Arion banki sagði upp 9 starfsmönnum í gær – 20 störf farin á skömmum tíma

Hagræðingaraðgerðir eru nú víða í fjármálakerfinu. Vika er síðan Íslandsbanki sagði upp 16 starfsmönnum.

Arion Banki
Auglýsing

Arion banki sagði upp níu starfs­mönnum í gær, og voru flest störfin í höf­uð­stöðvum bank­ans. Þetta stað­festir Har­aldur Guðni Eiðs­son, yfir­maður sam­skipta­mála hjá bank­an­um. „Al­mennt hefur bank­inn verið á þeirri veg­ferð að auka skil­virkni í rekstr­in­um. Starfs­fólki bank­ans hefur fækkað jafnt og þétt á und­an­förnum árum og höfum við reynt að nýta starfs­manna­veltu eins og hægt er en það dugar ekki alltaf til. Ef horft er til allrar starfs­manna­veltu og ann­ars árs­fjórð­ungs þá má ætla að fækkun starfs­fólks nemi u.þ.b. 20,“ segir Har­aldur Guðn­i. 

Bank­inn hefur gengið í gegnum nokkurn mót­byr að und­an­förnu, meðal ann­ars vegna millj­arða útlánataps í tengslum við fall WOW air, Pri­mera og United Sil­icon. 

Hagn­aður sam­­stæðu Arion banka á fyrstu þremur mán­uðum þessa árs nam einum millj­­arði króna. Á sama tíma­bili í fyrra var hagn­að­­ur­inn 1,9 millj­­arð­­ar.

Auglýsing

Arð­­semi eig­in­fjár var 2,1 pró­­sent, í sam­an­­burði við 3,6 pró­­sent á sama tíma í fyrra, en svo lítil arð­­semi telst lág fyrir banka­­rekst­­ur, í alþjóð­­legum sam­an­­burði.

Slæm afkoma dótt­­ur­­fé­lags bank­ans, Valitor, hefur nei­­kvæð áhrif á rekstur bank­ans, en bók­­fært virði félags­­ins hefur lækkað um 1,6 millj­­arð frá ára­­mót­um, af því er fram kemur í upp­­­gjör­inu. Það var 15,7 millj­­arðar í árs­­lok í fyrra en var í lok mars 14,1 millj­­arð­­ur. 

Stefán Pét­urs­son, starf­andi banka­stjóri bank­ans, lét hafa eftir sér í frétta­til­kynn­ingu vegna afkomu á fyrsta árs­fjórð­ungi, að fjár­hags­staða bank­ans væri sterk og mik­il­væg skref hafi verið stigin í hag­stæð­ari fjár­magns­skip­an, meðal ann­ars með lækkun á hluta­fé.

Heild­­ar­­eignir námu 1.223 millj­­örðum króna í lok mars 2019 sam­an­­borið við 1.164 millj­­arða króna í árs­­lok 2018 og eigið fé nam 193 millj­­örðum króna, sam­an­­borið við 201 millj­­arð króna í árs­­lok 2018. 

Nokkuð hefur verið um hag­ræð­ing­ar­að­gerðir á fjár­mála­mark­aði að und­an­förnu, en fyrir viku síðan sagði Íslands­banki upp 16 starfs­mönn­um, bæði úr höf­uð­stöðvum og úti­búa­neti.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent