna­son, lekt­or 
 • Þor­steinn Þor­geirs­son, sér­stakur ráð­gjafi á skrif­stofu seðla­banka­stjóra
 • Katrín Ólafs­dótt­ir, lektor

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent