Fast skotið á forsætisráðherra og talað gegn ótta við breytingar

Fjörugar elhúsdagsumræður á Alþingi fóru fram í kvöld. Oddný Harðardóttir, Samfylkingu, skaut fast á forsætisráðherra, og ritari Sjálfstæðisflokksins talaði fyrir því að óttinn fengi ekki að leika lausum hala.

7DM_4909_raw_1974.JPG
Auglýsing

„Sag­an kenn­ir okk­ur að það er í um­hverfi efa­­semda sem minni spá­­menn sjá sér leik á borði og breyta efa­­semd­um í ótta.“

Þetta sagði Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í ræðu sinni í elhús­dags­um­ræðum í kvöld. Hún gerði að umtals­efni ótt­ann við það þegar sam­fé­lagið breyt­ist og ný tæki­færi koma fram. 

Sagði hún að það mætti öllum vera ljóst að EES-­samn­ing­ur­inn hefði gjör­breytt íslensku sam­fé­lagi til hins betra, og opnað á ný tæki­færi og leyst krafta úr læð­ing­i. 

Auglýsing

„Það hef­ur mikið verið fjallað um EES-­samn­ing­inn í þess­um sal und­an­far­ið. Það má öll­um vera ljóst, nema þeim sem kjósa að setja kík­­inn á blinda aug­að, að sá samn­ing­ur hef­ur gjör­breytt ís­­lensku sam­­fé­lagi. Marg­ir þekkja ekki annað en Ísland inn­­an EES sam­­starfs­ins og ég ef­­ast um að þeir sem muna eft­ir Íslandi utan EES vilji snúa aft­ur til þess tíma. Það er hins veg­ar margt annað sem er betra að hafa að leið­ar­ljósi við mót­un ut­an­­rík­­is- og við­skipta­­stefnu okk­ar en þessa eitr­uðu blöndu af aft­­ur­haldi, for­tíð­ar­þrá og fram­tíðar­ótta,“ sagði Áslaug Arna.

Hún bað fólk að var­ast lukku­ridd­ara, sem reyndu að sjá sér leik á borði, með því að ala á ótta við breyt­ingar og alþjóð­leg áhrif. „Þegar alið er á ótta er mál­efna­­leg umræða sett í gapa­­stokk­inn og við tek­ur eðl­is­­hvöt­in. Eðl­is­­hvöt­in seg­ir okk­ur að breyt­ing­ar séu hætt­u­­leg­­ar.“

Oddný Harðardóttir.

Gagn­rýndi for­sæt­is­ráð­herra

Oddný Harð­ar­dótt­ir, Sam­fylk­ingu, gerði mál­efni barna að umtals­efni í sinni ræðu og gagn­rýndi Katrínu Jak­obs­dóttur harð­lega fyrir að taka mála­flokk­inn ekki fast­ari tök­um, með jöfnuð og félags­hyggju að leið­ar­ljósi. 

„Því miður gæt­ir sinn­u­­leys­is stjórn­­­valda um mál­efni barna víðar því skort­ur er á skýrri leið­sögn, skil­­virku skipu­lagi og heil­­stæðri stefnu í geð­heil­brigð­is­mál­um barna og ung­l­inga,“ sagði Odd­ný meðal ann­ar­s. 

Þá sak­aði hún Katrínu for­sæt­is­ráð­herra um að segja eitt í út­lönd­um en gera annað á heima­velli. Hún hefði myndað „rík­­is­­stjórn gömlu valda og íhalds­­­flokk­anna og styður fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Rík­­is­­stjórn sem vill hvorki leggja á sann­­gjörn auð­linda­­gjöld né láta auð­menn greiða sinn rétt­láta skerf til vel­­ferð­ar­­inn­­ar. Rík­­is­­stjórn stöðn­un­ar og órétt­læt­­is.“Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent