Stefna að því að ríkið gefi út rafræn skilríki

Stjórnvöld vilja að Ísland verði á meðal þeirra fremstu í heiminum þegar kemur að stafrænni stjórnsýslu og opinberri þjónustu. Ríkisstjórnin samþykkti því í dag tillögur að aðgerðum, þar á meðal er aukin sjálfsafgreiðsla á vefnum Ísland.is.

mynd af síma
Auglýsing

Efl­ing staf­rænnar þjón­ustu er eitt af for­gangs­málum stjórn­valda en aðgerða­á­ætlun þess efnis var sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fund­i í morg­un. Í áætl­un­inni má meðal ann­ars finna til­lögu um að auka ­sjálfs­af­greiðslu á vefn­um Ís­land.is þannig að al­menn­ing­ur ­geti nálgast ­þjón­ust­u hins opin­bera á einum stað. Auk þess stefna stjórn­völd að því að ríkið muni taka að sér útgáfu á raf­rænum skil­ríkj­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá forsæt­is­ráðu­neyt­inu. 

Vilja að Ísland verði fremst í heimi í raf­rænni stjórn­sýslu

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins segir að staf­rænt Ísland verði að taka mið af þeirri þróun sem er að eiga sér stað með til­komu fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar og þeim tæki­færum sem skap­ast til að auka gagn­sæi innan stjórn­sýsl­unnar með öfl­ugri upp­lýs­inga­tækni sem sam­kvæmt for­sæt­is­ráðu­neyt­inu er for­senda þess að hægt sé að efla mark­visst traust á stjórn­sýslu og stjórn­mál­u­m. 

Enn fremur segir í til­kynn­ing­unn­i að inn­viðir séu góðir hér á landi og því tæki­færi til staðar til að hrinda af stað umbóta­verk­efnum sem munu skila bættri þjón­ustu til skemmri og lengri tíma fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki. ­Með aðgerða­á­ætl­un­inni sem sam­þykkt var í morgun vilja stjórn­völd leggja grunn að því að Ísland verði á meðal þeirra fremstu í heim­inum þegar kemur að staf­rænni stjórn­sýslu og opin­berri þjón­ust­u. 

Auglýsing

Nálg­­ast þjón­­ustu hins opin­bera á einum stað

Eitt þeirra umbót­ar­verk­efna, sem finna má í á­ætl­un­inni, er að ein­stak­lingar hafi beinan aðgang að per­sónu­legum gögnum sem hið opin­bera ræður yfir. Það verður gert með því að efla vef­inn Ís­land.is en þar á almenn­ingur að geta nálg­ast þjón­ustu hins opin­bera á einum stað og hafa beinan aðgang að per­sónu­legum gögn­um. 

Auk þess stefna stjórn­völd að því að ríkið muni taka að sér útgáfu á raf­rænum skil­ríkj­um. Jafn­framt verða gagna­söfn efld og opnuð almenn­ingi og vís­inda­sam­fé­lag­i. 

Staf­ræn þjón­ustu á Íslandi slök­ust allra Norð­ur­landa

Í ­skýrslu sem unnin er af hag- og félags­mála­deild Sam­ein­uðu þjóð­anna sem birt var í ágúst í fyrra kom fram að Ísland er eft­ir­bátur Norð­­ur­landa þegar kemur að staf­rænni þjón­­ustu hins opin­ber­a. 

Skýrslan skoðar staf­ræna stjórn­­­sýslu í 193 lönd­um, en mark­mið hennar er að meta getu land­anna til að takast á við alheims­­mark­mið Sam­ein­uðu Þjóð­anna árið 2030. Þetta er í tíunda skiptið sem sam­tökin birta við­líka skýrslu og er hún byggð á nokkrum vísi­­tölum sem bera saman þróun land­anna í ýmsum mála­­flokkum staf­rænnar stjórn­­­sýslu.

Sam­kvæmt skýrsl­unni er Ísland í nítj­ánda ­sæti þegar að það kemur að raf­rænni stjórn­sýslu og eftir sem áður var Ísland þar slakast Norð­ur­land­anna. Sam­kvæmt ­skýrsl­unn­i voru helstu þætt­irnir sem drógu Ísland upp í vísi­­töl­unni var helst há ein­kunn á gæð­i ­­mannauðs­ins, en aðrir þættir skor­uðu ekki jafn­­hátt.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent