Viðtöl standa yfir vegna ráðningar í starf forstjóra Isavia

Fyrrverandi forstjóri Isavia sagði af sér um miðjan apríl síðastliðinn og samkvæmt upplýsingum frá Isavia reynir stjórn fyrirtækisins að flýta ráðningu í starfið eins og kostur er.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

Við­töl standa nú yfir fyrir starf for­stjóra Isa­via en stjórn fyr­ir­tæk­is­ins reynir að flýta ráðn­ingu í starfið eins og kostur er.

Þetta kemur fram í svari Guð­jóns Helga­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ekki feng­ust frek­ari upp­lýs­ingar um hversu margir hefðu verið boð­aðir í við­tal eða hvenær ákvörð­unar væri að vænta. Isa­via á og rekur flug­­­vell­ina í land­inu og er að öllu leyti í eigu íslenska rík­­is­ins.

Björn Óli Hauks­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Isa­via, sagði starfi sínu lausu um miðjan apríl síð­ast­lið­inn. Skipt var um stjórn­­­ar­­for­­mann í fyr­ir­tæk­inu í mars á þessu ári þegar Orri Hauks­­son, for­­stjóri Sím­ans, tók við af Ing­i­­mundi Sig­­ur­páls­­syn­i. Elín Árna­dótt­ir, aðstoð­­ar­­for­­stjóri, og Svein­­björn Ind­riða­­son, fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­sviðs, ann­­ast dag­­legan rekstur félags­­ins þangað til ráð­inn hefur verið nýr for­stjóri.

Auglýsing

Skuld WOW air og launa­­mál

Isa­via hefur verið mikið til umfjöll­unar und­an­far­ið, meðal ann­­ars vegna vand­ræða WOW air sem end­uðu með gjald­­þroti. Isa­via hafði veitt WOW air umtals­vert svig­­rúm vegna greiðslu á lend­ing­­ar­­gjöldum og voru þær skuldir vel á annan millj­­arð króna hið minnsta. Vegna þeirra gerði Isa­via kröfu um að ein þeirra véla sem WOW air var með á leigu væri alltaf stað­­sett á Kefla­vík­­­ur­flug­velli. Sú vél hefur síðan verið notuð til að reyna að inn­­heimta skuld WOW air við Isa­via. Umburð­­ar­­lyndi Isa­via gagn­vart WOW air var harð­­lega gagn­rýnt af ýmsum fyrir að vera and­­stætt eðli­­legum sam­keppn­is­­sjón­­ar­mið­­um.

Launa­­mál Björns Óla hafa líka verið umtals­vert til umfjöll­unar síð­­­ustu mis­s­eri. Kjarn­inn greindi frá því fyrr á þessu ári að heild­­­­ar­­­­laun ­­Björns Óla hefðu hækkað um 43,3 pró­­­sent frá því að ákvörðun launa var færð frá kjara­ráði árið 2017 til stjórn­­­­ar ­­fyr­ir­tæk­is­ins á ný. Launin hækk­­uðu úr 1.748.000 krónum á mán­uði í nóv­­­em­ber 2017 í 2.504.884 í maí 2018.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent