Sturla Pálsson á meðal tveggja umsækjenda sem kvörtuðu yfir Sigríði

Tveir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra, sem skipað verður í fyrir miðjan næsta mánuð, hafa kvartað yfir setu Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem metur umsækjendur.

Sigríður Benediktsdóttir
Auglýsing


Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands, og annar ónafngreindur einstaklingur, hafa kvartað formlega yfir skipun Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika­sviðs Seðla­banka Íslands, í þriggja manna nefnd sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur skipað til að meta hæfni þeirra umsækj­enda sem sótt hafa um emb­ætti seðla­banka­stjóra.

Bæði Sturla og ónafngreindi einstaklingurinn, eru á meðal 16 umsækjenda.

Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti, í dag. Sturla og Sigríður störfuðu saman hjá Seðlabanka Íslands á árunum 2011 til 2016.

Sigríður, sem er formaður nefndarinnar, sat einnig í rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­mik­illi skýrslu í apríl 2010.

Í Markaðnum segir að umsækjendurnir tveir gagnrýni meðal annars að Sigríður leiði nefndina á sama tíma og hún siti í bankaráði Landsbankans. Sá banki sé stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands og eigi verulegra hagsmuna að gæta sem snúi að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. 

Auglýsing
Landsbankinn er í eigu íslenska ríkisins og Sigríður situr í bankaráðinu sem fulltrúi þess, ekki vegna eigin hagsmuna.

Í Markaðnum segir að óánægju gæti innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina og að hún hafi samþykkt að sitja í henni án þess að bera það undir formann bankaráðs eða regluvörð bankans.


Með henni í nefndinni verða Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins, og Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands.

Alls sóttu 16 um starf seðlabankastjóra, en Már Guðmundsson lætur af störfum í ágúst næstkomandi. Hann hefur þá setið þau tvö fimm ára skipunartimabil sem lög heimila honum að sitja. 

Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfnisnefndar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næstkomandi.

Umsækj­endur um emb­ætti seðla­banka­stjóra:

 • Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra 
 • Ásgeir Jóns­son, dós­ent og for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands 
 • Ásgeir Brynjar Torfa­son, lektor við Háskóla Íslands 
 • Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrrv. fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra 
 • Gunnar Har­alds­son, hag­fræð­ing­ur 
 • Gylfi Arn­björns­son, hag­fræð­ing­ur 
 • Gylfi Magn­ús­son, dós­ent 
 • Hannes Jóhanns­son, hag­fræð­ing­ur 
 • Jón Dani­els­son, pró­fess­or 
 • Jón G. Jóns­son, for­stjóri banka­sýslu rík­is­ins 
 • Sal­vör Sig­ríður Jóns­dótt­ir, nemi 
 • Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri 
 • Sturla Páls­son, fram­kvæmda­stjóri mark­aðs-, við­skipta- og fjar­stýr­ingar í Seðla­banka Íslands 
 • Vil­hjálmur Bjarna­son, lekt­or 
 • Þor­steinn Þor­geirs­son, sér­stakur ráð­gjafi á skrif­stofu seðla­banka­stjóra
 • Katrín Ólafs­dótt­ir, lektor

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent