Arion banki sagði upp 9 starfsmönnum í gær – 20 störf farin á skömmum tíma

Hagræðingaraðgerðir eru nú víða í fjármálakerfinu. Vika er síðan Íslandsbanki sagði upp 16 starfsmönnum.

Arion Banki
Auglýsing

Arion banki sagði upp níu starfs­mönnum í gær, og voru flest störfin í höf­uð­stöðvum bank­ans. Þetta stað­festir Har­aldur Guðni Eiðs­son, yfir­maður sam­skipta­mála hjá bank­an­um. „Al­mennt hefur bank­inn verið á þeirri veg­ferð að auka skil­virkni í rekstr­in­um. Starfs­fólki bank­ans hefur fækkað jafnt og þétt á und­an­förnum árum og höfum við reynt að nýta starfs­manna­veltu eins og hægt er en það dugar ekki alltaf til. Ef horft er til allrar starfs­manna­veltu og ann­ars árs­fjórð­ungs þá má ætla að fækkun starfs­fólks nemi u.þ.b. 20,“ segir Har­aldur Guðn­i. 

Bank­inn hefur gengið í gegnum nokkurn mót­byr að und­an­förnu, meðal ann­ars vegna millj­arða útlánataps í tengslum við fall WOW air, Pri­mera og United Sil­icon. 

Hagn­aður sam­­stæðu Arion banka á fyrstu þremur mán­uðum þessa árs nam einum millj­­arði króna. Á sama tíma­bili í fyrra var hagn­að­­ur­inn 1,9 millj­­arð­­ar.

Auglýsing

Arð­­semi eig­in­fjár var 2,1 pró­­sent, í sam­an­­burði við 3,6 pró­­sent á sama tíma í fyrra, en svo lítil arð­­semi telst lág fyrir banka­­rekst­­ur, í alþjóð­­legum sam­an­­burði.

Slæm afkoma dótt­­ur­­fé­lags bank­ans, Valitor, hefur nei­­kvæð áhrif á rekstur bank­ans, en bók­­fært virði félags­­ins hefur lækkað um 1,6 millj­­arð frá ára­­mót­um, af því er fram kemur í upp­­­gjör­inu. Það var 15,7 millj­­arðar í árs­­lok í fyrra en var í lok mars 14,1 millj­­arð­­ur. 

Stefán Pét­urs­son, starf­andi banka­stjóri bank­ans, lét hafa eftir sér í frétta­til­kynn­ingu vegna afkomu á fyrsta árs­fjórð­ungi, að fjár­hags­staða bank­ans væri sterk og mik­il­væg skref hafi verið stigin í hag­stæð­ari fjár­magns­skip­an, meðal ann­ars með lækkun á hluta­fé.

Heild­­ar­­eignir námu 1.223 millj­­örðum króna í lok mars 2019 sam­an­­borið við 1.164 millj­­arða króna í árs­­lok 2018 og eigið fé nam 193 millj­­örðum króna, sam­an­­borið við 201 millj­­arð króna í árs­­lok 2018. 

Nokkuð hefur verið um hag­ræð­ing­ar­að­gerðir á fjár­mála­mark­aði að und­an­förnu, en fyrir viku síðan sagði Íslands­banki upp 16 starfs­mönn­um, bæði úr höf­uð­stöðvum og úti­búa­neti.

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent