Viðtöl standa yfir vegna ráðningar í starf forstjóra Isavia

Fyrrverandi forstjóri Isavia sagði af sér um miðjan apríl síðastliðinn og samkvæmt upplýsingum frá Isavia reynir stjórn fyrirtækisins að flýta ráðningu í starfið eins og kostur er.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

Við­töl standa nú yfir fyrir starf for­stjóra Isa­via en stjórn fyr­ir­tæk­is­ins reynir að flýta ráðn­ingu í starfið eins og kostur er.

Þetta kemur fram í svari Guð­jóns Helga­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ekki feng­ust frek­ari upp­lýs­ingar um hversu margir hefðu verið boð­aðir í við­tal eða hvenær ákvörð­unar væri að vænta. Isa­via á og rekur flug­­­vell­ina í land­inu og er að öllu leyti í eigu íslenska rík­­is­ins.

Björn Óli Hauks­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Isa­via, sagði starfi sínu lausu um miðjan apríl síð­ast­lið­inn. Skipt var um stjórn­­­ar­­for­­mann í fyr­ir­tæk­inu í mars á þessu ári þegar Orri Hauks­­son, for­­stjóri Sím­ans, tók við af Ing­i­­mundi Sig­­ur­páls­­syn­i. Elín Árna­dótt­ir, aðstoð­­ar­­for­­stjóri, og Svein­­björn Ind­riða­­son, fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­sviðs, ann­­ast dag­­legan rekstur félags­­ins þangað til ráð­inn hefur verið nýr for­stjóri.

Auglýsing

Skuld WOW air og launa­­mál

Isa­via hefur verið mikið til umfjöll­unar und­an­far­ið, meðal ann­­ars vegna vand­ræða WOW air sem end­uðu með gjald­­þroti. Isa­via hafði veitt WOW air umtals­vert svig­­rúm vegna greiðslu á lend­ing­­ar­­gjöldum og voru þær skuldir vel á annan millj­­arð króna hið minnsta. Vegna þeirra gerði Isa­via kröfu um að ein þeirra véla sem WOW air var með á leigu væri alltaf stað­­sett á Kefla­vík­­­ur­flug­velli. Sú vél hefur síðan verið notuð til að reyna að inn­­heimta skuld WOW air við Isa­via. Umburð­­ar­­lyndi Isa­via gagn­vart WOW air var harð­­lega gagn­rýnt af ýmsum fyrir að vera and­­stætt eðli­­legum sam­keppn­is­­sjón­­ar­mið­­um.

Launa­­mál Björns Óla hafa líka verið umtals­vert til umfjöll­unar síð­­­ustu mis­s­eri. Kjarn­inn greindi frá því fyrr á þessu ári að heild­­­­ar­­­­laun ­­Björns Óla hefðu hækkað um 43,3 pró­­­sent frá því að ákvörðun launa var færð frá kjara­ráði árið 2017 til stjórn­­­­ar ­­fyr­ir­tæk­is­ins á ný. Launin hækk­­uðu úr 1.748.000 krónum á mán­uði í nóv­­­em­ber 2017 í 2.504.884 í maí 2018.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent