Viðtöl standa yfir vegna ráðningar í starf forstjóra Isavia

Fyrrverandi forstjóri Isavia sagði af sér um miðjan apríl síðastliðinn og samkvæmt upplýsingum frá Isavia reynir stjórn fyrirtækisins að flýta ráðningu í starfið eins og kostur er.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

Við­töl standa nú yfir fyrir starf for­stjóra Isa­via en stjórn fyr­ir­tæk­is­ins reynir að flýta ráðn­ingu í starfið eins og kostur er.

Þetta kemur fram í svari Guð­jóns Helga­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ekki feng­ust frek­ari upp­lýs­ingar um hversu margir hefðu verið boð­aðir í við­tal eða hvenær ákvörð­unar væri að vænta. Isa­via á og rekur flug­­­vell­ina í land­inu og er að öllu leyti í eigu íslenska rík­­is­ins.

Björn Óli Hauks­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Isa­via, sagði starfi sínu lausu um miðjan apríl síð­ast­lið­inn. Skipt var um stjórn­­­ar­­for­­mann í fyr­ir­tæk­inu í mars á þessu ári þegar Orri Hauks­­son, for­­stjóri Sím­ans, tók við af Ing­i­­mundi Sig­­ur­páls­­syn­i. Elín Árna­dótt­ir, aðstoð­­ar­­for­­stjóri, og Svein­­björn Ind­riða­­son, fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­sviðs, ann­­ast dag­­legan rekstur félags­­ins þangað til ráð­inn hefur verið nýr for­stjóri.

Auglýsing

Skuld WOW air og launa­­mál

Isa­via hefur verið mikið til umfjöll­unar und­an­far­ið, meðal ann­­ars vegna vand­ræða WOW air sem end­uðu með gjald­­þroti. Isa­via hafði veitt WOW air umtals­vert svig­­rúm vegna greiðslu á lend­ing­­ar­­gjöldum og voru þær skuldir vel á annan millj­­arð króna hið minnsta. Vegna þeirra gerði Isa­via kröfu um að ein þeirra véla sem WOW air var með á leigu væri alltaf stað­­sett á Kefla­vík­­­ur­flug­velli. Sú vél hefur síðan verið notuð til að reyna að inn­­heimta skuld WOW air við Isa­via. Umburð­­ar­­lyndi Isa­via gagn­vart WOW air var harð­­lega gagn­rýnt af ýmsum fyrir að vera and­­stætt eðli­­legum sam­keppn­is­­sjón­­ar­mið­­um.

Launa­­mál Björns Óla hafa líka verið umtals­vert til umfjöll­unar síð­­­ustu mis­s­eri. Kjarn­inn greindi frá því fyrr á þessu ári að heild­­­­ar­­­­laun ­­Björns Óla hefðu hækkað um 43,3 pró­­­sent frá því að ákvörðun launa var færð frá kjara­ráði árið 2017 til stjórn­­­­ar ­­fyr­ir­tæk­is­ins á ný. Launin hækk­­uðu úr 1.748.000 krónum á mán­uði í nóv­­­em­ber 2017 í 2.504.884 í maí 2018.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent