Davíð Stefáns­son nýr rit­stjóri Frétta­blaðsins

Davíð Stefáns­son hefur verið ráðinn rit­stjóri Frétta­blaðsins. Hann tekur við sem annar tveggja rit­stjóra blaðsins frá 1. júní næstkomandi.

Davíð Stefánsson
Davíð Stefánsson
Auglýsing

Davíð Stef­áns­­son hefur verið ráð­inn rit­­stjóri Frétta­­blaðs­ins. Hann tekur við sem annar tveggja rit­­stjóra blaðs­ins frá 1. júní næst­kom­andi. Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðs­ins í dag.

Davíð varð stúd­ent frá Mennta­­skól­anum á Akur­eyri árið 1985, stjórn­­­mála­­fræð­ingur frá Há­­skóla Ís­lands 1995 og hlaut meist­ara­gráðu í stjórn­­­sýslu­fræðum frá Harvard há­­skóla, John F. Kenn­e­dy School of Govern­­ment, Banda­­ríkjum árið 1997. 

Hann hefur verið dag­skrár­gerð­ar­maður á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut síð­ustu mán­uði þar sem hann sá um þátt­inn Ísland og umheim­ur­inn. 

Auglýsing

Davíð hefur jafn­framt rekið eigið ráð­gjaf­ar­­fyr­ir­­tæki frá árinu 2009 einkum á sviði við­­skipta- og verk­efna­­þró­unar með á­herslu á end­ur­­nýj­an­­lega orku. Við­­skipta­vinir fyr­ir­­tæk­is­ins eru al­­þjóð­­leg ráð­gjafa­­fyr­ir­­tæki, bankar, fjár­­­fest­inga­­sjóðir og orku­­fyr­ir­­tæki í Norður og Suður Amer­íku, Afr­íku, Evr­ópu og Asíu auk Ís­lands.

Davíð segir í frétt blaðs­ins að það sé mikil og skemmti­­leg á­skorun að takast á við rit­­stjóra­­starf lang­­mest lesna blaðs lands­ins. Á Frétta­­blað­inu vinni mjög hæfi­­leika­­ríkt og út­­sjón­ar­­samt fólk. Í sam­vinnu við þann sterka hóp von­ist hann til að efla blaðið enn frekar sem helsta dag­­blað lands­ins.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent